Vera - 01.04.2004, Side 28

Vera - 01.04.2004, Side 28
/ UNGT FÖLK OG JAFNRÉTTI KARLMENN FÁ EKKI LENGUR AÐ DREPA ÓARGADÝR, FÁ EKKI AÐ DREPA MANN OG ANNAN í STRÍÐI... ÞURFA ÞEIR ÞÁ AÐ FÁ AÐ SANNA SIG, SÝNA SIG? AÐ VERA EKKI BARA FYNDINN OG KÚL, HELDUR LÍKA GETA SLEIKT SKÍTUGAR TÆR, DRUKKIÐ ÞAÐ SEM ER ÓGEÐSLEGT OG LÁTIÐ BERJA SIG í ANDLITIÐ ÁN ÞESS AÐGEFASTUPP? næmt að kona sé kelling. Andstæðurnar sem eru svo skýrar á Popptíví - konur sýna sig (eru viðföng) meðan karlmenn sanna sig (eru ger- endur) koma einnig fram í leiknum atriðum strákanna i 70 mínútum. Þegar þeir leika karla - til þess að gera grín að þeim auðvitað, þá leggja þeir sig fram um að ná karakter- einkennum og ýkja þau upp, ná kækjum og gera það sem karlinn gerir - samanber Jói Fel. sem er í sérstöku upp- áhaldi. En þegar þeir leika konur, þá er nóg að setja á sig hárkollu, klessulegan varalit og fara í kjól. Það er nóg að það sjáist að kona á að vera kona. Það sem hún er, eða seg- ir, það skiptir minna máli. Femínistar fariði heim! Það er engin nýlunda að ungir karlar stjórni þeim fjölmiðl- um sem eru vinsælastir meðal ungs fólks hverju sinni. I raun stjórna karlar öllum helstu sjónvarps- og útvarpsþátt- um, hvort sem þeir hafa gaman eða alvöru að leiðarljósi. Karlar stjórna og karlar velja oftast aðra karla til þess að tala við. Snögg skönnun á dagskrá Popptíví leiðir í Ijós að þar stjórna ungir karlmenn þáttum á borð við Game TV (kynn- ing á nýjustu tölvuleikjunum) og Pikk TV (óskalagaþáttur). Þeir stjórna líka þætti um kvikmyndir (vertu fyrstur til að sjá það nýjasta úr heimi kvikmyndanna) og þeir stjórna vinsældalistanum og íþróttaþættinum. Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson tala fyrir teikni- myndafígúrur byggðar á þeim sjálfum í TV íhöfða. í þeim þætti var Popptívísk lýsing á leiðinlegum karlmönnum, en þeir fara á fyrirlestra með Helgu Kress og hlusta á Noruh Jones og eru (auðvitað) aðhlátursefni. Einu sinni hef ég heyrt kvenrödd (sá ekki konuna sjálfa) á Popptíví og það var þegar ég kveikti óvart á þætti um tísku. Kvenleikanum er afmarkað svæði við hæfi. Á stöðinni eru líka erlendir þættir. Fyrst má telja teikni- myndaflokkinn South Park, sem fjallar um fjóra drengi með svartan húmor, en svo eru á Popptíví þættir á borð við ibiza uncovered, þar sem er nóg af fullum, berbrjósta stelpum og Paradise Hotel, sem er raunveruleikaþáttur og já, þar eru líka stelpur til sýnis, en þær eru oftast á bikiní. Nýjasta skrautfjöðurin í hatti Popptfví er svo karlaþáttur- inn Strákastund (Man 's Show). Þegar ég settist niður til að horfa (í fullkomnu óleyfi, þar sem þátturinn var kynntur með orðunum: „Femínistar, fariði heim! Hér er sko alvöru karlrembuþáttur á ferð!") þótti mér töluvert afrek að setja „alvöru karlrembuþátt" á dagskrá, eins og bætt væri úr brýnni þörf á stöð sem samanstendur eingöngu af þáttum sem stýrt er af körlum, fyrir karla. Ég fór líka að hugsa um kynninguna (sem var óneitanlega nokkuð lýsandi) og lék mér að því að hugsa upp kynningar á þætti sem væri hægt að framleiða og gætu byggt á alls konar misrétti: „Útlend- ingar fariði heim! Hér er sko alvöru rasistaþáttur á ferð!" eða: "Fatlaðir haldiði kjafti! Hér verður sko hæðst að ykkur!" Ég horfði á Strákastund og sannfærðist um að kynning- in átti rétt á sér. Stjórnendur hófu þáttinn með orðunum: „Svo lengi sem graðir, fullir karlar horfa á sjónvarp, þá verður rúm fyrir þennan þátt!" Og gröðu, fullu karlarnir hafa sennilega fengið sitthvað fyrir sinn snúð, þar sem konur á bikiníum skóku sig í tilgangsleysi í settinu - þátt- inn á enda - aðrar konur hoppuðu á trambólíni svo sást í brækur og síðast en ekki sfst voru konur í hlutverkum fata- fella á strippbúllum - við að nudda sér utan í karlana og skríða upp í fangið á þeim. Karlar fengu líka góð ráð: „Verið nærbuxnalausir og skorðið liminn í uppréttri stöðu þegar þið kaupið ykkur einkadans á strippbúllum. Og þegar þið talið við strippar- ana, Ijúgið þá eins miklu og þið getið. Markmiðið er aðeins eitt - að fara með þær heim á hótel og ríða þeim." í Strákastund eru líka karlmennskulegar áskoranir. Stjórnendurnir fóru í „sæðiskeppni" sem fór þannig fram að þeir fróuðu sér í plastmál og létu starfsmenn sæðis- banka telja hlutfall virkra sáðfruma - til þess að vita hvor þeirra væri meira karlmenni. Svo er auðvitað í þættinum dágóður skammtur af rassa- og prumpubröndurum. Nema hvað? Áhyggjur Ég endurtek að það er ekkert nýtt að karlar stjórni öllum helstu sjónvarps- og útvarpsþáttum. Það sem er hins veg- ar nýtt, og að mfnu mati áhyggjuefni, er að ungir karlmenn leggi undir sig heilan fjölmiðil á borð við Popptíví. Heilan fjölmiðil sem er eins og langdregin strákabók þar sem strákarnir fá að vera hetjur og grallarar, en stelpurnar fá ekki að vera með nema í ákveðnum hlutverkum. Þar sem markvisst er hæðst að reynsluheimi kvenna - hann talinn óspennandi og leiðinlegur, meðan klám og kvenfyrirlitn- ing eru hafin upp til skýjanna. Ég hef ekki bara áhyggjur af sjálfsmynd unglings- stúlkna sem horfa á Popptíví alla daga og læra það eitt að stelpur skuli vera sætar með stór brjóst. Strákar megi bara vera fyndnir, klárir og hugaðir. Ég hef líka áhyggjur af sjálfsmynd unglingsstráka sem horfa á Popptíví og finna sér fyrirmyndir í þeim sem ganga í gegnum ýmsar tilbúnar raunir en mega ekki gráta heldur þurfa alltaf að vera fyndnir, alveg sama hvað. Og mestar áhyggjur hef ég af þeim ólánssömu einstaklingum sem trúa því að það sé karlmennska að vera fullur og graður að horfa á berar kon- ur skaka sér á einhverju. X

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.