Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 22
æunn aslxets
æunn lætur sér ekki nægja að reka þetta
stóra fiskvinnslufyrirtæki. Fjölskyldan
keypti hótel Brimnes á Ólafsfirði fyrir
tveimur árum en það hafði þá verið lokað í
rúmt ár. Til að hitta á Sæunni er því best að
fara á hótelið. Hún gegnir þar starfi hótelstjóra
og yfirkokks, er með svuntuna að bera fram
mat og taka af borðunum.
„Það er fátækiegt byggðarlag þar sem ekk-
ert er hótelið," segir hún. „Þar sem bæjaryfir-
völd virtust ekki geta komið rekstrinum af stað
vildum við leggja okkar af mörkum og ákváð-
um að kaupa hótelið sem tengist bensínsölu
Skeljungs og söluturni. Á þeim tíma kannaði
ég hvort hægt væri að fá lán hjá Byggðastofn-
un eða Ferðamálaráði en fékk fyrirgreiðslu á
hvorugum staðnum."
Ásgeir Ásgeirsson, eiginmaður Sæunnar,
kemur í heimilislegan mat á hótelinu í hádeg-
inu og það sama gera synir hennar, Axel Pétur
sem er framkvæmdastjóri Sæunnar Axels og
yngsti sonurinn, Kristján Ragnar, sem er á leið
í Samvinnuháskólann á Bifröst. Um morguninn
hafði Ásgeir verið að hengja upp skreið ásamt
öðrum en hann vinnur það sem til fellur í fyrir-
tækinu og hefur í sumar látið reisa sex sumar-
hús í næsta nágrenni við hótelið og ætlar að
bæta tveimur við fyrir veturinn. Húsin standa
við Ólafsfjarðarvatn og hægt er að leigja báta
til að sigla á vatnínu.
I hádeginu ráðgast fjölskyldan um ýmislegt
varðandi fyrirtækið á meðan Sæunn sinnir
framreiðslustörfunum til jafns við hinar kon-
urnar sem vinna á hótelinu. Eftir matinn sest
hún niður og skýrir hvers vegna hún stendur (
þessum stórræðum. Hún segir að hún hafi
engu að tapa nema sjálfsvirðingunni sem sé
það dýrmætasta sem hún eigi. „Ég hef gengið
fyrir ráðamenn þjóðarinnar og reynt að skýra
út stöðu okkar en það eina sem þeir gera er að
þrosa sætt til mín og segja að ég muni standa
mig. En til hvers eigum við að þræla okkur út
ef enginn skilningur er á þvi sem við erum að
gera? Við höfum leigt kvóta fyrir hundruð
milljóna króna, þar af 50 milljónir fyrstu sex
mánuði ársins, og hann hefur farið í vasa fólks
sem leikur sér með peningana og fer jafnvel
með þá til útlanda. Úthlutun Byggðastofnunar
gerði útslagið. Hún er svo óréttlát að við get-
um ekki setið þegjandi hjá. I fyrsta lagi er sú
ákvörðun stjórnvalda að setja i þetta 1.500
Hlutabréfaeigendur verða að ganga fyrir
og fá sinn arð. lin ég spyr: Ilvaða (ilgangi
þjónar það að rcka sjávarútvcg ef arður
af hlutubréfum er eina kcppikeflið?
17. júní sl. var Sæunn sæmd fálkaorðunni. Það gladdi hana að verkakona eins og hún
skyldi fá orðu. (mynd: Gunnar G. Vigfússon)
tonn allt of lítið, það
hefði mátt vera tífalt
meira. Ef stjórnvöld
meina eitthvað með
því að koma lands-
þyggðinni til hjálpar
hefði líka mátt nota
þau 10.000 tonn
sem gefin voru til
jöfnunar á útgerðir
sem hafa nægan
kvóta fyrir. Niður-
staðan er sú að einn
stærsti kvótaeigandi
landsins, Páll í Vísi í Grindavík, fær um helm-
inginn af allri úthlutuninni en hann hefur kom-
ið sér inn ( fyrirtæki sem staðið hafa höllum
fæti á landsbyggðinni, t.d. á Þingeyri þar sem
hann fær 400 tonn næstu fimm árin gefins frá
ríkinu. Við komum hins vegar ekki til greina
vegna þess að hér hefur ekki verið atvinnuleysi.
Okkur er sem sé hegnt fyrir að hafa haidið
uppi atvinnu á staðnum, sama hvað við þurf-
um að leggja á okkur til þess."
Ein af reglum Byggðastofnunar var að að-
eins staðir með innan við 1000 íbúa kæmu til
greina en á Ólafs-
firði búa á milli 1000
og 1100 manns og
þar með var ekki lit-
ið á aðstæður Sæ-
unnar. „Menn
benda á að Þormóð-
ur rammi Sæberg
komi með mikinn
afla til Ólafsfjarðar og mörg hundruð milljónir
króna inn í byggðarlagið. En þeim afla er skip-
að upp úr frystitogurum, hann settur á bíl og
ekið burt úr byggðarlaginu. Sjómennirnir hafa
ágætar tekjur en eiga bara fjölskyldur þeirra að
lifa? Landverkafólkið virðist ekki koma þessum
mönnum við. Ef málið er svona einfalt - af
hverju eru menn þá að ergja sig yfir því að ég
ætli að loka?" spyr Sæunn og bætir við að eft-
ir að farið var að skrá útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki á verðbréfamarkaði hafi verið keyrð
ísköld peningastefna í þessum málum og ekk-
ert mannlegt virðist lengur koma mönnum við.
„Hlutabréfaeigendur verða að ganga fyrir
og fá sinn arð. En ég spyr: Hvaða tilgangi þjón-
ar það að reka sjávarútveg ef arður af hluta-
bréfum er eina keppikeflið? Islendingar þurfa
alltaf að éta yfir sig af öllu og gleypa allt í ein-
um munnbita. Ég ætlast til þess að ráðamenn
þjóðarinnar setjist niður, hugsi þetta upp á nýtt
og finni skynsamlega lausn. Þá er ég líka að
visa til þingmanna en mér finnst þeir hafa frí-
að sig ábyrgð á ástandinu. Það þorir enginn að
segja neitt. Sama er að segja um bæjarstjórn
Ólafsfjarðar, mér finnst hún ekki hafa sýnt okk-
ur nægan stuðning þó hún hafi samþykkt ein-
hverja máttlausa ályktun þar sem lýst er yfir
ugg ef fólkið missi atvinnuna."
Sæunn tekur skýrt fram að hún sé ekki bara
að tala fyrir sitt eigið fyrirtæki heldur alla lands-
byggðina. „Hvað ætla þeir að gera við okkur?
Hvert eigum við að fara? Eigum við að vera
beiningafólk sem labbar um í einhverjum tusk-
um á Reykjavíkur-
svæðinu og kúrir í
bröggum og skúr-
um? Það er allt hús-
næðislaust fyrir
sunnan. Ég vil fá þá
að borðinu, bretta
upp ermar og finna
lausn á ástandinu.
Lausnin er í sjónmáli ef við viljum gera eitt-
hvað. Forsætisráðherra óttast það að Fjárfest-
ingabanki atvinnulifsins fari á of fáar hendur.
En finnst honum ekkert uggvænlegt að nokkr-
ir aðilar eignist fjöregg þjóðarinnar og fari með
það eins og þeim sýnist?"
Til að sporna við þeirri óheillaþróun sem
orðið hefur í sjávarútvegi telur Sæunn ráð að
allur viðbótarkvóti sem stjórnvöld úthluta á
næstunni fari eingöngu til þeirra sem vinna afl-
ann i landi. „Frystitogaraeigendur blómstra.
Þeir eru að drukkna í peningum á meðan okk-
ur hinum er að blæða út," segir hún og brýnir
raustina.
n hver er Sæunn Axels og hvernig stóð á
því að hún fór út i atvinnurekstur? Hún
er 57 ára, fædd og uppalin á Ólafsfirði.
Foreldrar hennar eru Petra Rögnvaldsdóttir
sem er að verða 91 árs og Axel Pétursson en
hann drukknaði 47 ára gamall á trillu á leið til
Hvað íetla þeir að gera við okkur?
Hvert eigum við að fara? Eigum við að
vera bciningafólk sem labbar um í ein-
hverjum tuskum á Reykjavíkursvæðinu
og kúrir í bröggum og skúrum? I*að er
allt húsnæðislaust fyrir sunnan.
22 • VERA