Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 48
h
Klámbylgjan sem skollið hefur á okkur undanfarin misseri hefur vakið
litla umræðu. Hvorki opinberir aðilar, kvennahreyfingin eða almenning-
ur hafa haldið uppi andófi svo mark sé á takandi. Við Stígamótakonur
spyrjum okkur hvort áhugaleysi valdi, eða hvort um nútímafrjálshyggju
sé að ræða. Bríet, félag ungra feminista, er þó undantekning frá sinnu-
leysinu. Stelpurnar hafa skrifað í blöð og haldið uppi mótmælum fram-
an við klámbúllurnar.
Hjá Stígamótum höfum við rætt um klámvæðinguna og hvernig
bregðast eigi við henni. Við fórum m.a. á stúfana og heimsóttum þrjá
nektardansstaði til þess að kynna okkur hvað færi þar fram. Þar hittum
við margar bráðfallegar, ungar stúlkur sem kepptust um að bjóða líkama
sína til sölu. Við tókum nokkrar þeirra tali og í Ijós kom að þær voru all-
ar útlenskar og þar af margar frá hinum fátæku löndum Austur- Evrópu.
Þær eru gerðar út af alþjóðlegum klámhringjum sem senda þær vítt og
breitt um heiminn. Á meðal gesta voru nær engar konur en markaður-
inn fyrir líkama ungra stúlkna er stór meðal íslenskra karla og augljóst
að klámiðnaðurinn er orðinn að stórútgerð.
Við Stígamótakonur ætlum að koma á laggirnar umræðuhópi um
klám og fara skipulega í gegnum ýmsa þætti þess. Við ætlum að lesa
saman bækur, skoða auglýsingar og hvað finna má á Netinu, fá í heim-
sókn til okkar sem flesta sem eitthvað hafa til málanna að leggja og sjá
hvers við verðum vísari.
Á fyrsta fundi munum við í sameiningu skipuleggja starfið og ákveða
fundartíma og tíðni funda, fara yfir lesefni, hverja við viljum boða á fund
okkar og hvað við viljum gera. Fyrsti fundur, sem er opinn öllum,
verður haldinn mánudagskvöldið 4. október kl. 20 hjá Stígamótum.
Rúna Jónsdóttir, starfskona Stígamóta
48 • VERA