Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 54

Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 54
Tónlistarhátíðir eru gamalt fyrirbæri og sum- ar hverjar fyrir löngu orðnar árlegur viðburð- ur víða um heim. Þekktustu rokkhátíðir í Evr- ópu eru líklega þær í Hróarskeldu og Glaston- burry sem eiga sér u.þ.b. 30 ára sögu við sífellt vaxandi vinsældir. Þessar hátíðir eru auðvitað á sama staðnum ár eftir ár, en til er annað form rokkhátíða, farandhátíðin. Þá er háttur sígaun- anna hafður á, sem sagt ferðast með allt draslið um héruð, búðum slegið niður hér og þar og haldin hátíð. Lilith Fair kallast sú rokkfarandhá- tíð sem vinsælust var í Bandaríkjunum í fyrra. Áður en Lilith varð til var Lollapaloosa hátíðin frægust. Það rokkferðalag var farið fjögur sumur, upp eftir að Lilith kom til sögunnar. síðast 1997, virðist sem sagt hafa gufað « Lilith Fair hátíðin er runnin undan rifjum kanadísku tónlistarkonunnar Söruh McLachlan, en ekki þótti þessi hugmynd hennar góð þegar hún nefndi við yfirmenn hjá plötufyrirtæki sínu að hana langaði að fara í tónlistarferðalag um Bandaríkin með hóp tónlistarkvenna - sem sagt farandhátíð með konum í tónlist. Þrátt fyrir úrtölur framkvæmdi Sarah þessa hugmynd sína og hratt henni af stað sumarið 1997, ekki með látum, en við sífellt meiri vin- sældir og þátttöku eftir því sem á leið, þannig að beint lá við að leggja aftur í'ann sumarið 1998. Þegar sú vertíð var gerð upp kom í Ijós að Lilith Fair hafði fengið besta aðsókn af slík- um stórviðburðum í Bandaríkjunum, nema hvað mig minnir að hinn gamalgróni rokkari Ozzie Osbourne hafi gert það næstum eins gott á sínu ferðalagi. Og auðvitað lagði Sarah McLachlan aftur af stað með kvennahersínguna spilandi í sumar. Þær gerðu víðreist um Bandaríkin og Kanada og til stóð að þær kæmu til Evrópu líka, en vegna skipulagsmála urðu þær að fresta því til næsta árs. Þar til að því kemur má kynna sér tónlistina sem fram hefur farið á vegum Lilith Fair með þvf að nálgast geisladiska sem gefnir hafa verið út í þrennu lagi. Fyrsta lagasafnið frá Lilith Fair kom út í fyrra, 25 lög á tveim diskum, í einu hulstri, með lögum frá sumrinu 1997. í júnf kom út annað og þriðja safnið, hvort tveggja með lögum hljóðrituðum á ferðalaginu 1998, en sem sagt hægt að kaupa annan diskinn í einu, sem hvor um sig inniheldur 14 lög. Sumar tónlistarkonurnar á Lilith Fair diskunum eru þekktar og rótgrónar sem tónlistarmenn, aðrar lítið sem ekki, en margar hafa orðið þekktari vegna þátttöku sinnar og á það nú einmitt við um forsprakkann, Söruh McLachlan. Af öðrum sem koma fram á þessum diskum má nefna Sinead O'Connor, Suzanne Vega, Emmylou Harris, Bonnie Raitt, Queen Latifah, Shawn Colvin, Natalie Merchant, lesbíska dúó- ið Indigo Girls, lesbíska kvennatríóið Lucious Jackson, kanadísku hljómsveitina Cowboy Junkies sem hvorki er lesbísk né kvennahljómsveit, því að sem betur fer eru Lilith Fair kon- ur víðsýnar og sveitir skipaðar báðum kynjum eru velkomnar á sviðið svo lengi sem ein kona með lykilhlutverk er innanborðs. Margot Timmins er sem sagt gjaldgeng á Lilith Fair með bræðrum sfnum og vini í Cow- 54 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.