Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 43
D A G B O K
N
eftir ÚI f h i I d i Dagsdóttur
leikur í bleiku
Milli þess sem ég kaupi mér bleik föt hér í hirmi bleiku tískuborg London, les ég afskaplega áhuga-
verða bók um mikilvægi klæðnaðar í kvikmyndum. Þar er fjallað um hvernig kvikmyndin notar sér
klæðaburð til þess að skapa persónunni stöðu og hlutverk og í raun persónuleik. Persónur í bíó-
myndum eru stöðugt að klæða sig uppá, klæða sig í annarra föt og dulbúast. Þessir fataleikir hafa
ekki þótt ýkja merkilegir, en þó hefur umræðan um umbúnað kvikmynda aukist, jafnframt þvf sem
áherslan í kvikmyndalestri færist frá hinu talaða orði til myndmálsins. En þessi bók helgar sig
sérstaklega konum í kvikmyndum og því virðist sem enn sé áherslan sú að föt og tíska tilheyri
kvennahelmingi samfélagsins (hver sá sem hann er) eða að föt séu sérkvenlegt málefni.
Þessi áhersla á kvenleika klæðnaðar kemur
fram í fyrirsögn á grein um búningamynda-
þætti sem sýndir eru á BBC sumarið 1999.
„Ertu með tíðaverki?" er spurt í Time Out
16.-23. júní 1999. „Af hverju ekki að prófa
dágóðan skammt af raunverulegu drama?"
Greinarhöfundur heldur áfram að tala um
hvað allir séu orðnir þreyttir á þessum búninga
og korseletta myndum sem hafa verið að
drekkja sjónvarpinu síðan Pride and Predju-
dice þættirnir slógu ( gegn. í staðinn fyrir alla
þessa fyrirtíðaspennu mynda sem byggðar eru
á skáldsögum býður Time Out lesendum að
leggja augun við tíða-staðreyndir I þættinum
Aristokratar, þyggðum á raunverulegum
systrum frá átjándu öld.
^essi furðulega jafna virðist gera ráð
fyrir því að þar sem hin opinbera
saga hefur útilokað konur þá hljóti
a'lt kvenlegt að vera söguleg truflun,
jafnvel einskonar blóðsúthelling á
mannkynssögunni.
Þarna er tveimur tegundum af fordómum
skellt í eina sæng, enda eru þeir par; en það
eru fordómar gagnvart þeim kvenlega anda
sem löngum hefur þótt svlfa yfir vötnum tfðar-
andamynda og gagnvart því vandamáli
nefndra mynda að vera ekki nógu raunveru-
( legar eða sögulega réttar eða eitthvað. Slíkur
sögulegur réttur er náttúrulega réttur hinnar
karllegu söguskoðunar (hver svo sem hún er)
og því eru það augljóslega allar þessar rugl-
•ngslegu konur sem skemma fyrir. Þessi furðu-
iega jafna virðist gera ráð fyrir því að þar sem
hin opinbera saga hefur útilokað konur þá
hljóti allt kvenlegt að vera söguleg truflun,
jafnvel einskonar blóðsúthelling á mannkyns-
sögunni. Þess vegna var það sérlega sætt að
sjá hinn þreytta gagnrýnanda Time Out bjóða
upp á kvennaþátt sem sögulega réttan, enda á
hann dálítið erfitt með að sortéra út hvað eru
„réttar", systur og hversvegna. Helsti munur-
inn á systrunum í sögu Jane Austen og -
systrunum í Aristokrötum skildist mér vera sá
að meðan Austen konurnar urðu að fylgja
reglum samfélagsins sem skáldsagnapersónur
þá máttu aristokratasysturnar brjóta þær því
þær voru mannkynssögupersónur. Skrýtið, ég
hafði alltaf séð þetta fyrir mér þveröfugt.
Bretar hafa kannski meiri rétt en aðrir til að
vera þreyttir á tíðarandamyndum, því þeir gera
þær svo vel og svo mikið af þeim að fyrir
marga er England land tíðarandans, rómantísk
og krónísk fyrirtíðaspenna, þar sem teboð, stíf-
ir kragar og korselett eru daglegt brauð. En
það afsakar ekki þá vinsælu stefnu að for-
dæma búningamyndir með því að tengja þær
sérstaklega konum og kvenleika og kvenlík-
ama. Sú tenging virðist vera rökrétt framhald
af áherslunni á búninga í búningamyndum,
þar sem búningarnir eru táknbærir sem slíkir
og bera uppi sjálft tímabilið eða tíðarandann.
Föt og tíska eru kvenleg málefni, eins og áður
er sagt.
En hvað þýðir þetta svo alltsaman fyrir kon-
urnar, hvaða stöðu hefur konan í og gagnvart
þessum myndum?
Það að tíðamynd-
irnar eru oft að
leggja áherslu á
kvennasögu er (
sjálfu sér ánægju-
legt, og því má heldur ekki gleyma að þessar
myndir hafa gefið fjölmörgun leikkonum tæki-
færi til að marka sér spor í kvikmyndasögunni.
Einnig má segja að á margan hátt beri þessar
myndir með sér ákveðna vakningu á eða end-
urkomu hefðbundins „kvenleika" en sú vakn-
ing endurspeglast um þessar mundir nokkuð
skærlega ( þeirri bleiklituðu tískubylgju sem nú
flæðir yfir tlmarit og torg. „Kvenlegir" litir og
„kvenleg" form, háir hælar og yfir og allt um
kring eru blúndur og blóm. Kvenleiki af þessu
tagi hefur ekki alltaf verið vinsæll meðal
femínista og því hlýtur þetta að vekja upp
ákveðnar spurningar um stöðu konunnar í dag
svo og stöðu femínismans. Er aftur verið að
fanga konur i föt sem hefta þær og hamla
þeim í daglegu lífi og starfi og skipa þeim nið-
ur á eldhúsbekki? Ég held einhvern veginn
ekki. Það sem þessi tlska býður uppá er i raun
auknir möguleikar konunnar til að leika sér
með og leika þennan kvenleika, alveg eins og
konurnar í fyrirtíðamyndunum eru að leika sér
í kvenlegum búningum og hlutverkum fyrri
alda. Þessi ýkti kvenleikur, sem óhjákvæmilega
fylgir bleika litnum (og blúndunum), gerir ein-
mitt að undirstrika hvernig kvenleikinn er alltaf
leikur, grímuleikur eða búningaball. Hinn æðis-
gengni barbíbleiki litur vekur fremur hlátur en
alvöru og þannig er kvenleikinn óþægilega
sýnilegur, en ekki þessi fínlegi hversdagsleiki
sem hann á að vera. Um leið og kvenleikinn er
dressaður upp ( bleikt
verður hann að ein-
hverju öðru, einhverju
sem Barbí hefði aldrei
getað dottið í hug.
VERA • 43