Vera - 01.04.2004, Side 32

Vera - 01.04.2004, Side 32
4» og bað um pappakassa og síðan þá hef ég ekki getað hent pappakassa, ég gerði mér grein fyrir því hvað þeir eru dýrmætir. Með aðstoð gamalla hjálparsamtaka sömdum við við slóvenskt flutningafyrirtæki um að flytja þetta suðureftir. Á stríðstímum geta flutningar verið það dýrasta við svona hjálparstarf. Mikið var ég fegin þegar ég sá á eft- ir stóra flutningabílnum aka úr hlaði hjá mér, því þetta hafði verið óskaplega ströng törn og mér var allur vindur úr æðum skekinn. Seint og um síðir tókst að ná blað- síðunum út úr tölvunni hjá mér svo ég gat lokið doktorsritgerðinni og lauk prófinu um sumarið.” I gegnum Konur í svörtu kynnt- ist Vilborg bosnískri konu, Aidu Daidzic, sem hafði flúið með for- eldrum sínum til Þýskalands á ní- unda áratugnum og var orðin arki- tekt. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins BISER í Bosníu, sem var stofnað í stríðinu, og rak um- fangsmikla kvennamiðstöð í Za- greb, þar sem konum var boðið upp á menntun og hjálp af ýmsu tagi. Eftir frækilega frammistöðu í söfn- unarstarfmu kom Aida að máli við þær stöllur og bað þær að stofna Þýskalandsdeild BISER félagsins. Ástæðan var m.a. sú að í ljós hafði komið að margir hefðu viljað gefa í söfnunina ef að henni hefði staðið löglegt félag, sem hefði getað gefið út kvittun sem hægt væri að fram- vísa hjá skattayfirvöldum. „I janúar 1995 drifum við í því að stofna þetta félag, fengum það skráð og löggilt og gátum gefið þeim kvittanir, sem það vildu,” seg- ir Vilborg á sinn röggsama hátt og bætir við að síðan hafi þessi Þýska- landsdeild, þó fámenn sé, verið hrygglengjan í BISER samtökunum og safnað mestum peningum til reksturs miðstöðvanna þriggja í Bosníu, eða á aðra milljón evra sem eru yfir 90 milljónir íslenskra króna. Mikið af tíma Vilborgar hef- ur farið í að sækja um styrki á hin- um ýmsu stöðum og allt starf henn- ar hefur verið unnið í sjálfboða- vinnu. Skrifstofa félagsins hefur verið á heimili hennar og ekki hefur eyrir af söfnunarfénu farið í rekstur og skrifstofuhald - að undanskild- um kaupum á frímerkjum - eða ferðalög til Bosníu; það hafa kon- urnar greitt úr eigin vasa. yrsta verkefni Þýskalands- deildarinnar var að kaupa hús til að koma á fót kvenna- miðstöð í Sarajevo og tók Vilborg þátt í að finna húsið og festa kaup á því. Húsið kostaði 115.000 þýsk mörk, (um 5 milljónir ísl.kr.) og fé- lagið átti 40.000 nrörk, en Vilborg segir að þeim hafí alltaf lagst eitt- hvað til þessi fyrstu ár og bjartsýnin borið þær áfram. Til dæmis bauðst mikið sómafélag í Mainz til að gefa BISER 20.000 mörk eftir að fréttist að félagið hefði fest kaup á húsinu. „Húsið var mjög illa farið eftir stríðið og það hefur kostað mikið að gera það upp. En það er mið- svæðis og liggur vel við almenn- ingssamgöngum sem er afar mikil- vægt fyrir konurnar sem þangað sækja. Þegar í ljós kom að setja þyrfti nýtt þak á húsið létum við byggja hæð ofan á það, sem kostaði ekki svo mikið til viðbótar, en við það stækkaði húsið úr 260 fm. í 410 fm. Við eigum reyndar enn eftir að koma efstu hæðinni í gagnið, en höfum getað rekið þarna blómlega starfsemi á tveimur hæðum fram á mitt síðasta ár. Þá voru allir pening- ar uppurnir. Þarna hefur farið fram öflug kennslustarfsemi og ýmis konar ráðgjöf - læknis-, sálfræði- og lögfræðihjálp. Saumanámskeið- in hafa alltaf verið vinsæl, en þau geta konur sótt þótt þær séu ólæsar og það getur verið góð áfallahjálp að sauma og skapa eitthvað nýtt. Boðið er upp á tölvunámskeið og námskeið í ensku, þýsku, bókhaldi og fyrirtækjastofnun, einnig alls kyns helgarnámskeið og fræðsla af ýmsu tagi hefur farið fram með fyr- irlestrum.” Vilborg segir að í upphafi hafi þær stöllur gert ráð fyrir að fá að- stoð frá stórum hjálparsamtökum við uppbyggingu húsanna, en að þær myndu afla fjár til að halda þar uppi starfseminni. Fljótlega kom í ljós að svo yrði ekki. Stóru hjálparstofnanirnar voru á förum frá Bosníu og viðgerðirnar urðu þær að fjármagna sjálfar. Þetta flakk hjálparstofnana milli átakasvæða > kalla Þjóðverjar „farandsirkus líkn- arfélaga”. Hún segist strax hafa ver- ið ákveðin í því að gera húsið í Sara- * jevo hlýlegt og notalegt fyrir kon- urnar, því margar þeirra búa sjálfar í ömurlegum húsakynnum. I bar- áttunni við að afla fjár til uppbygg- ingarinnar varð hún oft vör við það viðhorf að óþarfi væri að gera þetta svo fínt, nóg væri t.d. að rykbinda gólfín og koma klósettunum í lag. Þar sem hún tók sjálf ákvörðun um að velja þetta hús, lagðist ábyrgðin mikið á herðar hennar og þegar öll sund hafa virst lokuð, hefur hún gripið til þess ráðs að taka persónu- leg lán, sem hún er þakklát fyrir að hafa verið í aðstöðu til að fá. í byrj- un gat Þýskalandsdeildin sótt um styrki til ESB, þar sem Þýskaland er í Evrópusambandinu, en það er nánast orðið vonlaust núna eftir að upp kom mikið spillingarmál í Brussel árið 2000 og reglur um um- sóknir voru flæktar og hertar mjög og smærri umsækjendum gert ókleift að sækja um. Félagið hefur einnig sótt um styrki á íslandi og fengið fjórar milljónir á fjórum árum frá svokallaðri Bosníunefnd, sem ríkisstjórnin setti á laggirnar þegar stríðið stóð sem hæst. ís- lenskar konur tóku líka höndum saman og söfnuðu 600.000 krónum og segir Vilborg að BISER hafl munað mikið um að fá þetta fé frá Islandi, því það var ekki eyrnamerkt og mátti nota þar sem þörfin var brýnust. Stærstur hluti þess fjár sem farið hefur í uppbyggingu og rekst- ur húsanna, hefur þó komið frá þýskum stjórnvöldum, bæði í Hes- sen og frá utanríkisráðuneytinu í Berlín. ■ „Okkur varð snemma ljóst að við yrðum að eiga húsin sjálfar, því annars væri óvissan um starfsemina algjör. Við sáum líka fljótt, að það væri betra að skipuleggja kennsluna sjálfar í stað þess að sernja um hana við bosníska skólakerfið, því þá þyrftum við að taka þátt í mútu- starfsemi embættismanna. Við telj- um okkur góðar að hafa konrist af 32/2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.