Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 12
Vil sjá
liönmuði
vinna meira
íyriTerlemdam
markað
P
P
o
Sigríður Heimisdóttir iðnhönn-
uður stofnaði fyrirtækið Hugvit
og hönnun þegar hún kom
heim úr námi árið 1995 og hef-
ur unnið að uppbyggingu þess
síðustu ár. Sigríður var í námi í
iðnhönnun við Istituto Europeo
di Design í Mílanó og nú stefnir
hún á að bæta við sig masters-
gráðu við Domus Academy sem
er einn þekktasti hönnunarskóli
Ítalíu. „Námið þar er ofboðs-
lega spennandi," segir Sigríður.
Hún segist ekki vita hvað svo
taki við. „Það er svo sem ekkert
sem bindur mig hér heima,"
segir hún. „Ég er alveg til í að
búa hvar sem er, ég er tilbúin í
hvað sem er. Nú er ég komin
með það mikla starfsreynslu að
það er ekkert mál fyrir mig að
komast að úti ef ég vil. En mér
líður vel hér heima og ég er að
gera skemmtilega hluti."
Dálítið mikil læti í mér
„Mig langaði í einhvers konar hönnunarnám,
lika I eitthvað „mannlegt" og ákvað að fara í
listrænt nám með praktík í huga," segir Sigríð-
ur um þá ákvörðun sína að læra iðnhönnun.
„Iðnhönnun býður upp á það. Hún er mjög
skapandi starf en maður getur líka lifað af því.
Ég var komin út tveimur vikum eftir stúdents-
próf og tók sumarkúrs í ítölsku. Vanalega tek-
ur fólk ár í undirbúning en það voru dálítið
mikil læti í mér. Ég byrjaði í skólanum strax um
haustið. Þetta gekk allt ágætlega. Mér gekk
reyndar svolítið illa að skilja tungumálið fyrsta
árið," segir Sigríður og hlær við.
Útskriftarverkefni Sigríðar var hjól. Fyrir það
fékk hún ein mestu hönnunarverðlaun Itala
árið 1995, Gullkompásinn sem er veittur á
þriggja ára fresti. Hún hannaði hjólið í sam-
vinnu við Elenu Carli sem er ítölsk. „Þetta var í
fyrsta sinn sem útskriftarnemar fengu að
senda inn lokaverkefni sín í keppnina," segir
Sigríður stolt. Hjólið var of dýrt í framleiðslu til
að það færi á markað en það fór á sýningar
um allan heim.
Góð hönnun alltaf skemmtileg
„Þegar ég kom heim byrjaði ég í litlum verkum
hér og þar," segir Sigríður. „Ég vann ( Ofna-
smiðjunni í eitt og hálft ár skömmu eftir að ég
kom heim, i verksmiðjunni í Hafnarfirði. Þar var
rosalega gaman, ég lærði heilmikið um smíði
og þá sérstaklega úr málmi. Ég vann þar hálf-
an daginn og var með fyrirtækið með, sem var
byggt smám saman upp.
Iðnhönnun gengur út á að hanna fyrir iðn-
að," útskýrir Sigríður þegar hún er spurð nán-
ar út í starfið.„Það eru svo margir sem halda
að við störfum aðallega við húsgögn og
skrautmuni en yfirleitt er iðnhönnun tæknilegs
eðlis. Ég hef t.d. unnið fyrir Flögu. Þar hef ég
verið f tæknilegri hönnun og hef mikinn áhuga
á henni. Ég hef þó mest verið í húsgögnum og
finnst það líka mjög gaman. Ég hef reyndar
gaman að allri hönnun. Þessi eiginleiki fagsins
er frábær, maður
hoppar úr einu í
annað, kannski hús-
gagni yfir í mjög
tæknilegt verkefni.
Starfið býður upp á
svo marga mögu-
leika. Og góð hönn-
un eralltaf skemmti-
leg. Það sem ég er
að gera fyrir IKEA er
t.d. mjög skemmti-
legt."
Gaman að vinna
fyrir kröfuharðan
viðskiptavin
„Ég er að teikna hillukerfi fyrir þá," segir Sig-
ríður þegar blaðamaður vill fá að vita meira um
það verkefni. „Það er rosalega gaman að vinna
fyrir þá, ég hef aldrei unnið fyrir jafn kröfu-
harðan viðskiptavin. En það er einmitt mjög
skemmtilegt. Þeir vita alveg nákvæmlega hvað
þeir eru að gera. Ég byrjaði á verkefninu fyrir
nokkrum mánuðum og við erum núna að leita
að framleiðanda. Þetta kemur svo líklega á
markað árið 2001 eða 2002. Annars hefur
GKS verið minn stærsti viðskiptavinur. Ég er til
dæmis að hanna skólahúsgögn fyrir þá núna.
Svo hef ég verið að vinna húsgögn fyrir Barna-
smiðjuna og innréttingar fyrir Eldhús og bað.
Ég hef einnig unnið fyrir Samtök iðnaðarins í
sambandi við nýsköpun fyrir börn. Þau senda
inn hugmyndir í samkeppni og ég geri þær að
framleíðsluhæfri vöru. Fyrirtækið hefur gengið
mjög vel, þrátt fyrir að alltaf komi hæðir og
lægðir hjá fólki. Það fyrsta sem fólk sker niður
k o n u r í fi ö ti n u n - S i g r í ð n r H e i m i s d ó
T
12 • VERA