Vera - 01.04.2004, Side 14

Vera - 01.04.2004, Side 14
/ UNGT FÓLK OG JAFNRÉTTI »Ungu fólki finnst strákar fyndnari en stelpur og eiginlega finnst þeim að stelpur megi ekki vera fyndnar. Þeim finnst að ef stelpa hefur verið forseti nemendafélags í eitt ár sé ekki hægt að kjósa stelpu aftur, þótt hún sé hæfari en strákurinn, og þótt að strákar hafi verið forsetar nemendafélagsins í átta ár þar á undan. Margt ungt fólk þorir ekki að vera á móti klámi af ótta við að þá sé álitið að það hafi ekki áhuga á kynlífi.... Þetta er brot af því sem fram kemur hér á eftir í umfjöll- un okkar um ungtfólk og jafnrétti. Berglind Rós Magnúsdóttir MA í uppeld- isfræði greinirfrá rannsókn sinni á nemendum í 10. bekk og kynjaðri afstöðu þeirra til lífsins og hvert ann- ars. í þessu blaði greinir Berg- lind sértaklega frá afstöðu nem- enda til húmors en í næstu blöðum mun hún greina frá öðrum niðurstöðum rannsóknarinnar. Okkur þótti líka ástæða til að rýna sér- staklega í strákahúmorinn í þættinum 70 mínútur, sem er á dagskrá á hverju kvöldi á sjónvarpsstöðinni Popptíví. Enginn vafi er á því að boðskapurinn sem þar kemur fram mótar kynslóðina sem á horfir og þar hallar verulega á stelpurnar sem eru nánast ósýnilegar. 14/2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.