Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 13

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 13
KYNIN ERU ÓLÍK, ÞAÐ VERÐUR AÐ VIÐURKENNAST, EN KARLAR STYRKJA KONUR OG KONUR STYRKJA KARLA. ÞESS VEGNA ER SVO MIKILVÆGT AÐ VIRKJA KONUR OG FJARLÆGJA ÞÁ ÞRÖSKULDA SEM KONUR AUGLJÓSLEGA BÚA VIÐ eigin hagsmunir, því margir eiga kærustur og konur og sumir eiga dætur eins og ég. Ég held líka að mörgum körlum svíði óréttlætið í samfélaginu. Vonandi eru þessi viðhorf að breytast en svo sjáum við líka unga kynslóð á þingi, t.d. í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur sama viðhorf og kynslóðin á undan í jafnrétt- ismálum, þannig að þetta er líka spurning um hvers konar hugmyndafræðilegt bakland fólk hefur. Þessi umræða snýst einnig um hvaða skilaboð við viljum senda ungu fólki. Ef öflug- ur aðili á þingi, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, getur ekki einu sinni sent þau skilaboð út í samfélagið að kaup á konum séu röng og ólögleg þá er ekki furðulegt að eitthvað sé að annars staðar. Við getum varla búist við því að staða konunnar batni mikið þegar löggjaf- arvaldið lítur svo á að eðlilegt lífsviðurværi hennar sé vændi. Hver er afstaða þín til femínisma? Femínismi er lykilhugmyndafræði að mínu mati. Femínismi er ákveðinn hluti af réttlætis- kennd og er leið að jafnrétti og jafnræði. Ég á mjög bágt með að trúa því að fólk geti fullyrt það með einhverju viti og haft þá skoðun að það sé ekki femínistar. Þá er fólk í rauninni að segja að það styðji ekki réttlæti og jafnræði, að mínu viti. Það eru auðvitað flokkar sem telja sig ekki vera femíníska, það er þá val- kostur sem kjósendur hafa. Ég held að femín- ismi sé lykilhugtak í stjórnmálum. Hvaða merkingu hefur karlmennska í þínum huga? Ætli sönn karlmennska sé ekki að vera um- burðarlyndur og réttlátur. Umburðarlyndur í garð þess að við erum ólík og réttlátur í þeim skilningi að vilja búa til sanngjarnt samfélag fyrir bæði kyn. Okkar samfélag og okkar saga í 1000 ár er saga 1000 ára misréttis fyrir konur og öldum saman var konan nánast eign karl- mannsins. Það þarf auðvitað kjark og góðan vilja til að berjast gegn innbyggðum skekkj- um í okkar samfélagi og ríkjandi viðhorfum. Því má segja að karlmennska felist að hluta til í því að vera femínískur. X þá greiðir atvinnurekandi meira í sjóðinn. Við þurfum líka fleiri aðgerðir og ég hef talað fyr- ir því að afnema eigi leikskólagjöld. Ef fólk er með tvö eða þrjú börn í leikskóla þá er oft hagstæðara fyrir fjölskylduna að annað for- eldrið fari inn á heimilið. Það er oft konan, sökum kynbundins launamunar, og það hef- ur aftur áhrif á stöðu konunnar á vinnumark- aðinum, þannig að þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Við þurfum einnig að finna leiðir til að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn komast á leikskólaaldur. Þetta 15 mánaða bil þarf fólk oft að brúa með mjög kostnaðarsömum hætti og því hef ég talað fyrir því að við eigum að tryggja leikskólavist fyrir öll börn frá 9 mánaða aldri, ef foreldrar kjósa svo. Þessi aðgerð er auðvitað dýr og þetta þarf að gerast í áföngum en ég held að það eigi að vera markmið okkar. Við erum ní- unda ríkasta þjóð í heimi og stjórnmál snúast um forgangsröðun, þannig að þetta er bara spurning um hvað við teljum brýnast að framkvæma. Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa stað- ið sig í jafnréttismálum síðustu árin? Fyrir utan fæðingarorlofslögin, sem allir flokkar studdu, þá hefur lítið gerst. Nú sjáum við að forsvarsmenn stjórnarflokkanna tala um aðjafnrétti komi einfaldlega eftir 15-20 ár af sjálfu sér. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið að bfða eftir þessari frægu viðhorfsbreytingu en ég held að það sé einfaldlega of mikið í húfi til að sitja með hendur í skauti. Það má líka flýta viðhorfsbreytingu með framsækinni lagasetningu, eins og fæðingarorlofið gerði. Löggjöfin flýtti fyrir þeirri þróun að karlmenn færu að taka virkan þátt í uppeldi barna sinna og mun til framtíðar hafa mikil áhrif á viðhorf feðra til uppeldis og þátttöku í heimilishaldi. Ég tel að við þurfum stjórnvaldsaðgerðir, al- veg eins og fæðingarorlofið og afnám leik- skólagjalda, til að ná jafnrétti. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér, það er lykilatriði, en margir ráðherrar okkar virðast telja að það komi án íhlutunar stjórnvalda. Án markvissra aðgerða munum við bíða í 200 ár í viðbót eftir jafn- rétti, að minnsta kosti, því það er innbyggð skekkja í kerfinu. Hvað myndir þú vilja gera öðruvísi? Það þarf að hafa jafnrétti stöðugt í huga. Oft hafa ákvarðanir sem virðast vera kynhlutlaus- ar mismunandi áhrif á kynin. Ef við tökum dæmi úr refsirétti þá virðast lögin oft taka frekar mið af veruleika karla en kvenna. Karlar eru í hættu gagnvart ókunnugum en konur eru frekar i hættu gagnvart þeim sem þær þekkja, t.d. inni á heimilum. Ef við lítum til nauðgunarákvæðis laganna, sem var skrifað af körlum á sínum tíma, þá virðist það fremur vera skrifað frá sjónarhóli gerandans en ekki þolandans. Dæmin eru fleiri og mikilvægt að vera meðvitaður um það að lög geta haft mismunandi áhrif á kynin, jafnvel þó þau virki í fyrstu kynhlutlaus. Finnurðu fyrir því á þingi að „mjúku" mál- in þykja ekki jafngild og þau „hörðu"? Ég hef ekki fundið fyrir því sjálfur en ég þekki þetta viðhorf. Eina nefnd þingsins sem ein- ungis er skipuð körlum er sjávarútvegsnefnd- in, sem er auðvitað umhugsunarvert, og svo má nefna að í heilbrigðisnefndinni erum við bara tveir karlar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gæta okkur á að festast ekki (. Að sjálfsögðu hafa konur áhuga á sjávarútvegi og karlar á heilbrigðismálum, en málið er að það eru bara of fáar konur á þingi. Ég held að unga kynslóðin muni ekki sætta sig við að fólki sé mismunað á grund- velli kynferðis, ekkert frekar en kynhneigðar eða kynþáttar. Karlar vita að þetta eru þeirra vera / 2. tbl. / 2004 / 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.