Vera - 01.04.2004, Qupperneq 44
/ SVAVA JAKOBSDÓTTIR
<£» Kristín Ástgeirsdóttir
„Það mcí segja, að það hafi verið mitt fyrsta baráttumál
í lífinu að vera tekin gild, enda þótt ég væri stelpa."
(Svava Jakobsdóttir í viðtali 1974).
Þingkonan Svava Jakobsdóttir
»Þær eru ekki margar konurnar sem sett hafa mark sitt á íslenska stjórnmálasögu.
Ein þeirra er án efa Svava Jakobsdóttir rithöfundur sem gerðist málsvari baráttu
kvenna fyrir jafnrétti á áttunda áratugnum, innan veggja Alþingis. Svava átti mikinn
þátt í að fá þau jafnréttislög samþykkt sem nú er svo mjög sótt að og hún kom bar-
áttumálum kvenna svo sannarlega á dagskrá.
Það var árið 1922 sem kona var fyrst kjörin á
þing á (slandi, sjö árum eftir að konur fengu
takmarkaðan kosningarétt til Alþingis. Næstu
áratugina voru þær konur teljandi á fingrum
þeggja handa sem settust á þing. Það var því
mikið verk að vinna þegar kvennahreyfingin
gekk í endurnýjun lífdaga um og upp úr
1970. Kynjamisréttið blasti alls staðar við. Á
Norðurlöndunum var m.a. brugðist við með
því að fjölga konum verulega á þingi og í
sveitarstjórnum, ekki þó á íslandi. Tregðan
var mikil eins og umræður næstu ára áttu eft-
ir að leiða í Ijós. Aðgerðir og kröfur róttækra
kvenna urðu þó til þess að femínistarnir
Svava Jakobsdóttir rithöfundur og Vilborg
Harðardóttir blaðamaður og rauðsokka
komust á þing en báðar eru nú farnar yfir
móðuna miklu.
Svava Jakobsdóttir var kjörin á þing árið
1971 fyrir Alþýðubandalagið og var lengst af
ein þriggja kvenna á þingi meðan hún sat
þar. Fyrr um veturinn hafði hún verið í sviðs-
Ijósinu eftir að leikrit hennar Hvað er í blý-
hólknum? vakti mikla athygli og umræður en
það fjallaði einmitt um stöðu kvenna. Svava
var meðal þekktustu, róttækustu og umtöl-
uðustu rithöfunda þjóðarinnar. Á sama tíma
var Rauðsokkahreyfingin að stíga sín fyrstu
spor. Umræðan um stöðu kvenna var mikil
og hver var betur fallin til að gerast fulltrúi
nýrra kvenfrelsissjónarmiða á þingi en sú
kona sem hafði hrist svo rækilega upp í um-
ræðunni með smásögum sínum og leikriti? [
þeim lýsti hún heimi kvenna sem voru inni-
lokaðar í borgaralegum heimi takmarkalausr-
ar efnishyggju án takmarks og tilgangs. Eins
og tilvitnunin hér að ofan sýnir hafði Svava
lengi hugsað um stöðu kvenna en hún hafði
líka búið í Svíþjóð og þar var umræðan um
misrétti kynjanna komin vel á veg þegar
fyrstu sögur Svövu komu út. Svava bjó því að
góðu veganesti þegar hún hélt til þings og
hún naut stuðnings femínista úti í þjóðfélag-
inu.
Jafnlaunaráð - forveri Jafnréttisráðs
Fyrsta þingmál Svövu var um stofnun Jafn-
launaráðs sem átti að hafa það hlutverk að
tryggja jöfn laun karla og kvenna. Þar með
gaf hún tóninn, hún ætlaði að beita sér fyrir
málefnum kvenna. Frumvarp hennar var
samþykkt árið 1973 og var forveri jafnrétt-
islaga og Jafnréttisráðs sem stofnað var 1976.
í ræðu um Jafnlaunaráð sagði Svava að meg-
inmarkmiðið væri að fá í lög skýlaus ákvæði
um launajafnrétti og bann við misrétti á
vinnustöðum. Síðar í ræðunni sagði hún:
„Það er spá mln, að þegar farið verði að líta á
konur sem jafnréttháa fyrirvinnu og karla og
vinnu þeirra sem jafn verðmætt vinnuafl í
þjóðfélaginu, þá muni slík stofnun sem Jafn-
launaráð verða óþörf." Eins og kunnugt er er
sá tími sem Svava lýsti ekki runninn upp enn.
Femínistum þessa tíma voru málefni úti-
vinnandi kvenna hugleikin og sést það vel í
málflutningi Svövu. Fyrir utan að leita leiða til
að binda endi á hið eilífa launamisrétti var
hún ötul baráttukona fyrir uppbyggingu leik-
skóla og flutti frumvörp um þau mál. Sívax-
andi hópur útivinnandi kvenna rak sig
stöðugt á skort á dagvistarúrræðum og mikla
tregðu stjórnvalda til að bæta þar úr og
Svövu var vel Ijóst hve mörgum foreldrum
gekk illa að koma vinnu og fjölskyldulífi heim
og saman. í hennar augum var það forsenda
fyrir sjálfstæði kvenna að boðið væri upp á
góða félagslega þjónustu og var hún sam-
stíga rauðsokkum í því. Þrátt fyrir endalausar
tillögur og kröfur tók um 30 ár að koma dag-
vistarmálum í þolanlega höfn. Svava vann að
nýjum grunnskólalögum 1974 og vildi sjá
miklu meiri valddreifingu og lýðræði í skól-
um Reykjavíkur þar sem setja átti fjölda skóla
undir eina fræðslunefnd. Hún vildi sjá fleiri
koma þar að málum.
[ umræðum um ný jafnréttislög árið 1976
kom Svava inn á þau málefni sem þóttu hvað
brýnust í kvennabaráttunni. Þar á meðal var
nauðsyn þess að stytta vinnutímann en sú
umræða hefur legið mjög í láginni undanfar-
in ár og vinnutíminn að lengjast ef eitthvað
er. (annrarri ræðu um jafnréttislögin tíundaði
Svava það sem Kvenréttindafélaginu og
rauðsokkum þótti brýnast en það voru, auk
dagvistarmála, skóladagheimili, rétturtil leyf-
is í veikindum barna, samfelldur skóladagur
og endurskoðun námsefnis til að rótgrónum
hugmyndum um hlutverk kynjanna væri ekki
viðhaldið. f þessri ræðu sagði Svava: „heildar-
niðurstaðan er sú, að til að tryggja að bæði
kynin sitji við sama borð verður að gera ráð-
stafanirtil aðallirgeti gegntforeldrahlutverki
44 / 2. tbl. / 2004 / vera