Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 45
um og náðu ekki kjöri, svo og fjóra kosninga-
stjóra fyir borgar- og bæjarstjórnarkosningarn-
ar 1998. Nú hafa fyrstu niðurstöður úr viðtöl-
unum verið kynntar, þó lokaniðurstöðurnar
liggi ekki enn fyrir. Verkefnið var að mestu leyti
unnið sem eigindleg rannsókn, en hún felst í
því að tekin eru ítarleg viðtöl við viðmælendur
og unnið úr þeim eftir ákveðinni aðferð.
Ásdís G. Ragnarsdóttir verkefnisstjóri tók öll
viðtölin og segir hún að það að sami aðilinn
taki öll viðtölin tryggi ákveðna samfellu í verk-
efninu, þrátt fyrir að ekki hafi verið notaður
fastur spurningalisti. Ásdís leitaði hins vegar
eftir svörum við ákveðnum spurningum og
hefur m.a. notað textaforrit til þess að leita eft-
ir því hversu oft tiltekin viðhorf og orðasam-
bönd koma fram. Ásdís, sem hefur lesið mikið
um þetta efni og víða leitað fanga, segir ekki
vera til fordæmi að svona rannsókn. Þó að
áður hafi verið gerðar rannsóknir sem tengjast
þessu efni, þá viti hún ekki til þess að áður hafi
verið rætt við bæði karla og konur f rannsókn
sem þessarri.
Rannsóknin sjálf er eingöngu unnin á (s-
landi, en í samstarfi við aðila bæði í Færeyjum
og á fslandi. Þannig er dr. Gertrud Áström, sem
starfar við Stokkhólmsháskóla, einn matsaðila
og í verkefnisstjórn. Auk hennar eru þau
Auður Styrkársdóttir, Svanur Kristjánsson,
Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur-
borgar, Drífa Sigurðardóttir, stjórnmálafræð-
ingur, Brynhildur Sch. Thorsteinsson sálfræð-
ingur og Erna Arnardóttir félagsfræðingur í
verkefnisstjórn..
Mjúkir ungir menn og neikvæðir
hægri menn
„Það var mjög mikil gerjun í pólítíkinni þegar
ég var að taka þessi viðtöl í janúar núna í ár. Þá
stóðu einmitt yfir prófkjör fyrir alþingiskosn-
ingarnar og margir viðmælendanna tóku mik-
inn þátt í þeirri baráttu," segir Ásdís og heldur
áfram. „Allir viðmælendurnir tóku mér mjög
vel. Þau sem ég ræddi við voru bæði opinská
og heiðarleg og það var mjög gaman að ræða
við þetta fólk. Þar var enginn munur á þvl
hvort ég talaði við karla eða konur, þau tóku
mér bæði jafn vel. Karlarnir höfðu áhuga á
málinu, en það er ekki þar með sagt að þeir
væru tilbúnir að víkja úr sæti til þess að hleypa
konu að. Það sem kemur fram í þessum viðtöl-
um er spariandlitið. Fólk segir það sem því
finnst að eigi að segja. Það er bara mannlegt.
Fordómarnir koma frekar með, svona óvart. Ég
þarf því mikið að lesa á milli línanna."
Meðal þess sem Ásdís leitaðist eftir að fá
fram var skoðun viðmælendanna á þvl hvaða
eiginleika þeir karlar og þær konur sem ætla
sér að ná langt I stjórnmálum þurfi að hafa til
að bera. Meðal þess sem nefnt var I þvl sam-
bandi var sjálfstraust, sem ekki kemur á óvart,
en einnig visst kæruleysi. „Þú verður svolítið að
treysta á sjálfan þig," sagði einhver, annar við-
mælendanna sagði að konur væru mun sam-
viskusamari en karlar, sá þriðji sagði: „Konur
kunna ekki að yppta öxlum," og enn annar
bætti því við að konur gætu síður tekið því að
gera mistök. Þetta er meðal þess sem kemur
fram I bæklingi sem Skref fyrir skref hefur gef-
ið út um verkefnið. Það kemur kannski ekki á
óvart að konur séu samviskusamari en karlar
og spurning hvort það sé ekki kostur, en
kannski mætti eitthvað á milli vera, konurnar
vera kærulausari og karlarnir samviskusamari.
Ásdís segir að sér virðist ungu mennirnir oft
jafnvel meira á mjúku nótunum og vera meiri
feministar heldur en sumar kvennanna. „Það
er jafnvel meiri munur eftir kynslóðum, heldur
en á milli kynjanna," segir hún og bætir því við
að hún sé farin að kynnast fleiri og fleiri karl-
mönnum sem séu feministar.
En það var fleira athyglisvert sem kom fram
í viðtölunum. „Svo eru aðrir sem tala um að
völdin séu að færast frá pólítískt kjörnum full-
trúum. Ákvarðanirnar séu í raun teknar annars
staðar," segir Ásdís sem vill þó ekki draga úr
þeim áföngum sem náðst hafa og bendir á að
nú hafi íslenskar konur loks rofið glerþakið. Þar
á hún við að nú eru konur loksins orðnar yfir
30% þingmanna, en gjarnan er miðað við það
hlutfall þegar talað er um hversu margar kon-
ur þurfi að vera til þess að hafa raunveruleg
áhrif.
Þarf stjórnmálamaðurinn fyrirvinnu?
„I viðtölunum kom einnig fram sú skoðun að
stjórnmálastarf sé ekki vellaunað starf," segir
Ásdís. Þetta á kannski sérstaklega við sveitar-
stjórnarstörfin, en fyrir þau er greitt eins og
þau séu hlutastörf þó að í raun sé oft um fullt
starf og vel það að ræða. I þessu sambandi
bendir Ásdís á að fæstar þeirra kvenna sem
sitja ! borgarstjórn vinni annarsstaðar og bætir
því við að sumir viðmælenda hennar hafi talað
um að það þyrfti góða fyrirvinnu til þess að
geta tekið fullan þátt í sveitarstjórnarmálum.
Mikill munur sé þó á pólitíkinni í Reykjavlk ann-
ars vegar og á landsbyggðinni hins vegar. „Fyr-
ir norðan talaði fólk í öllum flokkum um að
erfitt væri að fá konur og þá sérstaklega ung-
ar konur á lista," segir hún.
Þetta þýðir þá væntanlega að ekki þyki
lengur boðlegt að bjóða fram lista þar
sem eru fáar eða engar ungar konur?
„Já," segir Ásdís „og kosningastjórarnir tala
svolítið um seljanlega lista. Þar skiptir til dæmis
ímynd fólks máli. Imynd og traust. Fólk þarf að
vera fremur hefðbundið (útliti og klæðaburði."
<&>
• •
OKU
$KOMNN
IMJODD
Þarabakka 3 109 Reykjavík.
Kennsla til allra ökuréttinda,
almennt ökupróf og bifhjólapróf.
Aukin ökuréttindi
á leigubíl - höpferðabíl - vörubíl,
og vörubíl með tengivagn.
Nýtt námskeiö hefst alla miðvikudaga
Góð kennsluaðstaða, frábærir kennarar.
Fagmennska í fyrirrúmi, leitið upplýsinga.
Sími 567-0300
4 5
V E R A •