Vera - 01.04.2004, Qupperneq 43

Vera - 01.04.2004, Qupperneq 43
kerinu heldur „endurheimta" það. Danska lögreglan hefur tvær kenn- ingar; dóttirin er hryðjuverkamaður eða brjáluð. Á bak við Gunnlaðar sögu liggur ýtarleg rannsókn Svövu Jakobs- dóttur á heimildum um Gunnlöðu í forníslenskum bókmenntum. Hún ber heimildirnar saman og birtir fræðilegar niðurstöður sínar í grein sem hét „Gunnlöð og hinn dýri mjöður" og birtist í tímaritinu Skírni (haust 1988). Eins og kunnugt er segir Snorri Sturluson í Snorra-Eddu (1220- 1230) að Óðinn hafi tælt Gunnlöðu, dóttur Suttungs jötuns, til ásta við sig og haft þannig af henni skáldamjöðinn sem henni hafði verið trú- að fyrir að gæta. Svava bendir á að Gunnlaðarþáttur í hinum fornu Hávamálum (800-1100) hafi í stórum dráttum verið túlkaður á sama veg. Eftir rannsóknir sínar á Gunnlaðarþætti Hávamála, sem er bæði flókinn og torskilinn, kemst Svava að þeirri niðurstöðu að þar sé greint frá helgisið, konungsvígslu í heilögu konungdæmi þar sem Gunnlöð veitir konungsefninu Óðni vald til að ríkja með heilagri dreypifórn („hinum dýra miði") og helgum armlögum. Frásögnin lýsi þannig hlið- stæðu ferli og sjá má í sögum um hina írsku gyðju „Sovereignty" sem var gyðja lands og konungs. Konungurinn „giftist" í raun landinu með táknrænni helgiathöfn og undir trúnaði hans við landið og landsins gyðju var farsæld samfélags komin og eðlileg framvinda lífs. I mínum augum breytti Svava Jakobsdóttir skilningi okkar á Snorra-Eddu og norrænni goðafræði með rannsóknum sínum og þessari bók sem ég tel eitt mesta stórvirki 20. aldarinnar. Að endurheimta söguna. Hið horfna goðsögulega samfélag sem Svava Jakobsdóttir býr til í Gunnlaðar sögu er ekki upprunagoðsögn um mæðraveldi. Vald gyðj- unnar er bæði andlegt og veraldlegt og trúnaður við hana er trúnað- ur við lífslögmálið sjálft. Konur gegna mikilvægu trúarlegu hlutverki í þvf samfélagi sem lýst er, kynin skipta með sér verkum og virða hæfi- leika hvors annars. Á sama hátt og með raunsæishefðina lyftir Svava Jakobsdóttir upp hinni duldu merkingu, sem þó er til staðar í textun- um, og hugmyndir okkar um fortíð og sögu breytast. Um margt má segja það sama um fræðistörfin sem hún stundaði síðustu ár ævi sinn- ar en hún var bókmenntafræðingur að mennt. Hún skrifaði fjórar gagnmerkar greinar um Jónas Hallgrímsson og íslenska rómantík en greinarnar voru gefnar út á bók undir titlinum Skyggnst á bak við ský árið 1999. Árið 1989 kom út smásagnasafnið Undir eldfjalli, fimmta smá- sagnasafn hennar. Þar nær smásagnalist Svövu hámarki í fágun og fegurð og þó eru það sennilega hinar grótesku sögur Veislunnar sem hæst ber í höfundarverki hennar, næst á eftir Gunnlaðar sögu. Ég endaði viðtalið sem ég tók við Svövu Jakobsdóttur árið 1990 á þessum orðum, sem ég geri jafnframt að lokaorðum mínum núna: „Það er orðið dimmt og ég uppgötva mér til skelfingar að ég er búin að tefja fyrir Svövu Jakobsdóttur í meira en sex tíma. Sá tími leið hratt á meðan ég hlustaði á þessa dimmu rödd sem dvelur við orðin og setningarnar, rödd sem er nátengd femínistískri, sósíalistískri og ekki síst bókmenntalegri umræðu á Islandi síðan í lok sjöunda áratugarins. Það er kominn tími til að þakka fyrir sig." Heimildir: Ástráður Eysteinsson: „Að eiga sér stað. Tómarúm, staður og steinn í sögum Svövu Jakobsdóttur" Andvari, 126. árg. 2001. Dagný Kristjánsdóttir, 1991. Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur. Kennarahandbók, Reykjavík, Forlagið. sama: „Hvert einasta orð er mikilvægt." Viðtal við Svövu Jakobsdóttur Tímarit Máls og menningar, 51. árg., 3. h. 1990. sama: „Stabat Mater Dolorosa." Um Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdótt- ur", Andvari, 113. árg. 1988. sama: „Á mörkunum" Jón á Bægisá, 1. tbl. 1997. sama: „Veggur úr grjóti, varða úr orðum" formáli að stórbókinni: Svava Jak- obsdóttir, Forlagið, 1994. http://www.bokmenntir.is/bokmenntavefurinn.nsf /pages/rithofundur0423 Hið persónulega er pólitískt Árið eftir Leigjandann var hið femíníska leikrit Hvað er í blýhólknum? sýnt í frábærri leikstjórn Mariu Kristjánsdóttur (1970), m.a. í sjón- varpinu. Sýningin var í besta Daríó Fó stíl og hafði mikil áhrif enda morðfyndin þrátt fyrir pólitísku broddana. Leið Svövu lá síðan út í hina virku stjórnmálabaráttu. Hún var þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á árunum 1971-1979 og á þeim tíma skrifaði hún leikrit. Seinna kom leikritið Lokaæfing sem var sett upp í Þjóðleikhússkjallaranum árið 1983. I því má sjá aðrar áherslur en í fyrri sögunum og Gunnlaðar saga (1987) staðfesti að Svava Jakobsdóttir vildi ekki aðeins breyta hugsun samtíma síns, heldur hugmyndum hans um sögu sína. í viðtali 1990 sagði Svava eftirfarandi um samband reynslu og raunveruleika: „Ég hef alltaf laðast að furðusögum og það er kannski til marks um að mér hefur aldrei fundist að veruleikaskilningur sem byggir á rökhyggjunni einni saman sé sérlega skynsamlegur eða í samræmi við raunveruleikann yfirleitt. Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé til einhvers konar frumlæg tilfinning sem geti orðið svo sterk að hún taki völdin af manni. Hvort ekki sé til eitthvað sem við getum kallað „tilfinningaminni", minni sem er óháð vitsmunum okkar og þar með öðruvísi en þau fyrirbæri sem við eigum hugtök yfir." (9) Þetta „tilfinningaminni" var ef til vill skýrasta leiðarljósið í upphafi þeirrar löngu ferðar sem endaði í Gunnlaðar sögu. Edda aldinfalda Sögumenn Gunnlaðar sögu eru tveir; móðir og dóttir. Móðirin flýgur til Kaupmannahafnar til að bjarga dóttur sinni sem situr í fangelsi, ákærð fyrir að hafa reynt að stela gullkeri úr fornminjadeild danska Þjóðminjasafnsins. Dóttirin staðhæfir að hún hafi ekki reynt að stela vera / 2. tbl. / 2004 / 43

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.