Vera - 01.04.2004, Qupperneq 8

Vera - 01.04.2004, Qupperneq 8
» I Málmsuðukeppni íslands er keppt í ýmsum greinum málmsuðu og á mótinu sl. haust vann ung kona, Berglind Fróða- dóttir, íslandsmeistaratitilinn íTIG-suðu. En hvað er TIG- suða og hvernig stendur á því að Berglind er svona klár í henni? Við heimsóttum hana í framleiðsludeildina hjá Marel þar sem hún er fyrirliði eða flokksstjóri yfir einum hópnum og er reyndar eina konan í allri framleiðslu- deildinni en þar vinna um 100 manns. Berglind er 24 ára og lýkur brátt námi í véltæknifræði frá Tækniháskólanum en hún hefur verið á samningi hjá Marel síðan í maí 2000. „Ég á bara eft- ir lokaritgerðina og dríf vonandi í því fljótlega að klára hana. Minn hópur vinnur við að setja saman alls kyns færibönd, flæðilínur og flokkara og er ryðfrí TIG-suða notuð til að sjóða hlutina saman. Ég hef því öðlast tals- verða færni í henni og fannst sjálfsagt að taka þátt í íslandsmótinu en ég var eina konan sem það gerði," segir Berglind enda orðin vön því að vinna með karlmönnum. Hún var bara 16 ára þegar hún hóf störf í Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi en þar vann pabbi hennar. „Mamma vann í fiski svo mér þótti vænlegra að feta í fótspor pabba," segir hún en Berglind við flæðilínu sem hennar flokkur setur saman. pabbi hennar vinnur líka í Marel en er í öðrum hópi. Karlarnir tíu sem Berg- lind stjórnar gætu reyndar margir verið feður hennar en þeir eru aug- Ijóslega hrifnir af henni sem verk- stjóra og vinnufélaga og stoltir af frammistöðu hennar á íslandsmót- inu. „Hún er líka algjör snillingur með slípirokkinn," segir einn þeirra og dá- ist að því hvað hún getur staðið lengi og slípað málmhlutina því rokkurinn er talsvert þungur. Berglind gerir ekki mikið úr því, er bara hógværðin upp- máluð en í hennar verkahring er að útbýta verkefnum og sjá til þess að allt sé rétt gert þegar samstæðurnar eru settar saman eftir kúnstarinnar reglum en þar getur hver millimetri skipt máli og milljónir í húfi. X 8 / 2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.