Vera - 01.04.2004, Qupperneq 6

Vera - 01.04.2004, Qupperneq 6
/ SKYNDIMYND Mynd: Sigfús Már Pétursson Dóra Kíkóti » Konur knýja á, í leikhúsinu sem og annars stað- ar. Kannski er það tímanna tákn að í uppfærslu Borgarleikhússins á Don Kíkóta skuli kona fara með aðalhlutverkið. Fréttir berast af því utan úr heimi að það færist í aukana að konur fari með stór karlhlutverk. „Leikbókmenntirnar bjóða upp á mun bitastæðari hlutverk fyrir karlmenn og nú erum við konur farnar að segja: Hei, ég vil fá bitastætt hlutverk. Ég er orðin leið á að leika persónu sem er dregin mjög óskýrum dráttum og fellur inn í hina stöðluðu kvení- mynd," segir Halldóra Geirharðsdóttir sem fer með hlutverk Don Kíkóta og er nú að undirbúa sig undir frumsýninguna 13. maí. 'i' skiptir kyn ekki máli. „Ég gæti eins verið þessi hugsjónamanneskja og upplifi reyndar leiki bernskunnar þar sem ég gat lifað mig inn í það að grípa til sverðs og sigra andstæðing- ana. Ég var það sem kallað er stráka- stelpa og lék mér í stríðsleikjum þar sem allt var ævintýri." Finnst þér Don Kíkóti eiga Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Halldóra lifir sig inn í karlhlutverk. Hún og Ólafía Hrönn Jónsdóttir voru óborganlegar í vinunum Berki og Smára sem þær sýndu víða sem grín- atriði. Sú reynsla hjálpaði Halldóru reyndar að fikra sig inn í hugarheim Kíkóta. „Ég byrjaði á að nota Smára en á æfingatímanum getur verið gott að búa sér til ramma, eins konar björgunarhring, sem maður kastar síðan. Smári er smámæltur en Kíkóti er það ekki lengur. Hann er að taka á sig mynd en einmitt núna, þegar tíu dagar eru í frumsýningu, er ég á þessu erfiða tímabili þar sem ég sé ekki alveg til lands og sköpunin er að taka á sig mynd." Reyndar segist hún ekkert hugsa um það að Kíkóti sé karlmaður. Hann er bara hugsjónamanneskja og þar Kíkóti samsvörun í nútímanum? „Já, ég get nefnt hugsjónamenn eins og Ástþór Magnússon, Helga Hóseasson og Kára Stefánsson. Þeir gefast aldrei upp og berjast með rétt- lætiskenndina að vopni, á hverju sem dynur. Þegar draumurinn var tekinn af Don Kíkóta þá dó hann. Af hverju má fólk ekki lifa fyrir draum sinn þó öðrum finnist hann vera blekking? Ef Don Kíkóti væri uppi í dag myndi hann drífa sig til írak og reyna að stöðva stríðið og hann hefði það sem markmið að skjóta Bush og jafna um Blair. Hann myndi líklega líka drífa sig í nauðgunarbúðirnar og reyna að frelsa konurnar sem þar þjást." Þessi persóna er svolítið ólík annarri sem þú hefur skapað nýlega - henni Jóhönnu Edwald þjónustufull- trúa í Islandsbanka! „Já, þetta er draumur hvers leik- ara, að fá að skapa nýja og nýja per- sónu og „falla ekki ofan í skúffurnar". Hlutverk Don Kíkóta er stærsta hlut- verk sem ég hef fengið að glíma við og ég er mjög þakklát Borgarleikhús- inu fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Ég veit að sú hugmynd hefur komið þar upp áður að láta konu glíma við stórt karlhlutverk en núna kom að því. Ég vona að ég eigi ekki eftir að valda áhorfendum vonbrigðum. Það verður svakalega spennandi að sjá hvað gerist á lokasprettinum," segir Halldóra og ekki er að efa að henni á eftir að takast að skapa nýjan og einstakan persónuleika, nú eins og svo oft áður. 6/2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.