Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 52
HVERT
ER
KVENNABARÁTTAN
AÐ FARA?
KVE N N AKI RKJAN
BÝÐUR TIL
OPINNAR UMRÆÐU
29. september 1974 gerðist sá merki
atburður í íslandssögunni að fyrsta
konan, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
var vígð til prests. Síðan eru liðin 25 ár
og vill Kvennakirkjan minnast þess
með því að bjóða til umræðu
og samveru í Hlaðvarpanum,
miðvikudaginn 29.sept. kl. 17 til 22.
Málshefjendur líta um öxl og fram á
við hvað varðar stöðu kvenna,
tónlist verður sveipað um umræðurnar,
snæddur verður bragðgóður
kvöldverður á vægu verði og á eftir
verða myndaðir umræðuhópar sem
geta haldið áfram að hittast
eins lengi og þá lystir.
Kristín Ástgeirsdóttir lítur yfir
sviðið í kvennabaráttunni
hér heima og erlendis.
Séra Yrsa Þórðardóttir
talar um réttlæti og mannréttindi.
Vilborg Harðardóttir, ein af
stofnendum Rauðsokkahreyfingar-
innar, rifjar upp liðna daga.
Ninna Sif Svavarsdóttir,
guðfræðinemi, horfir til framtíðar.
Brynhildur H. Ómarsdóttir,
frá Bríeti, félagi ungra feminista,
hvetur konur til dáða.
Tónlistarkonur kvöldsins verða
Aðalheiður Þorsteinsdóttir
og Anna Sigríður Helgadóttir.
Hvar er kvennahreyfingin?
Hvert skyldi hún vera að fara?
Viltu fylgja henni, eða vera með
í að marka stefnuna?
Sköpum umræðu sem velt gæti
við steinum og ýtt af stað þeim
krafti sem í konum býr.
Gamlar og ungar áhugakonur um
kvennabaráttu eru hvattar til að
fjölmenna í Hlaðvarpann,
hlusta, tala, borða og gleðjast.
MÁLFAR SKIPTIR
SK.ÖPUM FYRIR
JAFNRÉTTI K.VENNÁ
oq K.AR.LX
vmvéoNUK.
t )
VA-LDIF-
textxf-
N MXU
BtCC)X
KYN)X
ýlega kom út á vegum
Kvennakirkjunnar bókin Vin-
konur og vinir Jesú, valdir
biblíutextar á máli beggja kynja. í bók-
inni hafa Kvennakirkjukonur umritað
textann þannig að karlkynsmynd
hans víkur fyrir málfari um bæði
kynin. Sem dæmi má taka texta úr
- — f\~ 1 / Fjallræðunni: „Sælir eru hjartahrein-
11 j I: ir því þeir munu Guð sjá," á máli
' beggja kynja er sagt: „Sæl eru
hjartahrein því þau munu sjá Guð."
I formála bókarinnar er hugtak-
ið mál beggja kynja útskýrt en það
er þekkt í kvennafræðum og nefn-
ist á ensku „inclusive language".
Bein þýðing gæti verið samein-
andi orðalag en mótsetningin er
„exclusive language" eða útilokandi
orðalag. Orðalagið í textum Biblíunnar er útilokandi orðalag
því það útilokar konur úr textunum. Það er hins vegar orðið svo rótgróið í
kirkjunni og menningunni að margt fólk tekur ekki lengur eftir því. Kvenna-
kirkjukonur hafa verið spurðar hvort þær skilji ekki að karlkynsmyndin eigi
líka við konur en þær benda á að þótt ætlast sé til að konur sætti sig við að
vera kallaðar bræður þá finnist körlum það móðgun ef þeir eru ávarpaðir
systur. Þær styðja því baráttu kvenna víða um heim sem vilja að málfar
beggja kynja sé tekið upp í kirkjunni, í biblíuþýðingum, prédikunum, sálm-
um, bænum, fundahaldi og öðru starfi og segja að það muni skipta sköpum
fyrir jafhrétti karla og kvenna.
I bókinni er Markúsarguðspjall, Fjallræðan og nokkrir kaflar úr Lúkasar-
og Jóhannesarguðspjalli á máli beggja kynja, einnig nokkrir ritningartextar
úr guðþjónustum Kvennakirkjunnar þar sem talað er til kvenna og Guð er í
kvenkyni.
Kvennakirkjan er sjálfstæður hópur
innan íslensku þjóðkirkjunnar
og byggir starf sitt á kvennaguðfræði.
52 • VERA