Vera - 01.04.2004, Síða 15

Vera - 01.04.2004, Síða 15
Síkvikt jafnrétti » Það er ótrúlega mikilvægt að fræða fólk um jafnréttismál því málaflokkurinn er þess eðlis að við verðum ávallt að vera á verði. Naomi Wolf líkir jafnrétti við lýðræði í bók sinni The Beauty Myth. Hún bendir á að engum detti í hug að fyrst við lifum í þjóð- félagi þar sem lýðræðið er stjórnarskrárbundið þá getum við hætt að hugsa um það. Til að raunverulegt lýðræði sé til staðar í þjóðfélag- inu þarf að fræða börn og unglinga um hvernig það virkar og við þurfum sífellt að vera á verði um að ekki sé að því vegið með einum eða öðrum hætti. Ef við gerum hvorugt gæti farið svo að lokum að við glutruðum lýðræðinu úr höndum okkar. * Um þetta eru flestir meðvitaðir og reglulega sprettur upp umræða um stöðu lýðræðis í landinu. Ráðamenn eru fullkomlega meðvitaðir um að skoða verði hverja þá ákvörðun sem tekin er með áhrif hennar á lýðræðið í huga. Við höfum séð það nýlega að þetta gildir ekki einungis um ákvarð- anir og aðgerðir hins opinbera, því þróun á sviði viðskipta og í fjölmiðla- heiminum hefur einnig verið undir smásjá almennings og ráðamanna. Samfélagið leggst á eitt við að sam- þætta lýðræðissjónarmið inn í alla umræðu. Eins og Wolf bendir á gildir hið sama um jafnrétti og lýðræði. Við verðum ávallt að halda vöku okkar. Gífurlega margt hefur áunnist á síð- astliðnum áratugum. Ef við ætlum okkur að stíga fleiri framfaraspor á vegi jafnréttisins verðum við að halda utan um það, rétt eins og lýðræðið. Við verðum að fræða börn og annað fólk um það hvernig við vinnum að auknu jafnrétti meðal þegna landsins og viðhöldum þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum að samþætta jafnréttissjónarmið allri umræðu, ákvörðunum og aðgerðum, bæði á opinberum vettvangi og í einkageir- anum. Enginn getur verið stikkfrí í þessu málefni, ekki frekar en einhver getur látið hjá líða að huga að lýð- ræði landsins. Lýðræði viðhelst ekki af sjálfu sér og það gerir jafnrétti ekki heldur. En hvaða aðferðir eru færar til að tryggja áframhaldandi þróun sam- félagsins í jafnréttisátt? Með fræðsluna að vopni Hið eins árs gamla Femínistafélag (s- lands hefur beitt ýmsum aðferðum sl. 12 mánuði við að standa vörð um jafnréttið í landinu og stuðla að fram- förum á því sviði. Það er í raun sorg- leg staðreynd að þörf sé á femínista- félagi í þjóðfélaginu. Ef allt væri með felldu væru einfaldlega allir meðvit- aðir um að huga að jafnréttinu í land- inu og ekki væri þörf á slíkum hópi. Jafnréttishugsjónin væri samofin öllu þjóðfélaginu. Svo er ekki og því hafa um 700 manns gengið í félagið og stutt það í sínum margvíslegu að- gerðum. Við höfum farið í kröfu- göngu, verið með mótmæli og með- mæli, skrifað greinar, málað bleika steina, búið til bleika boli, talað í sjón- varpinu og útvarpinu, verið sýnileg á netinu, haldið sýningar, málþing, tónleika, listakvöld og við höfum spjallað við krakka í grunn- og fram- haldsskólum. Við höfum sem sagt beitt öllum þeim tiltæku ráðum sem bæði ungliðahópurog fræðsluhópur. Fræðsluhópurinn hefur nú á síðast- liðnum vetri staðið fyrir allmörgum heimsóknum í framhaldsskóla og efstu bekki grunnskóla. Við höfum lagt áherslu á að senda fulltrúa beggja kynja á staðinn og ekki er iaust við að nokkur undrunarandköf hafi verið tekin þegar karlmaður hef- ur gengið inn og kynnt sig sem femínista. Innan veggja skólastof- anna hafa litlir sigrar unnist - eyru hafa opnast og eitt og eitt auga með. Það er undarlegt að í þjóðfélagi þar sem allir eru sammála um að lýðræð- ið sé hornsteinn samfélagsins og að nauðsynlegt sé að kenna börnum um hlutverk þess og virkni sé á sama ti'ma lítil áhersla lögð á jafnréttismál. Jafnrétti er auðvitað forsenda lýð- ræðis. Auður Magndís Leiknisdóttir ráðskona Fræðslu- hóps Femínistafélags íslands FRÆÐSLUHÓPURlNN HEFUR NÚ Á SÍÐASTLIÐNUM VETRI STAÐIÐ FYRIR ALL- MÖRGUM HEIMSÓKNUM í FRAMHALDSSKÓLA OG EFSTU BEKKI GRUNNSKÓLA. VIÐ HÖFUM LAGT ÁHERSLU Á AÐ SENDA FULLTRÚA BEGGJA KYNJA Á STAÐINN OG EKKI ER LAUST VIÐ AÐ NOKKUR UNDRUNARANDKÖF HAFI VERIÐ TEKIN ÞEGAR KARLMAÐUR HEFUR GENGIÐ INN OG KYNNT SIG SEM FEMÍNISTA okkur hefur dottið í hug og við höld- um að skili árangri í baráttunni fyrir sanngjarnara þjóðfélagi. Eitt einkenni þriðju bylgju femín- ismans er að vilja hafa fræðsluna að vopni f baráttunni fýrir jafnrétti kynj- anna og í raun miða allar þessar að- gerðir að því að fræða fólk um jafn- réttismál. Okkur hefur þótt mjög mik- ilvægt að ná til ungs fólks með fræðslu um jafnréttismál og þess vegna er starfandi innan félagsins Við verðum að huga að fjöreggi þjóðarinnar - jafnrétti þegnanna og þar með lýðræðinu. Ekki bara með fögrum stefnumótunum og yfirlýs- ingum heldur úti á akrinum. Meðal barnanna. í öllum okkar athöfnum og ákvörðunum. Jafnrétti er ekki snjó- bolti sem sjálfkrafa veltur áfram og vindur upp á sig. Jafnrétti er síkvikt, eins og lýðræðið, og boltinn getur allt eins runnið afturá bak ef við ekki ýtum honum áfram. vera / 2. tbl. / 2004 / 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.