Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 31
ensáum liósmundum Það hefur skapast áhugi á að virkja íslendinga til þátttöku í sýningu sem sýnd verður samhliða þessari. Flestir eiga Ijósmyndir af mæðr- U|ti sinum og af þessum myndum eru sumar okkur kærari en aðrar. Nú í september verður sérstakt söfnunarátak og okkur langar til að biðja þig, lesandi góður, að senda okkur mynd af móður þinni í samræmi við þær leiðbeiningar sem birtar verða í fjölmiðlum. En afhverju að búa til sýningu um ímynd mæðra í Ijósmyndum? Fræðikonan E. Ann Kaplan, sem fjallað hefur um ímynd móður- 'nnar í kvikmyndum, kemst að þeirri niðurstöðu að móðirin sé alls staðar og um leið hvergi. í vestrænu samfélagi hefur umönnun barna fyrst og fremst verið í verkahring mæðra. Við fáum okkar fyrstu sýn á heiminn úr fangi móðurinnar. Eitt af fyrstu orðunum sem V|ð lærum er „sjáðu" og „sko". Áhrif móðurinnar á sjálfsmynd barnsins, þar sem hún gerir ákveðna eiginleika heimsins og þess sjálfs sýnilega fyrir því, verða töluverð við slíkar aðstæður. Með þetta í huga er ekki að furða þótt að sú hugsun verði áleitin að móðirin sé ^luti af því hvernig og hvað við sjáum það sem eftir er ævinnar. Móðirin er vel sýnileg á Ijósmyndum í hinum ýmsu einkasöfnum. Bæði hafa mæður verið duglegar að taka myndir og svo hefur Ufnsjón fjölskyldualbúmsins oft verið á þeirra könnu. Þegar Ijósmyndir frá opinberum stofnunum og fjölmiðlum eru skoðaðar verða rn*ður hins vegar oft lítt greinilegar. Flefðbundnar móðurímyndir leggja áherslu á hjartahlýju, fórnfýsi og tilfinningasemi móðurinn- ar- I gegnum tíðina hefur verið ætlast til þess að hún dragi sig í hlé svo aðrir fái að njóta sin. Þó svo að þessir eiginleikar hafi verið uPphafnir af skáldum og í ræðum á tyllidögum hafa þeir ekki þótt æskilegir fyrir málsvara stofnana og þátttakendur í opinberri um- ræðu. Þetta skýrir að hluta afhverju „leita" þarf að myndum af mæðrum þegar skoðaðar eru Ijósmyndir ætlaðar til opinberra nota. A síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á stöðu kvenna og um leið mæðra. í Ijósi þessara breytinga er fróðlegt að skoða hvers konar birtingarmyndir móðurhlutverkið fær á mismunandi sviðum samfélagsins. Enn þarf margt að skoða og endurskilgreina. Þessi sýning er framlag til slíkrar umræðu og vonum við að sem flestir taki þátt í söfnunarátakinu. ! Annadis G. Rúdólfsdóttir VIHA • 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.