Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 56

Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 56
F E M I N I S T I F E R B I O V Anna Ólafsdóttir Björnsson • • Oðruvísi mæðrahyggja? Móðurhlutverkiö er óneitanlega í brennidepli í kvikmyndinni Allt um móður mína, nýjustu kvikmynd Spánverjans Pedro Almodovar. Umgerð myndarinnar er að hætti Almodovars og þar af leiðandi eru persónurnar og atburðarásin æði litskrúðug. Rauði þráðurinn í gegnum myndina er þó hin alltumvefjandi móðurhvöt sumra kvennanna í myndinni sem er sett í mjög ýktan búning. Hin fórnfúsa Manuela, aðalsöguhetjan, er hreinlega að springa úr móðurást, fyrst í garð sonar síns og síðar nánast allra i umhverfinu, svo það hálfa væri nóg. í öllum þeim fáránleik sem þessi „hvöt" brýst fram er hér þó á ferð gamalkunn klisja um móðurina sem fleygir öllu öðru frá sér ef hún þarf að vernda líf og annast. Klisja um fórnfýsina og klisjan um að eiginlega sé svona kona sú eina góða, sanna og rétta og allar hinar vondar og ómögulegar. Ég er viss um að það er fullt af karlmönnum - og eflaust líka konum - sem upplifa myndina sem óð leikstjórans til móðurinnar upphöfnu. Og kannski hafa þau rétt fyrir sér og ég rangt. Mér finnst nefnilega að málið sé ekki alveg svona einfalt. Með móðurástina að vopni reddast alltaf allt - eða hvað? Ýkt og fáránleg frásögn leikur hér lykilhlutverk. Þegar dregin er upp nógu öfgakennd mynd af einhverju get- ur hún snúist í andhverfu sína ef grannt er skoðað. i þessu tilviki sjáum við fyrst og síðast skefjalausa aðdá- un á móðurímyndinni. Vissulega birtist móðurástin eins og það fegursta sem hægt er að hugsa sér. Fórn- ir (sumra) kvennanna eru hafnar í hæstu hæðir. En ef maður bregður sér af rósrauða skýinu sem myndin svíf- ur á og spyr sjálfa sig: Hvað hefði ég nú ráðlagt dóttur minni eða vinkonu að gera í hennar sporum? Ég get auðvitað aðeins svarað fyrir sjálfa mig, nei, auðvitað ekki! En í myndinniæða þær áfram hetjurnar út í hver- ja geggjunina á fætur annarri, trúar hlutverki slnu og allt „reddast" þótt það reddist ekki, rétt eins og líf ein- stæðra, íslenskra mæðra. I fótspor þessara dýrlinga móðurhvatarinnar fylgja konur og karlar, sem virðast fátt eitt vilja frekar en að líkjast þeim, með misgóðum árangri að vísu. Verðlaunamynd í Cannes Þessi kvikmynd Almodovar hlaut leikstjóraverðlaunin í Cannes á síðustu kvikmyndahátíð og var almennt spáð enn fleiri verðlaunum. Hún fékk hins vegar blendnar móttökur í heimalandinu áður en hún komst til Cann- es, og ættu Spánverjar þó að vera farnir að venjast ólátabelgnum honum Almodovar. Ég heyrði ennfrem- ur ( útvarpi nýverið að myndin hefði hlotið einhver verðlaun frá kirkjunnar mönnum fyrir þá mannúð sem í henni felst. Ég er sammála þessu með mannúðina. Um þessi verðlaun hef ég að vísu ekkert fundið frekar en véfengi ekki. Þeim (karlmanni) sem frá þessu sagði fannst þessi staðreynd merkileg í Ijósi þess að myndin væri nánast klámfengin! Því er ég ósammála og kannksi hefur mér bara misheyrst. Litskrúðug leikaraflóra Almodovar fjallar í þessari kvikmynd um jaðarhópa jafnt sem „venjulegt" fólk og gerir það að vanda með ósvikinni væntumþykju, indælli almodóvarískri væmni og húmor. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvenhlutverk- in ( myndum hans eru bitastæð og skemmtileg og flest hlutverkin eru raunar kvenhlutverk. Leikaraflóran í myndinni er skemmtilega samansett að vanda. Almodovar hefur komið fleiri en einum spönskumæl- andi leikara á blað hjá hinum enskuskotna heimi kvik- myndaiðnaðarins og er þá skemmst að minnast Antonio Banderas sem hefur ekki verið jafn skemmti- legur síðan hann lék í Konum á barmi taugaáfalls. Að þessu sinni kemur hann á framfæri á eftirminnileg- an hátt fleiri en einum stórleikara frá Argentínu. Aðal- hlutverkið er í höndum Ceciliu Roth sem er argentínsk leikkona. Skemmst er frá því að segja að hún fer geysi- lega vel með hlutverk sitt sem er hófstilltara á yfirborð- inu en önnur hlutverk í myndinni en þó ótrúlega ýkt ef grannt er skoðað. Að öðrum ólöstuðum er Marisa Paredes í hlutverki Humu Roja einna eftirminnilegust. Hún fór með lltið hlutverk móður Dóru í kvikmyndinni Lífið er dásamlegt en hér er hún í mun bitastæðara hlutverki. Enn hef ég hvergi séð feminíska umfjöllun um þessa nýjustu kvikmynd spánska snillingsins, en mér þætti ekki ólfklegt að karpað verði um afstöðu höfund- ar til kvenna og þá einkum til móðurhlutverksins og birtingarmynd þeírrar afstöðu. Lftil ábending: Það gæti verið athyglisvert að búa sér til lista yfir helstu persón- ur myndarinnar þegar heim er komið. Það fannst mér að minnsta kosti. 56 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.