Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 29
kvennasamstaðan. Samstaðan rofnaði í deilun-
um um EES og aðildina að Reykjavíkurlistan-
um. Eftir þær deilur var fjandinn laus, segir
Kristín. Ég er sammála henni um að þessar
deilur mörkuðu einhver tímamót, ég býst við
að við sem höfum starfað í Kvennalistanum
lengi höfum allar skynjað það. En af hverju var
„fjandinn laus" þó að konur væru ósammála?
Hvers vegna var ekki í lagi að kvennalistakonur
væru ósammála um aðildina að EES þegar
ósætti var um hana i öllum öðrum stjórnmála-
samtökum? Ég veit ekki svarið, en margt í bók
Naomi Wolf gefur að minnsta kosti ýmsar hug-
myndir um hvert svarið kynni að vera.
„Þriðja hugmyndin sem einkenndi kvenna-
hreyfingar var sú að breyta ríkjandi vinnu-
brögðum og stjórnun til þess að skapa raun-
verulegt lýðræðl með þvi að allar raddir fengju
að hljóma, komist yrði að sameiginlegri niður-
stöðu, sjálfskipuðum foringja hafnað og unnið
gegn pýramidaskipulagi." K.Á. í Veru.
Þessi vinnubrögð hafa reynst konum vel og
eiga fullkominn rétt á sér, svo langt sem þau
ná, en stundum hafa þau reynst illa og snúist
upp í andhverfu sína. Það eru nefnilega ekki
endilega aðferðirnar sjálfar sem skipta máli
heldur virðingin sem er borin fyrir þátttakend-
um. Þegar best hefur tekist til hjá Kvennalist-
anum hefur sú aðferð að ná samhljóða áliti
(consensus) virkað vel. Þá er búið að ræða mál-
in í kjölinn, allar hafa fengið að tjá sig, konur
leggja sig fram við að komast að sameiginlegri
niðurstöðu og allar eru sáttar. Þessi vinnubrögð
geta verið timafrek og gera miklar kröfur til
þeirra sem taka þátt. Margar kvennalistakonur
hafa lagt mikið á sig til að finna hvar hægt er
að ná saman og eiga hrós skilið. En ég hef því
miður einnig orðið vitni að fundum hjá
Kvennalistanum sem eru ekki lýðræðislegir og
þessi annars ágætu vinnubrögð eru misnotuð.
Dæmi um slíkan fund er Samráðsfundurinn
haustið 1997. Þar var til umræðu viðræður við
A-flokkana um sameiginlegtframboð til næstu
alþingiskosninga. Margar þeirra kvenna sem
setið höfðu á þingi, eða sátu á þingi, fyrir
Kvennalistann lýstu yfir mikilli andstöðu við að
halda áfram viðræðum. Þegar ein kona benti
fundarstýru á að láta orðið ganga þannig að
allar fengju að tjá sig, kom í Ijós að skilaboð
sem fulltrúar anganna höfðu með sér úr sfnum
kjördæmum voru yfirleitt á þá leið að rétt væri
að halda viðræðum áfram. Ljóst var að meiri-
hluti var fyrir áframhaldandi viðræðum og
erfitt að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessu
máli. Ein ágæt kvennalistakona, sem ég ber
mikla virðingu fyrir, sagði á þeim fundi: „Mér
hefur aldrei fundist það lýðræði að meirihlut-
inn ráði."! 11 Lái mér hver sem vill, en mér finn-
ast þetta hrein öfugmæli. (mínum huga er það
lýðræði þegar meirihlutinn ræður, en tekur þó
tillit til minnihlutans. Á þessum Samráðsfundi
var lagt til að einstaklingar innan Kvennalistans
fengju að tala við A-flokkana, sæst var á að
tala um „hóp innan Kvennalistans". Þarna var
að mlnu mati minnihlutinn að halda aftur af
meirihlutanum. Meirihlutinn fékk leyfi til að
kalla sig „hóp innan Kvennalistans".
Eftir þennan Samráðsfund ákvað ég að
bjóða mig fram sem fundarstjóra á landsfund-
inum 1997 til þess að sjá til þess að ekki yrði
endurtekning á því að grípa mætti fram í fyrir
sumum konum og þagga niður f þeim, en ekki
öðrum. Einnig að reyna að sjá til þess að jafna
ræðutfma. Þeim konum sem kvörtuðu undan
þvf að finnast erfitt að tjá sig vegna mælsku
sumra þeirra reyndari var bent á að skrifa nið-
ur fyrirfram það sem þær vildu segja. Þetta
gekk vel, en þó heyrðist sagt í hneykslunartón:
„Sumar hafa greinilega undirbúið sig," eins og
það væri eitthvað neikvætt að undirbúa sig fyr-
ir mikilvægan fund. Þar sem ekki tíðkast að
greiða atkvæði á fundum í Kvennalistanum
getur verið erfitt að komast að því hvað meiri-
hlutinn vill. Eins og Kristln bendir á f grein sinni
gerðist það í upphafi umræðunnar á lands-
fundinum 1997 að talsmaður samfylkingar-
sinna bað þær konur sem voru henni fylgjandi
að málum að standa upp. Þetta upplifði Krist-
fn sem verið væri að sýna minnihlutanum lítils-
virðingu. En segir það ekki sfna sögu um það
út ( hvaða ógöngur vinnubrögð Kvennalistans
voru komin ef meirihlutinn
treysti því ekki að tekið væri til-
lit til hans?
Þó svo ég sé ekki ein þeirra
þriggja kvenna sem áttu frum-
kvæðið að því að kalla konur
saman sumarið 1981 til að
ræða hugsanlegt kvennafram-
boð, eins og Kristín Ástgeirs-
dóttir, þá hef ég verið með í
Kvennalistanum frá því á stofn-
fundi f mars 1983. Mér þykir
ákaflega vænt um þessi samtök
og er þakklát fyrir að hafa
fengið að vera þátttakandi og
kynnst öllum þessum frábæru
kvennalistakonum. En þessi
samtök eru ekki það heilög að
ekki megi gagnrýna þau. Ég
met Kristínu Ástgeirsdóttur
mikils og er innilega sammála
henni um margt sem varðar
stöðu og velferð kvenna. En ég
get verið algerlega ósammála
henni á öðrum sviðum og það
truflar mig ekki. Hennar fram-
lag til íslenskrar kvennabaráttu
er ekki Iftið og ég er sannfærð
um að hún og aðrar konur sem
framarlega hafa staðið I kvennahreyfingum
síðustu áratuga fá sinn sess f sögunni.
„Rödd kvenna þarfað hafa góðan styrk á full-
trúasamkundum þjóðarinnar, annað er ekki
lýðræði. Konur þurfa þó ekki að vera sammála
um það sem þar er fjallað."
Sigríður Lillý Baldursdóttir,
Gegnum glerþakið
Fyrir mér eru staðreyndirnar þessar: Kvennalist-
inn hafði ekki lengur hljómgrunn meðal kjós-
enda. Það sýndu skoðanakannanir. Okkur
bauðst að vera með í sameiginlegu framboði
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, þar með
höfðum við tækifæri til að láta rödd Kvenna-
listans hljóma áfram á þingi. Ég er stolt af því
að vera með í því að í fyrsta sinn á íslandi er til
þingflokkur þar sem jafnræði ríkir milli kynja,
það eru nfu konur og átta karlar sem tóku sæti
á þingi fyrir Samfylkinguna. Konur leiddu lista
Samfylkingarinnar í fjórum af átta kjördæm-
um.
Kristínu er ofarlega í huga að Kvennalistinn
fái ekki þann dóm sögunnar að þetta hefðu jú
allt verið kratar. I mfnum huga er það ofarlega
að konur njóti jafnréttis á við karla, að konur
séu virtar til jafns við karla og að konur fái völd
á við karla. Kvennalistinn er tæki sem notað
var á leiðinni. Hvernig dóm hann fær skiptir
mig minna máli heldur en það hvort raunveru-
legt jafnrétti næst.
©ullkistan
Sérverslun
með kvensilfur
Ftjóðum eldri munsturgerðir
Onnumst allar
viðgerðir, hreinsun
og gyllingar.
Allar upplýsingar
um hefð og gerðir
búninga eru
veittar á staðnum.
©ullkistati
Frakkastíg 10 - Sími: 551 3160
VER A •
29