Vera - 01.04.2004, Síða 46

Vera - 01.04.2004, Síða 46
Guðrún M. Guðmundsdóttir Ó-femínískt uppeldi » í þessum pistil datt mér í hug að gefa börnum og sambýlismannni mínum frí frá því að ég beri skoðanir þeirra, hegðun og atburði úr einkalífinu á borð fyrir lesendur Veru. Ég hyggst nefnilega í þetta sinn beina athyglinni að sjálfri mér, eða því ófemíníska uppeldi sem ég sjálf hlaut og draumsýn sem brást. * Ég get með engu móti kvartað yfir þvi að hafa skort sterk- ar kvenímyndir í æsku því mamma mín, amma sáluga og eldri systir voru hver annarri einbeittari og viljasterkari og sátu þar að auki aldrei á skoðunum sínum. Á meðan karl- ímyndirnar í kringum mig - pabbi, stjúpafi og bróðir, voru kyrrlátir og Ijúfir menn sem létu minna fyrir sér fara. Þrátt fyrir töluvert kvennaveldi í fjölskyldunni sveif virðingin fyr- ir karlkyninu yfir vötnum og var hún allra mest áberandi hjá mömmu og ömmu. Virðingin lýsti sér einna skýrast í pirringi á konum sem voru þátttakendur á opinbera svið- inu. Ég minnist yfirlýsinga frá ömmu þess efnis að hún myndi ALDREI leita til kvenlæknis og svipsins á andliti hennar þegar minnst var á kvenpresta. Þá sagði hún ein- faldlega: OJ! Amma mín áttaði sig hreint ekkert á því hvað slíkar konur væru að vilja upp á dekk. Mamma, heilli kynslóð yngri en gamla konan, hafði mjög svipaðar skoðanir um yfirburði karla þó hún hafi sem betur fer snarlagast með aldrinum í þessum málum. Hún ÉG MINNIST YFIRLÝSINGA FRÁ ÖMMU ÞESS EFNIS AD HÚN MYNDI ALDREI LEITA TIL KVENLÆKNIS 0G SVIPSINS Á ANDLITI HENNAR ÞEGAR MINNST VAR Á KVENPRESTA. ÞÁ SAGÐI HÚN EINFALDLEGA: OJ! hélt því til dæmis blygðunarlaust fram þegar ég var að vaxa úr grasi að karlar ættu auðvitað að fá hærri laun en konur fyrir sömu vinnu. Mig minnir að rökstuðningurinn hafi verið eitthvað á þá leið að þeir ynnu fyrir allri fjölskyld- unni á meðan konurnar ynnu fyrir aukabruðlinu. Við systir mín, alveg frá því að ég man eftir mér, vorum þessu algjörlega ósammála og reyndum að verja kvenkyn- ið eftir bestu getu og það á ýmsan hátt: með háreysti, ranghvolfi augna eða með því að yfirgefa samræðurnar á dramatískan máta. Með tímanum urðu viðbrögð okkar sí- fellt yfirvegaðri þegar þessi mál bar á góma og loks urðu viðbrögðin bara vægt glott út í annað munnvikið og blikk hvor til annarrar. Þá höfðum við nefnilega öðlast meiri þroska og hugsuðum í hljóði að það væri tilgangslaust að pirrast út í eldri kynslóðina því þessar hugmyndir myndu hvort sem er deyja út með henni. Við vorum þar að auki handvissar um að dætur okkar, sem við hugsanlega gæt- um eignast ( framtíðinni, myndu ekki þurfa að sitja undir svona tali á sínum uppvaxtarárum. Kvenréttindakonan gufaði upp Ég botna því eiginlega ekkert í því hvernig á því stóð að unga kvenréttindakonan sem innra með mér bjó gufaði hreinlega upp í heil 10 ár á æviskeiðinu, eða frá því að ég var 18 ára og þar til að ég læknaðist af alvarlegu karl- rembutilfelli 28 ára gömul, þá tveggja barna, fráskilin há- skólastúdína. Sem ung gift kona, búsett lengst úti í heimi, lét kvenréttindakonan nefnilega ekkert á sér kræla. Öll til- vera mín á þessum árum snerist um fyrrverandi eigin- manninn. Hann var níu árum eldri en ég, ráðsettur og rík- mannlegur, og leit ég upp til hans í hvívetna. Á þessu tímabili þótti mérjafnframtfáttjafn stuðandi og viljasterk- ar, einbeittar og klárar konur sem voru óhræddar að láta skoðanir sínar í Ijós. Kvenréttindakonan vaknaði svo af dvalanum í tíma hjá Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur í Mannfræði stjórnmála vorið 1998. Síðan þá, og samfara femínískum þroska mín- um, sé ég að draumsýn okkar systra hefur á engan hátt ræst. Því virðingin fyrir karlkyninu svífur enn yfir vötnum, og það sem verra er, einnig hjá elstu dóttur minni 14 ára gamalli. Mér sýnist sem hugmyndin um yfirburði karla sé enn í fullu gildi þó að birtingarform hennar hafi breyst frá því að vera opinská og uppi á borði, eins og hjá mömmu og ömmu, ( það að vera pökkuð inn í smekklegri einstak- lingshyggjuumbúðir. Fyrrnefnd dóttir mín bað mig nefni- lega fyrir nokkrum vikum síðan, eftir kröftugar rökræður um laka stöðu kvenna í samtímanum, að velta fyrir mér þeim möguleika að karlar væru bara, þegar öllu er á botn- inn hvolft, einfaldlega betur gefnir og hæfileikaríkari en konur! 46 / 2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.