Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 38

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 38
Hópnauðgun sem sakskóknari vill ekki gera að refsimáli - rætt við konu sem höfðar skaðabótamál á hendur þremur nauðgurum »Karlmenn nauðga og komast upp með það, er niðurstaða Guðrúnar M. Guðmunds- dóttur mannfræðings sem rannsakað hefur málið. Auðvelt er að staðfesta það með töl- um en af 224 nauðgunarmálum sem færð voru á málaskrá lögreglu á árunum 1997 - 2001 voru 200 látin niður falla. Af þeim 24 málum sem fóru fyrir dómstóla var aðeins sakfellt í 14,10 málum var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu í sjö en sýknaði í tveimur. Vitað er að mun fleiri nauðganir eiga sér stað en þær sem koma til kasta lögreglu og telur Guðrún að tíu sinnum fleiri konum sé nauðgað en snúi sér til lögreglu. Það er því athyglisvert að heyra af málinu sem hér verður greint frá, þar sem konan sem varð fyr- ir nauðgun af hendi þriggja manna hefur sýnt mikinn kjark og ekki látið bugast við af- neitun dómskerfisins. Ríkissaksóknari hefur í tvígang hafnað því að taka málið upp en samþykki hans er skilyrði fyrir því að hægt sé að höfða refsimál. Það þarf sterk bein til þess að standa með sjálfri sér eftir slíka afgreiðslu en konan ákvað að höfða skaða- bótamál á hendur ofbeldismönnunum þremur. Það er fyrsta einkamál af þessu tagi og mun vera rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu mánuðum. Viðmælandi okkar er ekki tilbúin að viðurkenna að þótt hún hafi farið í heimahús með þremur mönnum sé ekki talið sakhæft að þeir skuli hafi nauðgað henni. Henni finnst að dómskerfið þurfi að senda þau skilaboð út í samfélagið að slíkt athæfi sé refsivert. 4» Elísabet Tildrög málsins voru þau að konan var í matarboði hjá vin- Þorgeirsdóttir konu sinni og fór eftir það á krá í miðbæ Reykjavíkur. Þar hitti hún fólk sem hún kannaðist við og sat við borð með því og fleirum þangað til staðnum var lokað um kl. þrjú og voru mennirnir þrír þar á meðal. Eftir lokun var rætt um að öllum væri boðið í partý í heimahúsi. Fylgdi konan hópnum en lenti í leigubíl með mönnunum þremur og varð viðskila við hitt fólkið sem hafði ætlað að útvega bjór á krá í ná- grenninu og koma svo. Ekið var að húsi í Breiðholti sem einn mannanna hafði til umráða og bjóst konan við að hitt fólkið kæmi á eftir, en svo varð ekki. Hún var ekki ölvuð, hafði drukkið nokkra bjóra um kvöldið en mennirnir helltu drykk í glas sem þeir héldu að henni en hún þáði ekki. Þeir sögðu að ekki mætti reykja í stofunni, það þyrfti að gera í öðru herbergi. Hún fór þangað til að reykja og var um leið að spjalla við einn mannanna. Allt í einu var eins og hann yrði reiður og tók hana kverkataki. Hún brást við með því að spyrja hvað væri eiginlega að honum og þá bað hann hana fyrirgefningar en skömmu seinna gerði hann þetta aftur og skipaði henni að fara úr fötunum. Hún segir að á þeirri stundu hafi farið í gegnum hug sinn það sem hún hafði heyrt í þætti hjá Oþruh Winfrey en þar var konum sem lenda í ógnunum af hálfu karlmanna ráðlagt að hlýða skip- unum þeirra frekar en að streitast á móti, því þá gætu þær átt von á svo grófu ofbeldi að þeim gæti stafað hætta af. Nauðguðu henni þrír í einu „Mér var hugsað til dóttur minnar sem á enga að nema mig," segir hún. „Ég vildi gera allt til að komast lifandi frá þessu. Ég vissi ekki hvað hann myndi geta gert fyrst hann hafði tekið mig kverkataki." Hún fór úr buxunum en þassaði að hafa símann í jakkavasanum og maðurinn byrjaði að 38/2. tbl. / 2004/ vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.