Vera - 01.08.1999, Blaðsíða 34
Eftir doktorsvörnina. Auður og Drude Dahlerup prófessor i stjórnmálafræði
við Stokkhólmsháskóla sem var i dómnefndinni.
En eru þetta ekki andstæðar
hugmyndir?
„Við fyrstu sýn virðast þessi sjónar-
horn stangast á en við erum fyrst
og fremst manneskjur í samfélagi
þar sem hið karllæga er ráðandi.
Það sló mig t.d. mikið þegar dóttir
mín byrjaði í leikskóla og fór allt í
einu að tala um „allir" þegar hún
var jafnvel að tala um sjálfa sig,"
segir Auður. „Þarna var henni
kennt nýtt tungutak, hið karllæga,
þar sem „allir" er notað sem sam-
heiti yfir stráka og stelpur, en fram
að því hafði hún vanist því að not-
að orðið „öll" sem samheiti. Þetta
hefur gengið svona sfðan alla
hennar skólagöngu og er aðeins lítið dæmi um
það hvernig umhverfið virðist leitast við að
nánast þurrka út tilveru telpna ef drengir eru
með í hópnum." Auður bendir hins vegar á að
kvennabaráttan geti alveg stuðst við þessi
sjónarhorn sem „taktík". „Stundum er betra
að undirstrika það sem er líkt með kynjunum
því þau eiga auðvitað heilmargt sameiginlegt
en við eigum bara að viðurkenna hvort tvegg-
ja, að við séum bæði lík og ólík."
Ef nota ætti fáar setningar, hvaða augum
lítur þú stöðu kvenna á íslandi?
„Henni þarf í sem stystu máli að breyta. Þótt
konum hafi fjölgað í ráðherrastólum má ekki
gleyma að það hefur verið stanslaus þrýstingur
síðan um 1970 meðal kvenna, og þess vegna
síðan árið 1908, um breytingar og því löngu
kominn tími til að sjá þetta gerast. En ég bind
satt að segja miklar vonir við Evrópusamband-
ið í þessum efnum, því það verða líklega ekki
miklar breytingar nema með utanaðkomandi
þrýstingi," segir Auður um stöðu mála og að
íslendingar muni þurfa að leggja miklu meira á
sig á næstunni til þess að bæta úr launamis-
rétti, sem er meira en gerist annars staðar enda
kveði nýtt frumvarp að jafnréttislögum á um
slíkt í anda EES samningsins. „Þetta er ekkert
falið í einhverjum sporslum sem fara grunsam-
lega mikið til karla, heldur er þetta einfaldlega
svona í bókhaldi opinberra fyrirtækja og það er
skortur á pólitískum vilja að breyta þessu,"
segir hún og minnir á að opinbert launakerfi
undir stjórn stjórnmálamanna- og kvenna
standi sig ver en frjálsi markaðurinn, eins og
kom fram í könnun á launamun kynjanna sem
Skrifstofa jafnréttismála lét gera.
Sýnist þér að konur séu að öðlast
aukin völd í íslensku samfélagi og
ertu bjartsýn á framtíðina?
„Já, ég sé mikla ástæðu til bjartsýni. Það sem
hefur setið eftir í íslenskum stjórnmálum er að
afar stór þingflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn,
fjölgaði konum úr fjórum í átta og flokkarnir á
vinstri væng, sem hafa haft hlutfallslega fleiri
konur á þingi, hafa Kvennalistakonur innan-
borðs. Barátta Kvennalistans skilaði sér að lok-
um, en auðvitað hefði þetta átt að vera eins og
á hinum Norðurlöndunum að konum væru
boðin sæti á framboðslistum hefðbundnu
stjórnmálaflokkanna." Skýringarnar á sérstöðu
Islands meðal Norðurlanda má finna að sögn
Auðar að hluta til í mismunandi flokkakerfi
landanna en þó mest hjá stjórnmálaleiðtogum.
Sósíaldemókratar í Skandinavíu séu mjög
framarlega að þessu leyti en hægri flokkarnir
líkari okkar flokkum.
„Flokkakerfið útskýrir
ekki af hverju svo
fáar konur sátu á
þingi fyrir A-flokkana
á íslandi og Jóhanna
Sigurðardóttir fyrsta
konan kosin í þing-
flokk Alþýðuflokksins
árið 1978. Feðraveld-
ið hér á landi er ein-
faldlega sterkara og ísland
er meira „karlmiðað" þjóðfélag, vill Auður
meina. En menningarlegar útskýringar eiga sér
hagsmunarætur: „( kringum 1970 kom upp
sterk krafa um fjölgun kvenna f stjórnmálum
og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum
brugðust jákvætt við. Foringjarnir Olof Palme
og Einar Gerhardsen, og nú er ég aftur komin
að persónulegum skýringum , tóku þá ákvörð-
un að þetta bæri þeim að gera. Aðrir flokkar
fylgdu svo á eftir, enda í samkeppni um at-
kvæði. Ef foringjarnir hefðu vísað málinu frá
sér væri staðan allt önnur í dag í Svíþjóð og
Noregi. Á sama tíma er þessu kerfi hins vegar
lokað hér á landi með prófkjörum. Flokkarnir
hættu mikið til að vera stofnanir sem ákveða
hverjir eru í framboði og láta þetta vald í hend-
urnar á óskilgreindum fjölda af fólki og enginn
stjórnar hvað út úr því kemur. Stjórnmálafor-
ingjar geta þó gefið merki um hvað beri að
gera, líkt og sjá má þegar Bríet Bjarnhéðins-
dóttir sneri baki við kvennalistunum. Það var
teikn til annarra kvenna um að gera hið
sama."
Hvaða áhrif heldur þú að það
muni hafa á íslensk stjórnmál
að sérstakur Kvennalisti er
ekki lengur í framboði til sveit-
arstjórna og Alþingis?
„Ég veit ekki hvort það hefur
nokkur áhrif þegar til lengri tíma er
litið og tel satt að segja tilgangs-
laust að spá í það. Kvennalistinn er
horfinn og verður ekki meir á þess-
ari öld að minnsta kosti. Mér finnst
skemmtilegra að horfa fram á við
en að tala um hluti í þáskildagatíð,
þ.e.a.s. fullyrða ef þetta, þá ... Svo
megum við ekki gleyma því að
kvennaframboðunum var ætlað
ákveðið tímabundið hlutverk. Þau
áttu að fjölga konum I sveitarstjórnum og á
þingi og koma sjónarmiðum feminismans á
framfæri og að mörgu leyti hafa kvennafram-
boðin lukkast ákaflega vel. Konum hefur t.d.
fjölgað í sveitarstjórnum frá 1982 úr 6% í 28%
og á Alþingi frá 1983 úr 5% í 35% og kona er
borgarstjóri Reykjavíkur. Sem stjórnmálafræð-
ingur vil ég þó fullyrða að framgangur kvenna
í stjórnmálum á íslandi hefði verið miklu hæg-
ari án kvennaframboða og Kvennalistans,"
segir Auður en telur ennfremur að Kvennalist-
inn hafi gert rétt í því að
taka þátt í Samfylk-
ingunni. Kvennalist-
inn hafi aðeins feng-
ið tæplega 5% í
kosningunum 1995
og skoðanakannanir
veturinn 1998-1999
ekki bent til þess að
hann myndi ná sér á
strik í kosningunum
1999, nema síður væri.
Það var Ijóst að þetta var deyjandi afl og út frá
þeirri forsendu einni var rétt að taka þátt í
Samfylkingunni.
En talandi um framtíð kvenna í stjórn-
málum, hvert er og verður mikilvægasta
innlegg kvennalistakvenna innan Sam-
fylkingarinnar að þínu mati?
„Til að byrja með þá fannst mér, og finnst enn-
þá, mjög mikilvægt að þær stjórnmálakonur
sem hlutu sitt pólitíska uppeldi innan Kvenna-
listans kæmust áfram á vettvangi stjórnmála,
bæði sjálfra sín vegna, feminismans vegna og
íslenskra stjórnmála sem veitir satt að segja
ekki af endurnýjun og nýjum hugmyndum.
Þessi reynsla og þekking mátti ekki tapast.
Tíminn verður hins vegar að leiða í Ijós hversu
vel umræddum konum tekst að samþætta
feminískar skoðanir inn í íslensk stjórnmál.
Þetta veltur auðvitað á einstaklingunum fyrst
og síðast, eins og flest í pólitík," segir Auður
að lokum um framtíðarhorfur kvenna I stjórn-
málum.
Flokkakerfið útskýrir ekki af
hverju svo fáar konur sátu á þingi
fyrir A-flokkana á íslandi og Jóhanna
Sigurðardóttir fyrsta konan kosin
í þingflokk Alþýðuflokksins árið 1978.
Feðraveldið hér á landi er einfald-
lega sterkara og ísland er meira
„karlmiðað" þjóðfélag...
34 • VERA