Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 28
anna S. S ijj6Ijsdó11 ir
Kvennalistakonnr
á timainótum
í gódri bók stendur:
OJIu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma
að rífa sundur hefur sinn tíma og að sauma saman hefur sinn tíma
að þegja heíur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma Prédikarinn 3.7
„Tíminn breytir oft sýn á liðna atburði," segir
Kristín Ástgeirsdóttir í grein í síðasta tölublaði
Veru og hefur uppi efasemdir um að tímabært
sé að tjá sig mikið um nýliðin átök innan
Kvennalistans. Ég er fegin að hún lét þó tilleið-
ast því það varð til þess að ég ákvað að tjá mig
á sama vettvangi um þessi átök frá mínum
sjónarhóli. Því það er ekki bara tíminn sem
breytir sýn á liðna atburði heldur geta konur
sem upplifðu sama atburð haft gjörólíka sýn á
atburðinn, upplifað hann neikvætt eða já-
kvætt, sem frelsandi eða heftandi, sorglegan
eða sem fagnaðarefni.
Sem dæmi ætla ég að vitna í ritið Gegnum
glerþakið. Þar er vitnað í Kristínu Ástgeirsdótt-
ur á bls. 101.
„Kristín lítur á kvennafrídaginn, kosningu
Vigdísar Finnbogadóttur og Kvennalistann sem
hávær mótmæli gegn stöðu kvenna á Islandi."
Þessir atburðir eru Ijóslifandi í mínum huga.
Ég man eftir stolti, gleði og sigurtilfinningu.
Það hrikti í glerþakinu, Vigdís komst meira að
segja í gegn, svo notuð sé margfræg samlík-
ing. í mínum huga sýndu konur styrk sinn og
mátt. Ég upplifði þetta mjög jákvætt en ekki
fyrst og fremst sem mótmæli gegn einhverju.
Annar atburður sem hefur sama sess í mín-
um huga er sigur Reykjavíkurlistans í borgar-
stjórnarkosningunum í Reykjavík vorið 1994.
Þá upplifði ég sömu tilfinningar gleði og sigurs.
Þá komst önnur kona í gegnum glerþakið. Það
hefur oft vakið furðu mína hvað lítið sumar
kvennalistakonur vilja gera úr kosningu Ingi-
bjargar Sólrúnar sem borgarstjóra í Reykjavík.
Með því að gera minna úr þessum sigri en efni
standa til gera þær sig sekar um að taka þátt í
að halda konum niðri og gera þær ósýnilegar.
Vinnubrögð Kvennalistans
„Dissenting with anothers's ideas is a form of
honor, and taking a critical iook at one’s own
cherished movement is an act not of sacrilege
but of love."
„Að greina á um hugmyndir annarra er
virðing í ákveðinni mynd og að líta gagnrýnum
augum á sína eigin ástkæru hreyfingu er ekki
helgispjöll heldur gert af væntumþykju."
Naomi Wolf, Fire with Fire
Nýlega las ég bókina Fire with Fire eftir fem-
inistann Naomi Wolf. Þar gagnrýnir hún
bandaríska feminista fyrir að vera of fastar (
fórnarlambshlutverki og of hræddar við völd.
(Victim feminism versus power feminism). Það
kom mér á óvart hvað margt í bókinni minnti
mig á það sem gerst hefur innan Kvennalistans
og gagnrýni hennar á vinnubrögð í kvenna-
hreyfingum finnst mér um margt eiga við um
Kvennalistann.
Kristín nefnir í grein sinni í Veru að ein hug-
mynd kvennahreyfinga vesturlanda hafi verið
að gera konur sýnilegar og draga fram sögu
kvenna, þess vegna hafi henni fundist dæmi-
gert fyrir þá stöðu sem upp var komin á lands-
fundi 1997 að farið væri að hæðast að því að
vitnað væri til sögunnar. (mínum huga var ekki
hæðst að því að vitnað væri til sögunnar á
þessum landsfundi, heldur var gert lítið úr því
að við ættum að láta það stoppa okkur af að
Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem kjör-
in var til setu á Alþingi íslendinga, hafi verið
harkalega gagnrýnd fyrir að ganga til liðs við
íhaldið. Ingibjörg var að sjálfsögðu ein af þeim
konum sem komst ( gegnum glerþakið og
henni og sögunni er enginn greiði gerður með
því að hræðast það árið 1997 að hún var
gagnrýnd.
„Its better to be perfect and powerless than to
make compromises in order to use power for
social change."
„Það er betra að vera fullkomin og valda-
laus en þurfa að gera málamiðlanir til þess að
nota vald til að koma á þjóðfélagsbreytingum."
Þessi setning er úr áðurnefndri bók, Fire with
Fire, og er eitt af þvl sem Naomi Wolf finnst
einkenna hugmyndafræði fórnarlambafemin-
isma og er ósátt við. Það er ég líka. Allt fólk
sem kemst til valda þarf að sæta gagnrýni.
Valdamiklar konur sæta oft óvægnari, eða
verða fyrir öðruvísi gagnrýni en valdamiklir
karlar. Ef konur vilja í raun og veru völd verða
þær að geta tekið því að verða gagnrýndar.
Önnur hugmynd sem Kristínu finnst skipta
máli í skilningi á örlögum Kvennalistans er
28 • VERA