Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 18

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 18
/ UNGT FÓLK OG JAFNRÉTTI <£* Berglind Rós Magnúsdóttir Hugleiðingar um kvenleika og húmor »Um daginn sagði dóttir mín mér í óspurðum fréttum að konur væru ekki fyndnar, bara karlar. Sem uppeldisfræðingur þótti mér vert að velta fyrir mér út frá hverju þessar hugmyndir mótast. Hugmyndir af þessum toga mótast ekki síst af því hvað við höfum fyrir augunum. Þeir sjónvarpsþættir sem byggjast á húmor og trúðslátum eru yfirleitt búnir til og leiknir af körlum. I einstaka þáttum eru einhverjar konur en þær eru þá í miklum minnihluta og meginefni grínsins er að gera grín að konum og kvenleika. * ( því sambandi er hægt að nefna Eddu Björgvinsdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur og Björk Jakobsdóttur. Helstu íslensku grínþættirnir sem nú eru á dagskrá eru Spaugstofan, 70 mínútur og Svina- súpan og ekki eru margar konur sem leika í þessum þátt- um. Eina undantekningin er breski grínþátturinn Smack the pony sem er saminn og leikinn af konum. Kona hefur aldrei unnið keppnina um fyndnasta mann (slands (og vart tekið þátt) og svona mætti lengi telja. í auglýsingum eru konur yfirleitt ekki fyndnar heldur fyrst og fremst sexý. Aldrei myndum við sjá sjampóauglýsingu sem snerist um tíu löðursveittar konur sem færu öskrandi af íþróttavelli til að fara að sápa sig í sturtunni. Afskræming á líkama, hrossahlátur eða öskur passa ekki við kvenleikann. Slík auglýsing birtist hins vegar fyrir stuttu þegar verið var að auglýsa karlasjampó. Ef horft er til hinna klassísku ævin- týra sem höfða eiga til stúlkna kemur það sama í Ijós. Mjallhvít, Öskubuska eða Svanaprinsessan eru ekki mjög KARLMENNSKUORÐRÆÐAN SNÝST UM VIRKNI, FRUMKVÆÐI, LÍKAMLEGAN STYRK, ÆVINTÝRAÞRÁ, TILFINNINGALEGT HLUTLEYSI, ÖRYGGI, VALD, ÁKVEÐNI, TRAUST Á SJÁLFAN SIG, EINSTAKLINGSHYGGJU, SAMKEPPNI, ALMENNA ÞEKK- INGU,RÖKHUGSUN, HLUTLÆGNI OG SKYNSEMI fyndnar heldur þvert á móti er hógværð þeirra, hjálpar- leysi og fegurð hafin upp til skýjanna (Berglind Rós Magn- úsdóttir, 2002). Því er ekki hægt að segja að fyndnar kven- fyrirmyndir séu víða. (þeirri viðleitni að vera fyndin er fólg- in virkni, frumkvæði og áhætta (þér gæti mistekist). Þessir eiginleikar eru ekki þeir þættir sem hin klassíska skilgrein- ing á kvenleika byggir á. Kvenleiki og karlmennska En hvað er átt við með hugtökum eins og kvenleiki (e. femininity) og karlmennska (e. masculinity)? Kvenleiki og karlmennska eru orðræður sem eru mótaðar í gegnum fé- lagslegt, menningarlegt og sögulegt samhengi. Orðræða er viðurkennd þekking eða sannleikur á hverjum tíma og mótar hvernig við hugsum um hluti (Guðný Guðbjörns- dóttir, 2001). Þar sem ráðandi orðræða er talin lýsa þvi sem er eðlilegt og satt getur máttur hennar orðið það mik- ill að erfitt getur reynst að hugsa og hegða sér á annan hátt en reglur hennar boða. Orðræður um kvenleika og karlmennsku eru einmitt góð dæmi um það. Erfitt er fyrir dreng að hugsa og hegða sér á annan hátt en karl- mennskuorðræðan boðar ef hann vill ekki verða fyrir að- kasti. Orðræðurnar mótast gjarnan út frá þeim hugmynd- um að kynin hafi ólíka eiginleika sem eiga sér andstæðu í hinu kyninu. í póststrúktúralískri sýn er gert ráð fyrir margs konar karlmennskuorðræðum (Connell, 1995) en sú sem er talin ráðandi snýst um virkni, frumkvæði, líkamlegan styrk, æv- 18 / 2. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.