Vera - 01.04.2004, Page 31

Vera - 01.04.2004, Page 31
ÞAÐ VAR SVO VETURINN 1994, ÞEGAR ENN VAR BARIST í BOSNÍU, AÐ FRÉTTIR BÁRUST AF ÞVÍ AÐ FÓLK VÆRI ÞAR KLÆÐLÍTIÐ Á FLÓTTA í HÖRKUFROSTI. BOSNÍSKAR FLÓTTAKONUR BÁÐU OKKUR UM LIÐSINNI OG VIÐ VINKONURNAR ÁKVÁÐUM ÞÁ AÐ SAFNA FATNAÐI, PENINGUM OG MAT TIL AÐ SENDA FÓLKINU, SEM VAR NÚ AÐ DEYJA ÚR KULDA, OFAN Á ALLAR AÐRAR HÖRMUNGAR 4 Vilborg kemur oft til íslands, m.a. vegna þess að hún stendur í i byggingaframkvæmdum á æsku- heimili sínu við Vitastíg. Reyndar gerðist það ekki þegjandi og hljóða- 4 laust, því á háaloftinu fundust göm- ul bein sem frægt er orðið. Miðalda- fræðingurinn Vilborg kippti sér ekki upp við það, hafði bara garnan af, og hugsar sér gott til glóðarinnar að geta brátt dvalið í risíbúðinni og notið morgun- og kvöldsólar Reykjavíkur af litlum svölum bæði í austur og vestur. Vilborg er fædd árið 1945 en hef- ur búið í Þýskalandi frá árinu 1975. Hún nam þýsku, latínu og sögu við Háskóla íslands og kenndi síðan þýsku við Menntaskólann á Laugar- vatni. Eftir að hún kynntist manni sínum, Kristjáni Bickel lögfræðingi, fluttist hún með honum út. Þau eiga tvo syni, Tómas 28 ára og Höskuld 23, og hefur fjölskyldan búið í Wies- baden, höfuðborg landsins Hessen, skammt frá Frankfurt. Eftir að ! drengirnir komust á legg hélt Vil- borg áfram sagnfræðinámi og nárni í stjórnmálafræðum við háskólann í Mainz og lauk magistersprófi árið 1990 og doktorsprófi 1995. Dokt- orsritgerð hennar ber titilinn „Sið- breytingin á fslandi 1537 til 1565. Byltingin að ofan”. Hún kom út í Þýskalandi 1996 og síðan á íslensku hjá Bókmenntafélaginu 1997. Vil- borg segir að margt sé líkt með sið- breytingunni hér á landi og þeint áhrifum sem hrun Sovétríkjanna hafði í Austur-Evrópu, en hrun efnahagskerfis hefur þau áhrif að fé- lagslega kerfið hrynur líka og því fýlgja ótal vandamál. Vinnan við doktorsritgerðina gerði henni einn- ig kleift að skilja að breytingar gerast hægt og það hefur gefið henni þol- gæðið sem hún hefur sýnt í baráttu sinni og meira langlundargeð en gerist og gengur. „Ég vissi sem var að mér myndi ekki endast aldur til að sjá þetta blómstra og afrakstur uppbyggingarinnar verða sýnilegan. Það er ágætt að vita það, annars gefst maður bara upp,” segir hún. En hvernig stóð á því að ráðsett lögmannsfrú og doktorsnemi á kafi í pælingum um siðbreytinguna á ís- landi á 16. öld fór að skipta sér af uppbyggingu kvennahúsa í hinni stríðshrjáðu Bosníu? „Eins og aðrir íslendingar hef ég ekki þekkt neitt annað en frið. Þegar ég var lítil stelpa trúði ég því að það hefðu bara verið til tveir vondir menn í heiminum. Annar hét Hitler og hann var dauður og hinn hét Stalín og var orðinn gantall og að því kominn að deyja. Ég hugsa að það hafi fá 7 ára gömul börn fylgst eins vel með banalegu Stalíns eins og ég. Ég lá yfir útvarpinu og fylgd- ist með, og þegar hann var dáinn hélt ég að málið væri leyst,” segir Vilborg og skellihlær að minning- unni. „Það er kannski barnalegt, en ég trúði því að við lok seinni heims- styrjaldarinnar hefði komist á var- anlegur friður í heiminum. Mér brá því rosalega þegar stríðið í Júgó- slavíu braust út með þessari óskap- legu grimmd gagnvart varnarlausu fólki og óhugnanlegum morðum og nauðgunum. Hvað var að gerast þegar menn gátu byrjað daginn á því að skera varnarlaus börn á háls og nauðga konum? Þarna birtist grímu- laust ofbeldið aftur í Evrópu - nán- ast við húsdyrnar hjá okkur í Þýska- landi. Fljótlega fór flóttafólk að streyma norður eftir, og til Hessen kom einna mestur fjöldi. Þjóðverjar reyndust flóttafólkinu sem betur fer vel. Þeir muna enn flóttann og vandræðin sem þeir þurftu sjálfir að glíma við í síðari heimsstyrjöldinni. Ég ákvað strax árið 1992 að ég vildi láta til mín taka, ef ég gæti, og tók þátt í að mynda hóp undir merkjum hreyfingarinnar „Konur í svörtu” sem hefur þá aðferð að konur í svörtum klæðnaði hittast á fjölförn- um torgum í klukkutíma, einu sinni í viku, til þögulla mótmæla. Þarna kynntist ég mörgum góðum konum sem hafa orðið ágætar vinkonur mínar. Þeirra á meðal voru sálfræð- ingar og læknar. Þær voru fullvissar um að jafnvel þó einhvern tíma yrði bundinn endir á þetta stríð þá væri búið að vinna óheyrilegt tjón á fólk- inu sjálfu, sem myndi halda áfram að verka í margar kynslóðir. Við vildum gjarnan leggja okkar af mörkum ef við gætum til að rninnka þann sársauka. að var svo veturinn 1994, þegar enn var barist í Bosníu, að fréttir bárust af því að fólk væri þar klæðlítið á flótta í hörku- frosti. Bosnískar flóttakonur báðu okkur urn liðsinni og við vinkon- urnar ákváðunt þá að safna fatnaði, peningum og mat til að senda fólk- inu, sem var nú að deyja úr kulda, ofan á allar aðrar hörmungar. Strák- arnir mínir voru 11 og 16 ára þegar þetta var, svo ég gat auðveldlega sett mig í spor mæðra og fann hvað ég átti gott að vera ekki með þá á flótta undan blóðþyrstum hersveitum í hörkufrosti. Reyndar stóð þannig á að ég var að ljúka doktorsritgerðinni minni og hafði ætlað að skila henni fyrir jól. En þá hurfu, eða læstust inni í tölvunni hjá mér, 40 til 50 blaðsíður af ritgerðinni, svo ég gat hvort sem er ekkert unnið. Ég sá að það var alveg eins gott fyrir mig að fara að safna skófatnaði, fötum og fé í stað þess að fara á taugum og gera fjölskyldu mína vitlausa,” segir Vil- borg á sinn skemmtilega sposka hátt og heldur áffam: „Söfnunin tókst ákaflega vel, um 60.000 mörk söfn- uðust í peningunt og húsið mitt fylltist af pappakössum með fötum og skóm. Á hverjum morgni fór ég í verslanir og fyrirtæki í nágrenninu ^ vera / 2. tbl./2004/31

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.