Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 16

Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 16
Margt spernancli að gerast í hönnmn p o „Margir vita ekki hvað hönnun er," segir Þórdís Zoéga hús- gagnahönnuður. „Samkvæmt orðabókinni er hönnun „hlutur unninn fyrir fjöldaframleiðslu", en það er erfitt að skilgreina hugtakið. ( grófum dráttum myndi ég segja að hönnun væri „agað listform". í hönnun þarf alltaf að hugsa um neytandann, hluturinn er notaður en hans ekki bara notið, eins og t.d. á við um myndlist." Þórdís Zoéga er með vinnustofu í kjallaranum heima hjá sér. Hún segist hafa prófað að vera úti í bæ en sér hafi fundist þægilegra að vera heima vegna sveigjanlegri vinnutfma, enda sé eðli starfsins þannig. Eftir að hún kom heim frá námi árið 1982 hefur hún eingöngu unnið við hönnun, bæði sjálfstætt og á teiknistofum. Hún hefur undanfarin ár einnig stundað kennslu við leirlistardeild MHl. Árið 1997 fékk hún aðalhönnunarverðlaun Hönnunardags fyr- ir barnahúsgögnin Hnokka og sama ár var hún ein af fjórum hönnuðum sem valdir voru til að vinna tillögur að nýjum húsgögnum í Höfða. Tillaga Þórdísar var valin og má nú sjá húsgögn hennar í Höfða. í samnorræna sendi- ráðinu í Berlín er einnig að finna hönnun Þór- dísar því þangað var valinn stóllinn Mímir í ákveðið fundaherbergi en hann er fléttaður úr kínversku sefgresi. Árið 1994 teiknaði Þórdís stóla sem fóru á sýningu sama ár og í framhaldi af því eru kaffi- húsastólarnir Tjaldur og Stelkur, framleiddir hjá fyrirtækinu Brune í Þýskalandi. Hér heima hefur hún til dæmis hannað fyrir fyrirtækið Sóló húsgögn, sem er bæði með sölu og fram- leiðslu. Sem dæmi um hönnun fyrir það fyrir- tæki nefnir hún eldhússtóla og stóla fyrir fyrir- lestrasali, meðal annars stólinn Spóa. Einnig hefur hún unnið fyrir GKS en þar eru barna- húsgögnin Hnokki framleidd. Eins og lesend- ur hafa kannski þegar áttað sig á hefur Þórdís sérhæft sig nokkuð í stólum og árið 1994 hélt hún m.a. einkasýningu á stólum í Stöðlakoti. „Mér finnst ögrandi að vinna að stólum," seg- ir Þórdís. „Það eru miklar kröfur gerðar til þeirra og geta verið margvíslegar. Stólarnir þurfa oftast að vera staflanlegir og þá líka hægt að tengja þá saman. Þá eru oft óskir um að hægt sé að vera með þá bólstraða eða með eða án arma. Hlutföll og þægindi stóla verða líka að vera í góðu lagi. Allt þarf þetta að nást fram í fallega hönnuðum stól og getur verið býsna flókið." Fyrsta íslenska konan í deildinni Þórdís lærði húsgagnahönnun í Danmörku árin 1976 til 1981 í skóla sem þá hét Skolen for brugskunst en heitir nú Danmarks designskole. Hún er hönnuður FHI, en það er löggilt starfs- heiti og þýðir að hún er í Félagi húsgagna- og innanhússhönnuða á íslandi. „Upphaflega var þetta stétt karlmanna," segir Þórdís. „Þegar ég var í námi voru tvær konur og tíu karlar í minni deild og ég var fyrsta íslenska konan sem fór í þessa deild. Upphaflega voru það aðallega húsgagnasmiðir sem fóru í þetta nám. Ég var hins vegar með stúdentspróf og nálgaðist námið því aðeins öðruvísi. Ég fór í þetta nám því ég hafði áhuga á formsköpun og velti því ekki fyrir mér hverjir sóttu þetta nám áður," segir Þórdís þegar hún er spurð hvernig henni hafi dottið í hug að fara í svona „karlafag". „Til að komast inn í skól- ann tók ég fjögurra daga inntökupróf. Það var fjöldi manns sem sótti um í þessa deild hús- gagnahönnunar og ég varð mjög hissa þegar ég sá listann yfir þá sem komust inn. Þegar ég var komin gegnum síuna rankaði ég við mér. Framtíðin var ráðin næstu árin." Margt spennandi að gerast Blaðamaður víll fá að vita hvernig var að vera við nám i Danmörku. „Það var gott að vera í Danmörku, það var góður timi. En ég vil frek- ar tala um það sem er að gerast í hönnun i dag." segir Þórdis. „Það er svo mikið f gangi núna og margt spennandi að gerast." Þar nefnir hún fyrst nýstofnað hönnunarsafn, Hönnunarsafn (slands, sem verður staðsett ( Garðabæ. „Það hefur verið lengi í farveginum og er búið að vera draumur hönnuða í mörg ár," segir Þórdís en hún er ( stjórnarnefnd safnsins sem fulltrúi félagsins Form (sland, fé- lags hönnuða á (slandi. „Hönnun er ung grein I (slensku samfélagi og orðið hönnun varð ekki til fyrr en eftir sein- na stríð. Á vegum nýstofnaðs Hönnunarsafns er verið að undirbúa sýningu á íslenskri hönn- un frá árunum 1950 til 1970 en á þeim árum voru fyrstu hönnuðirnir að koma heim frá námi. Samhliða sýningunni verður málþing um k o n i) r í li önn u n - 1’ ó r d i' s 16 • VERA / o '<• ); ,i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.