Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 27
Hvað er það sem mótaði femínistann Helgu Thorberg?
„Kannski að móðir mín var einstæð móðir. En þegar Kvennaframboðið
kom og Vigdís þá einhvern veginn ... Þessar eldkláru konur sem suðu
saman þetta framboð og ég endaði með að slást (för með þeim. Þær
orðuðu þetta nákvæmlega eins og það sem ég hafði verið að hugsa. Þá
var þetta bara allt í einu komið, skipulega fram sett og þetta var ná-
kvæmlega það sem ég vildi sjá."
Þú áttir svo þátt í að taka á móti ýmsum afkvæmum
kvennaframboðanna eins og Hlaðvarpanum.
„Já, út úr þessari bylgju útunguðust ótrúlega margir góðir hlutir, m.a.
Stígamót, Kvennaathvarfið og svo Hlaðvarpinn, þó svo að hans tími sé
kannski ekki kominn ennþá, hann er of líbó. Hann er hugsaður sem fé-
lags- og menningarmiðstöð fyrir allar konur. En í dag eru (ungar) konur
að njóta afrakstursins af þessari vinnu sem þarna fór fram og allri þess-
ari hugsun sem þjóðin varð að fara í gegnum. Það sem mér fannst
merkilegast, og hefur fundist, er að þær konur sem eru tilbúnar til að
styðja aðrar konur, það eru þær konur sem sáttastar eru við sitt hlut-
skipti í dag, hvort sem þær eru heima, útivinnandi, í stjórnunnarstöðu
eða hvað sem er. Ef þær eru sáttar við hvar þær eru staddar í lífinu sem
.... þar er nektarbúlla sem hún vill loka.
konur, styðja þær kvennamál. Hinar sem að þurfa á viðurkenningu og
samþykki „karlanna" að halda, þær eru ekki alveg jafn tilbúnar til að
styðja konur og kvennamál. Það sýnir þá kannski helst hvað þetta er
ennþá erfitt, þrátt fyrir allan þennan tíma. Þú þarft að hafa hugrekki til
að þora að standa með sjálfri þér sem konu!"
Já, og hinar segja: nei, ég hef aldrei tekið eftir því
að það sé erfitt að vera kona! Ha ha ha ...
Hvernig væri hin femíníska útópía í heimi Helgu Thorberg?
„Sko, ég held að ef ég ætti að hugsa um hvað væri best fyrir alla, hvað
væri heiminum best, myndi ég gefa körlunum frí og setja konurnar (
djobbið að koma þessum heimi í lag. En það væri leiðin að útópíunni
fyrir konur af því að lífið er svo stórkostlegt og yndislegt. En heimurinn
þjáist svolítið og þegar það er þjáning í heiminum þá er það bara þann-
ig að konur og börn þjást meira og mikil fátækt þýðir að konur eru enn
fátækastar í heiminum. Þetta er að verða einn táradalur ef ég held svona
áfram, en leiðin að útópíunni væri að gefa körlunum frí délítið lengi. Það
væri fljótlegasta aðferðin. En seinvirka aðferðin er sú að dropinn holar
steininn.
Stundum finnst okkur við hafa farið aftur á bak. Það sem mér finnst
erfiðast í dag, og það sem við þurfum að fara að gera eithvað ( og þá
ungu konurnar, er klámið (hryllir sig). Mér finnst klámið eitt það versta í
okkar samfélagi. Bara að þetta skuli vera á blaðsfðum DV, þessar „eró-
tísku" klámauglýsingar. Maður er að horfa á sjónvarpið á „kristilegum"
tíma og þá detta inn þessar auglýsingar. Veistu, að ég er gjörsamlega að
verða galin. Ég mun grípa til róttækra aðgerða, fara upp á kassann og
predika fyrir utan þessa staði. Ég er á leiðinni að gera það...."
Já, það verða örugglega margar sem styðja þig!
... loka þessum pútnahúsum. Mér finnst það áhyggjuefni að ég hef
heyrt ungar konur segja: „Mér finnst klám bara allt í lagi." Maður bara
... (hryllir sig) nei, nei! Hvað ertu að segja, elskan mln? Mér finnst það
að ungar konur, þessar íslensku, fallegu, stórkostlegu, dásamlegu stúlk-
ur. Að sjá þær taka þátt í þessu, ég græt, ég græt."
Segjum sem svo að þú værir tvítug. Hvert værir þú
að stefna í heiminum eins og hann er í dag?
„Ég held ég myndi ekki vilja vera tvítug í dag. Ungar stúlkur eiga rosa-
lega marga möguleika en samt þurfa þær að glíma við mjög margt það
sama og við höfum þurft að glíma við, kynslóðin á undan. Þær njóta af-
raksturs af mörgu en svo er það spurning um að nýta sér stöðuna og af-
raksturinn. Þetta er á margan hátt flóknari heimur, færari á margan
máta en flóknari, og eins og ég segi: Mér finnst ungar konur ekki eins
kvenréttindalega sinnaðar og þær þyrftu að vera af því þær munu þurfa
á þv! að halda."
ÍSLENSKT JA TAKK
Taktu vel á móti vetrinum
í stretsbuxum frá Jenný
Stœrðir 38 - 50
OPIÐ
mánud. tilföstud. 12-18.30
lctugardaga 12-16
Verslunarmiðstöðinni Eiðistorgi, II hæð, á torginu Seltjarnarnesi. Sími 552 3970
HITAVEITA
SUÐURNESJA
BREKKUSTÍG 36
PÓSTHÓLF 225
260 NJARÐVlK
SÍMI 421 5200
ti-únlnilifrtíB-
VER A •
27