Vera - 01.08.1999, Síða 31
ensáum liósmundum
Það hefur skapast áhugi á að virkja íslendinga til þátttöku í sýningu sem sýnd verður samhliða þessari. Flestir eiga Ijósmyndir af mæðr-
U|ti sinum og af þessum myndum eru sumar okkur kærari en aðrar. Nú í september verður sérstakt söfnunarátak og okkur langar til
að biðja þig, lesandi góður, að senda okkur mynd af móður þinni í samræmi við þær leiðbeiningar sem birtar verða í fjölmiðlum.
En afhverju að búa til sýningu um ímynd mæðra í Ijósmyndum? Fræðikonan E. Ann Kaplan, sem fjallað hefur um ímynd móður-
'nnar í kvikmyndum, kemst að þeirri niðurstöðu að móðirin sé alls staðar og um leið hvergi. í vestrænu samfélagi hefur umönnun
barna fyrst og fremst verið í verkahring mæðra. Við fáum okkar fyrstu sýn á heiminn úr fangi móðurinnar. Eitt af fyrstu orðunum sem
V|ð lærum er „sjáðu" og „sko". Áhrif móðurinnar á sjálfsmynd barnsins, þar sem hún gerir ákveðna eiginleika heimsins og þess sjálfs
sýnilega fyrir því, verða töluverð við slíkar aðstæður. Með þetta í huga er ekki að furða þótt að sú hugsun verði áleitin að móðirin sé
^luti af því hvernig og hvað við sjáum það sem eftir er ævinnar.
Móðirin er vel sýnileg á Ijósmyndum í hinum ýmsu einkasöfnum. Bæði hafa mæður verið duglegar að taka myndir og svo hefur
Ufnsjón fjölskyldualbúmsins oft verið á þeirra könnu. Þegar Ijósmyndir frá opinberum stofnunum og fjölmiðlum eru skoðaðar verða
rn*ður hins vegar oft lítt greinilegar. Flefðbundnar móðurímyndir leggja áherslu á hjartahlýju, fórnfýsi og tilfinningasemi móðurinn-
ar- I gegnum tíðina hefur verið ætlast til þess að hún dragi sig í hlé svo aðrir fái að njóta sin. Þó svo að þessir eiginleikar hafi verið
uPphafnir af skáldum og í ræðum á tyllidögum hafa þeir ekki þótt æskilegir fyrir málsvara stofnana og þátttakendur í opinberri um-
ræðu. Þetta skýrir að hluta afhverju „leita" þarf að myndum af mæðrum þegar skoðaðar eru Ijósmyndir ætlaðar til opinberra nota.
A síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á stöðu kvenna og um leið mæðra. í Ijósi þessara breytinga er fróðlegt að skoða
hvers konar birtingarmyndir móðurhlutverkið fær á mismunandi sviðum samfélagsins. Enn þarf margt að skoða og endurskilgreina.
Þessi sýning er framlag til slíkrar umræðu og vonum við að sem flestir taki þátt í söfnunarátakinu.
! Annadis G. Rúdólfsdóttir
VIHA • 31