Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 24
<2
s
g
s
Þegar hér var
komið sögu var Axel
Pétur búinn að Ijúka
náminu ( Frakklandi
og tók sér heilt ár í
að ferðast um Evr-
ópu og afla mark-
aða. „Hann er mikill
tungumálamaður,
kann ítölsku, frön-
sku og spænsku, svo
eitthvað sé nefnt, og
byggði upp sölu-
sambönd sem við
byggjum á í dag. Auk Evrópu seljum við saltfisk
til Argentínu, Brasilíu, Ameríku og fleiri landa,"
segir Sæunn þar sem hún situr með svuntuna
á hótelinu sínu á Ólafsfirði. „Öll þessi markaðs-
setning hefur kostað mikla peninga, svita og
tár. Við fengum hvergi stuðning við uppbygg-
inguna, það er frekar að fyrrum félagar okkar í
SlF hafi reynt að gera okkur tortryggileg við er-
lenda viðskiptavini og m.a. sagt að við værum
að verða gjaldþrota. En varan kynnir sig sjálf
og við höfum byggt þetta upp á mannlegum
samskiptum. Erlendir viðskiptavinir hafa komið
í heimsókn og séð þessa skrýtnu kerlingu með
eigin augum. Þeir gerðu sér grein fyrir þvi að
það hlyti að vera töggur í henni fyrst sam-
keppnisaðilarnir óttuðust hana svona," segir
Sæunn og hlær.
trið 1996 stofnaði Sæunn Axels fiskverk-
un í Reykjavík og hefur rekið hana í leigu-
húsnæði í fjórar vertíðir. Ástæðan var
einkum sú að dýrt var að flytja fisk af mörkuð-
um sunnanlands til vinnslu á Ólafsfirði og síð-
an aftur suður. Þvi leiguhúsnæði hefur nú ver-
ið sagt upp og hugsanlega verður leigt hús-
næði ( Þorlákshöfn I vetur undir verkunina,
m.a. til að vera nær hráefninu.
„Við tókum stóra ákvörðun í febrúar 1997
þegar við keyptum Hraðfrystihús Ólafsfjarðar
af Sæbergi sem hafði sameinast Þormóði
ramma og húsið verið lokað i fimm mánuði,"
segir Sæunn. „Þeir sögðust ekki geta rekið
húsið, þrátt fyrir að þeir ættu nóg hráefni, og
seldu okkur það á mun hærra verði en verð-
mæti þess var í raun. Við notum flökunarlin-
una og framleiðum saltfiskflök en nýtum frysti-
tækin aðeins þegar það hentar. Auk þess höf-
um við byggt ofan á annað þessara húsa tvo
öfluga þurrkklefa. Við höfum haldið uppi
stöðugri vinnu í húsinu síðan við keyptum það
en okkar dýra hráefnisöflun er að leiða til þess
að það er ekkert vit að halda svona áfram. Þess
vegna er ég að reyna að ýta við mönnum og fá
þá til að finna með okkur lausnir. Ég er ekki að
gera þetta fyrir mig heldur fyrir byggðarlagið,
eins og ég hef margoft sagt. Við báðum
Byggðastofnun að
lána okkur til hrá-
efniskaupa þegar
við vorum að byrja
reksturinn í frysti-
húsinu en þeir neit-
uðu. Að þurfa að
kaupa heilu skips-
farmana af fiski frá
Alaska, Kóreu, Kína
og víðar á skamm-
tímalánum er að
sliga okkur og það
vita þeir hjá Byggða-
stofnun. Mér finnst
líka að verkalýðs-
hreyfingin hefði get-
að staðið með okkur ef þeim finnst skipta ein-
hverju máli að halda störfunum í byggðinni. Ég
hef boðið þeim að kaupa af mér frystihúsið þvi
ég veit ekki annað en að lífeyrissjóðir þeirra séu
með stærstu fjármagnseigendum landsins. Til
hvers á ég að láta fyrirtæki minu blæða út ef
engum finnst skipta máli að halda hér uppi at-
vinnu?" spyr Sæunn og bætir við að sér finnist
Fjárfestingabanki atvinnulifsins einnig hafa
brugðist.
„Af hverju er sá banki að lána stór fé til fyr-
irtækis í Mexíkó sem Þormóður rammi og
Grandi eru búnir að ausa hundruðum milljóna,
ef ekki milljörðum í,
á sama tíma og það
fyrirtæki tekur lífs-
björgina af okkur
hér? I fyrra sóttum
við um lán hjá FBA
til að kaupa bát eða
kvóta en fengum
synjun. Stuttu sein-
na voru þeir að
hreykja sér af því að
hafa lánað fé í þetta
fyrirtæki í Mexíkó
því þar væri verið að
gera svo stórkostlega hluti. Það var um svipað
leyti og Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður
SH og Þormóðs ramma - Sæbergs, var tösku-
beri fyrir Ólaf Ragnar úti í Mexíkó. Auðvitað
svíður okkur þetta. Allt fé í sjávarútvegi er að
færast á örfáar hendur og þessir menn geta
keypt sig inn í fyrirtæki fyrir 300 milljónir í dag
og 500 milljónir á morgun. Ef maður spyr
hvernig þeir fari að þessu er manni sagt að
þegja því manni komi það ekki við. Sér fólk
ekki hvað er að gerast? Að mínu mati er sam-
eign þjóðarinnar að færast á hendur fjögurra
Með eiginmanninum, Ásgeiri Ásgeirssyni, undir regnboga við skreiðarhjallana sem enn
eru i notkun. Skreið var fyrsta framleiðsluvara fjölskyldunnar.
fyrirtækja, þ.e. Samherja, Granda, Haraldar
Böðvarssonar og Þormóðs ramma, og brátt
munu þeir hafa öll völd í höndum sér og gera
hvað sem þeim sýnist við kvótann. Samt virðist
öllum finnast þetta í lagi. En ég spyr: Er þetta
ekki bara spilaborg sem getur hrunið einn dag-
inn - og hvað gerum við þá?" spyr Sæunn Ax-
els að lokum og þarf að drífa sig í atið á hótel-
inu því von er á hópi gesta sem taka þarf vel á
móti.
Axel Pétur, Sæunn og Kristján Ragnar fyrir framan húsið sem áður var Hraðfrystihús Ólafsfjarðar. Þar vinna nú 70 manns
sem munu missa vinnuna i lok september ef ekkert verður að gert.
SÆUNN AXELS
Skrifsto
239
SÆUNN AXELS
148
NNAXELS
ELS
SÍUNN í
' S/EUHN AXELS
S/EUNN AXELS
223
AXELS
S/EUNN
ÆUNNAXELS
Erlendir viðskiptavinir hafa koinið í
heinisókn og séð þessa skrýtnu kerlingu
með eigin auguin. Þeir gerðu sér grein fyrir
|)vi að það hlyti að vera töggur í henni fyrsl
samkeppnisaðilarnir óttuðust hana svona.
(
(
4
/
i
1
i
24 • VERA