Vera - 01.04.2004, Page 42

Vera - 01.04.2004, Page 42
/ SVAVA JAKOBSDÓTTIR Svava Jakobsdóttir rithöfundur og fyrrverandi þingkona lést 21. febrúar sl. VERA vill votta Svövu virðingu sína fyrir hönd íslenskrar kvennahreyf- ingar og fékk þær Dagnýju Kristjánsdóttur prófessor í bókmenntafræði og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu til að minnast hennar. Dagný Kristjánsdóttir Svava og hinn dýri mjöður »Svava Jakobsdóttir kom fyrst fram á sjónarsviðið með smásagnasafninu 12 konur (1965). Kalda stríðinu var þá lokið í margvíslegum skilningi. Á áratugunum 1945- 1965 hafði það verið viðtekin staðreynd meðal karlmanna að þeir væru sterkir, hetjur hafsins og einsar-kaldir-úr-eyjunum, þeir ættu að stjórna landinu og miðun- um, þeirra væri að menntast og mennta aðra, þeir væru nefnilega gáfaðir. Konur voru heimskar. Þær voru hins vegar fallegar. Nokkrar afburðakonur voru smám saman viðurkenndar gáfaðar en alltaf tekið skýrt fram að þær væru undantekning- ar frá reglunni sem gilti um kyn þeirra. Svava fæddist í Neskaupstað árið 1930, dóttir séra Jakobs Jónssonar og Þóru Einarsdóttur konu hans. Systkinin voru fimm og meðal þeirra var leikritaskáldið Jökull Jakobsson. Fjölskyldan fluttist til Kanada þegar Svava varfimm ára og þar ólst hún upp en þau fluttu heim aft- urárið 1940. Sumar sögurnar í 12 konum lýsa því að vera ung kona á þessum árum. Sögurnar segja frá forsmáðum, særðum og reiðum konum en á undarlega flatan og bældan hátt sem endurspeglar miklar tilfinningar en óöryggi, bæði gagnvart söguefninu og frásagnaraðferðinni. Safnið geymir 12 smásögur og tvær þeirra einkennast af fráhvarfi frá hinni raunsæju hefð. Þar er ekki aðeins vísað til bókmennta, heldur efast um hvort bókmenntir skapi veruleikann eða öfugt. Gagnrýni þessara fyrstu sagna varðar því ekki aðeins samfélag og hugmyndafræði held- ur er spurt: Hversu verulegur er veruleiki okkar? í næsta smásagna- safni Svövu Veislu undir grjótvegg (1967) var helmingur sagnanna furðusögur. Kona án heila á ekki við vandamál að stríða. („Sögu handa börnum" vilja efnilegu börnin á heimilinu sjá hvernig mannsheili lítur út. Móðirin sest á eldhúskoll, elsti sonurinn sagar hauskúpuna sundur, tekur heilann upp, skoðar hann og ætlar svo að fleygja honum í ruslið. Heilamissirinn breytir ekki miklu fyrir konuna, það er til dæmis ekkert erfiðara fyrir hana að skilja dönsku kvenna- blöðin sem hún kaupir. Furðusögur Svövu eru fyndnar og húmor þeirra og íronía byggist ekki minnst á samræðum textans við aðra texta. Biblían er nánast gef- inn innri texti í öllum skáldskap Svövu en auk hans vísar hún til texta úr heimsbókmenntasögunni, goðsagna, ævintýra og kvennablaða. Sögur hennar verða grimmastar og gróteskastar þegar hún ræðst til atlögu við sjálft málið, hefðbundnar klisjur og orðatiltæki sem fólk notar án umhugsunar; „að fórna sér", „að gefa hönd sína." Inntak trú- arlegra athafna sem staðsetja konur á einhvern hátt í samfélaginu, er afhjúpað með því að rugla saman helgisiðum (brúðkaup verður að jarðarför), tákn eru „misskilin" með þvi að þau eru skilin bókstaflega (brúður heggur af sér hönd til að geta gefið hana fyrir altari) og þannig eru dulin merkingarsvið afhjúpuð og gerð sýnileg. Veisla undir grjótvegg olli töluverðum titringi í íslenska bók- menntaheiminum en þá kastaði fyrst tólfunum þegar Leigjandinn (1969) kom út. Leigjandinn Leigjandinn hefst á þessari setningu: „Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir." Vitundarmiðja sögunnar er hin nafnlausa kona sem er gift Pétri. Þau búa í leiguíbúð en eru að byggja sér einbýlishús, eins og helmingur íslensku þjóðarinnar á sjöunda áratugnum. Dag einn birt- ist bláókunnur maður í íbúð þeirra og sest upp hjá þeim. Hann býr um sig í forstofunni þeirra. Þau verða smám saman háð honum sálfræði- lega og kalla hann „leigjandann". Innilokun og frelsi eru það sama í augum konunnar og lífstakmark hennar felur ( sér ósættanlegar andstæður. Með þessari grundvallar- hugmynd Leigjandans sameinar Svava Jakobsdóttir þrjú svið bókar- innar; sálarllf konunnar og stöðu hennar ( fjölskyldunni, stöðu fjöl- skyldunnar í samfélaginu og stöðu íslands gagnvart öðrum löndum. Leigjandinn var strax skilinn sem pólitísk háðsádeila á ameríska herinn og menn reyndu að láta eins og þeir sæju ekki hinn femíníska boðskap. 42 / 2. tbl. / 2004 / vcra

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.