Vera - 01.04.2004, Page 35

Vera - 01.04.2004, Page 35
nú ekkert í lífeyrissjóði nema það sem hún hefur aflað frá stríðslok- um. Allri þessari upplausn íylgja líka flókin lögfræðileg vandamál, þess vegna höfum við lagt áherslu á að veita konunum lögfræðiaðstoð, en eitt af því fyrsta sem gert er í þjóðernishreinsunum er að eyði- leggja þinglýsingarbækur og þar með er allt eignarhald komið í upp- nám.” Þegar Vilborg er spurð um fórn- arlömb nauðgana úr stríðinu segir hún að í kvennamiðstöðvum BISER, sem hún vill gjarnan kalla Lýðháskóla fyrir konur, séu þau mál meðhöndluð af mikilli nær- gætni. Það sé í raun feimnismál hvaða konur hafi lent í slíku. „Þess vegna er svo gott að hafa kennslu sem aðalviðfangsefni menntamið- stöðva BISER, því þangað geta allar konur átt erindi og það verður ekki svo áberandi hverjar sækja sér meiri hjálp, t.d. sálfræðiaðstoð. Al- mennt séð er mjög margt fólk í Bosníu með einkenni áfallastreitu, sem lýsir sér í slæmu heilsufari og alls kyns sállíkamlegum einkenn- um, eins og bakverkjum og maga- sári. Ofan á almenna fátækt bætist því kostnaður vegna sjúklinga, sem eru mun fleiri á hvert hundrað íbúa en almennt gerist. Þetta veldur auð- vitað enn þá meiri fátækt. Sem bet- ur fer var menntun á háu stigi í borgunum, þar er því enginn hörgull á menntuðu fólki, t.d. læknum og kennurum. Menntun- arástand bændafólksins er hins veg- ar afleitt, en talið er að urn 30% þeirra séu ólæs og óskrifandi. Ég fór einu sinni með Aidu vinkonu minni út í sveit, þegar verið var að vígja mosku sem hún hafði teiknað og byggt. Eg fékk hálfgert áfall þeg- ar ég sá tötrumklætt bændafólkið streyma að. Mér fannst þetta fólk vera mörgum öldum á eftir tíman- um og sá, hversu óhemjumikið verk það er að fá þessar konur til að rétta úr kútnum. Mér var þá ósjálfrátt hugsað heim til íslands, sem var eitt mesta fátæktarbæli álfunnar fyrir 100 árum en átti því láni að fagna að hér var fólk sem sá nauðsyn þess að mennta konur. Þar á ég við það mikla lán sem húsmæðraskólarnir voru á sínum tíma fyrir íslenska þjóð, því þeir dreifðu grundvallar- menntun inn á heimilin og við það MÉR VAR ÞÁ ÓSJÁLFRÁTT HUGSAÐ HEIM TIL ÍSLANDS, SEM VAR EITT MESTA FÁ- TÆKTARBÆLI ÁLFUNNAR FYRIR 100 ÁRUM EN ÁTTI ÞVÍ LÁNI AÐ FAGNA AÐ HÉR VAR FÓLK SEM SÁ NAUÐSYN ÞESS AÐ MENNTA K0NUR. ÞAR Á ÉG VIÐ ÞAÐ MIKLA LÁN SEM HÚSMÆÐRASKÓLARNIR V0RU Á SÍNUM TÍMA FYRIR ÍSLENSKA ÞJÓÐ... batnaði aðbúnaður fólksins, það varð til betri matur, meira hreinlæti og betri umönnun. Ég hugsa að fáar menntastofnanir hafi gert eins mik- ið gagn hér á landi og húsmæðra- skólarnir og í baráttu minni fyrir kvennamiðstöðvunum í Bosníu hugsa ég oft til þeirra því ég tel að þær geti gert sama gagn og hús- mæðraskólarnir gerðu hér. En þá er ekki nóg að hafa þrjár kvennamið- stöðvar í Bosníu heldur þyrftu þær að vera að minnsta kosti 25 til að ná þessum margfeldisáhrifum út í samfélagið. Þar er ég ekki síst að hugsa um sveitakonurnar. Mér finnst nauðsynlegt að við getum klárað húsið okkar í Sarajevo til þess að hægt verði að bjóða þeim að gista á staðnum, t.d. í vikutíma, á meðan þær eru að læra og forframst í höfuðstaðnum. Grundvallarhugsun okkar þarf að vera sú að menntað- ar konur vilji sinna um hin- ar sem eru minna menntaðar og svona menntastofnanir þurfa að vera í eigu kvenna sjálfra. Þannig var það með kvennaskólana hér á landi og þeir ólu af sér margar merkiskonur, sem síðar létu til sín taka í samfélaginu, t.d. Bríeti Bjarn- héðinsdóttur, Ingibjörgu H. Bjarnason og Sigríði Eiríksdóttur, móður Vigdísar Finnbogadóttur,” segir Vilborg og kemst á flug: „Núna, þegar íslendingar hafa átt þátt í þessum hörmungum í írak, ættu þeir að sýna sóma sinn í að taka þátt í uppbyggingunni þar. Við eigum ágæta konu sem kann arab- ísku, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að kaupa hús í Bagdad og fá Jóhönnu til að koma þar á fót kvennamiðstöð og sjá hverju hún fengi áorkað! l’að þarf að styrkja fleira en steinsteypu og flugvallabyggingar. Karlar virð- ast telja mest gagn að svoleiðis verk- efnum, en svo er þetta allt saman sprengt í loft upp við næsta tæki- færi. Þeir vilja ekki fjárfesta í sálum, hugsa bara í „prójektum” sem er hugtak úr verkfræði og þýðir eitt ákveðið verkefni. Að byggja brú er prójekt, því það tekur enda, en lífið er ekkert prójekt - það skröltir alltaf áfram einhvern veginn, úr einni katastrófunni í aðra. Þess vegna held ég að sé miklu skynsamlegra að fjárfesta í sálunum og það gerum við m.a. með menntun, einkanlega menntun kvenna því þá höfum við líka áhrif á börnin. Með því að hjálpa konum erum við líka að hjálpa börnum. Eins og ég sagði á mansalsáð- stefnunni um daginn þá liggur rót þess vanda í fátækt kvennanna og fáfræði. Fátæktin leiðir líka af sér grimmd, en heimilisofbeldi er dag- legt brauð á Balkanskaga og það nærist á kvenfyrirlitningu, sem bitnar líka á börnunum því þau eru tengd mæðrum sínum. Með því að styrkja sjálfsmynd kvenna og gera þær sjálfstæðari er hægt að leysa svo marga jákvæða krafta úr læðingi og vinna gegn þeim neikvæðu. Varð- andi mansalið þá er líka mjög mik- ilvægt að styrkja þær konur sem vilja leysa frá skjóðunni og veita þeim dvalarleyfi í löndunum sem þær eru staddar í, eins og fram kom í máli Helgu Konrad frá Austurríki, sem starfar að mannréttindamálum á Balkanskaga. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stúlkurnar fórni lífi sínu við að koma upp urn glæpa- mennina, það verður að veita þeim vernd, en eins og fram kom þá eru um 50% þeirra sem eru sendar heim hnepptar aftur í ánauð. En það er með þetta mál eins og svo mörg önnur mál, það er meira talað en minna gert. Mér finnst hræðilegt að horfa upp á alla þá peninga sem hafa farið í orðagjálfur, skýrslur, sem enginn les, og handabakavinnu inni í þessum karllægu kerfum í öll þessi ár,” segir Vilborg að lokum. VERA óskar henni og BISER sam- tökunum áframhaldandi baráttu- anda. X vera / 2. tbl. / 2004 / 35

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.