Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 18
: O
P
?=
O
mikilvægt er að vinna taktfast að þessum mál-
um. Mér finnst aðalatriði að vera alltaf virk í
mínu stafi."
Hver hönnuður hefur sína sýn
Húsgagnahönnun og hönnun hefur verið stétt
karlmanna en landamæri kvenna og karla eru
ekki jafn skýr nú," segir Þórdís þegar hún er
spurð hvernig staða kvenna sé innan stéttar-
innar. „Ég held líka að sífellt fleiri konur séu að
fara í þetta starf." Hún tekur þó fram að hún
sé ekki hlynnt því að fjalla um starfið út frá
kynferði og taka konur til hliðar sem sérstakan
hóp. „Ég finn ekkert fyrir því að það sé öðru-
vísi fyrir mig innan stéttarinnar þó ég sé kona.
Ef maður stendur fyrir því sem maður er að
gera og vinnur faglega er alveg jafn mikið
mark tekið á konum og körlum. Það má vera
að það sé einhver munur á hvernig konur
vinna. En það er vinnulagið sem skiptir máli og
það er afar persónubundið. Hver og einn
hönnuður hefur sína sýn. Konur hanná kannski
öðruvísi, það má vera," segir Þórdís hugsandi.
„Ég er til dæmis sögð hafa ákveðið innsæi á
teiknistofunni, sem samstarfsmenn mínir kalla
kvenlegt innsæi, en ég kalla þetta nú bara al-
menna skynsemi, sem og það er," segir Þórdis
og hlær.
Ögrandi verkefni nauðsynleg
Þórdís segir að sjálfstæði reksturinn hafi geng-
ið ágætlega. „Það er aðeins erfiðara að vera
með sjálfstæðan rekstur svo ég reyni að blanda
starfinu með því að vinna með öðrum á teikni-
stofu af og til. Það er líka gott að geta haft
möguleika á að vera í samstafi við aðra í fag-
inu því það er nauðsynlegt að eiga gagnrýnar
samræður með góðu fólki. Verkefnin skapar
maður sér að hluta til sjálfur. Sumt kemur upp
í hendurnar á manni en annað að eigin frum-
kvæði."
Þórdís segir ekkert eitt verkefni standa upp
úr af þeim sem hún hefur unnið. „Maður byrj-
ar á verkefni og hellir sér út í það og fer að
vinna að lausnum. Það er þó gaman að fá að
takast á við eitthvað sem er erfiðara og meira
krefjandi en síðasta viðfangsefni. Það er nauð-
synlegt að fá ögrun til að geta þróað eitthvað.
Ég hef mikið verið í stólum, ég er stundum
með í huga að reyna önnur efni og gæti hugs-
að mér að hanna annnað en stóla til fjölda-
framleiðslu. Maður er alltaf í þróun sjálfur og
upplifir hlutina og umhverfi sitt sífellt breyti-
lega."
- i -ys-'U
Skeifunni 6 simi: 568 7733 www.epal.is
22 ný
gluggatjöld
frá Kvadrat.
Fjöldi lita!
Með þvífallegasta
sem Eyjólfur hefur séð
og kallar hann ekki
allt ömmu sína íþeim
efnum!
Gott verð,
falleg hönnun
og sérviska Eyjólfs
18 • VERA