Vera - 01.04.2004, Page 27

Vera - 01.04.2004, Page 27
 Þættirnir 70 mínútur snúast að miklu leyti um að þora. Að standast áskoranir, geta gengið fram af fólki með fífla- látum og sjálfum sér með líkamlegum sársauka - eða að gera eitthvað sem er viðbjóðslegt og innbyrða eitthvað sem er viðbjóðslegt - eins og ógeðsdrykkurinn frægi sannar. Strákahúmorinn er allsráðandi. Þeir tala um að rúnka sér, eru með rassa á heilanum, taka einn fyrir og eru kvikindislegir, en umfram allt fyndnir. Gælunafnafílíngurinn sýnir vel andrúmsloftið á stöð- inni. Þarna eru Sveppi, Auddi, Simmi og stundum Jói, Þóró eða Tótó. Þetta er andrúmsloft kumpánanna, vinanna, kunningjanna og félaganna. „Buddy" fílíngur sem ekkert kvenkyns getur rofið nema í ákveðnu hlutverki. Einu kon- urnar sem nefndar eru í samræðum félaganna eru „konan mín", „kærastan mín" og „mamma". Aldrei er vísað til kvenna sem listamanna, vinkvenna... eða fyndinna. Að mínu mati er þátturinn í raun og sann skemmtileg- ur. Strákarnir stunda mannlífsstúdíur sem hver félagsvís- indadeild mætti vera fullsæmd af, þeir eru dæmalaust i fyndnir og sætir, láta eins og fífl og eru ófeimnir við að gera sig að fífli. Vegna þessa þá fyrirgefst strákunum í 70 mínútum ýmislegt. Maður lætur skelfilegar málvillur sem vind um eyru þjóta. Lokar eyrunum þegar húmorinn verð- ur of barnalegur. Lítur fram hjá því þegar þeir verða svo flæktir í eigin egó að þeir ávarpa áhorfendur sína í karlkyni. En eitt er það sem ég get seint fyrirgefið - og það er að konur eru sjaldséðir hvítir hrafnar í 70 mínútum. Karlgestir eru þar um það bil 95 prósent á móti 5 prósent kvengest- um. Ég hef séð tvær konur slæðast inn í þáttinn, þær Helgu Brögu og Ruth Reginalds. Svo skilst mér að Birgitta Hauk- dal og Ingibjörg Sólrún hafi verið þar líka. Þetta er þó svo sjaldgæft að strákarnir verða skrýtnir og allir eins og á nál- um þegar kona kemur í þáttinn. Þá er strákaklíkunni sundrað - konan er annað en þeir og verður bókstaflega eins og geimvera í jarðarpartíi. Þeir eru ragir við að nálgast hana með sama hætti og karlana, kannski vegna þess að þeir eru hræddir við að ganga fram af henni eða þora ekki að treysta á að hún hafi húmor. Kona sem er fullklædd og á frekar að segja eitthvað heldur en að sýna sig - hún pass- ar ekki inn í Popptíví- heimsmyndina. % Karlmenni eða kellingar Það er gaman að velta því fyrir sér í Ijósi þátta eins og Jac- kass og 70 mínútna hvort ungir karlmenn þarfnist þess að ganga á hólm við karlmennskuna. Hvort jafnréttisbaráttan hafi tekið frá þeim eitthvað sem þeim er í blóð borið. Karl- menn fá ekki lengur að drepa óargadýr, fá ekki að drepa mann og annan í stríði... þurfa þeir þá að fá að sanna sig, sýna sig? Að vera ekki bara fyndinn og kúl, heldur líka geta sleikt skítugar tær, drukkið það sem er ógeðslegt og látið ÞETTA ER ÞÓ SVO SJALDGÆFT AD STRÁKARNIR VERÐA SKRÝTNIR OG ALLIR EINS OG Á NÁLUM ÞEGAR KONA KEMUR í ÞÁTTINN. ÞÁ ER STRÁKAKLÍKUNNI SUNDRAÐ - KONAN ER ANNAÐ EN ÞEIR OG VERÐUR BÓKSTAFLEGA EINS OG GEIMVERA í JARÐARPARTÍI berja sig í andlitið án þess að gefast upp? Þetta eru að minnsta kosti manndómsraunir og í 70 mínútum eru þeir sem ekki standast áskoranirnar kallaðir „kellingar" en það kemur vel heim og saman við tilfinning- una sem maðurfær óhjákvæmilega við að horfa á þáttinn. Það sem kvenleikanum er tengt er neikvætt í stráka- klíkunni. Kellingar hlusta á leiðinlega tónlist og horfa á kellingabíómyndir. Það eru kellingar sem tala um tilfinn- ingar og það eru kellingar sem fara að grenja. Og ef karl- maður sem fer að grenja er ekki bara aumkunarverður þá er hann drepfyndinn. Tvisvar sinnum sýndu þeir félagar brot úr þætti Opruh Winfrey þar sem hún tók viðtal við John Travolta. I viðtalinu gerðist Travolta meyr - svo mjög að hann beygði af í lokin. Atriðið var sýnt í 70 mínútum vegna þess að það þótti drepfyndið. Svo fyndið að strák- arnir öskruðu úr hlátri. Nú er húmorfólks misjafn, en skyldi atriðið hafa verið sýnt sem skemmtiatriði ef kona hefði far- ið að gráta í viðtalsþætti? Nei, það er ekki fyndið þegar kona fer að gráta, vegna þess að það er í eðli kvenna að vera tilfinninganæmar og gráta. Það er semsagt ekki frétt- vera / 2. tbl. / 2004 / 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.