Vera - 01.04.2004, Side 52

Vera - 01.04.2004, Side 52
Martha Árnadóttir / ALÞINGISVAKTIN ÍSLENSKA friðargæslan - átakalínur á Alþingi » Islenska friðargæslan er tiltölulega ný stofnun í íslenska stjórnkerfinu. Á vefsíðu utanríkisráðuneytisins segir að friðargæsla sé samheiti yfir fjöl- þættar aðgerðir alþjóðastofnana til að tryggja frið á átakasvæðum. Grunn- hugmynd friðargæslu er að bregðast við ófriði eða ófriðarblikum með margþættum aðgerðum, bæði áður en átök brjótast út og eftir að stillt hef ur verið til friðar. Friðargæsluhugtakið tekur þannig til ýmiskonar fjölþjóð- legra aðgerða sem miða að því að koma í veg fyrir átök, koma á friði og skapa skilyrði fyrir varanlegum friði. Síðan skilgreinir utanríkisráðuneytið eftirfarandi grunn- flokka friðargæslu: Hefðbundin friðargæsla og hættuástandsstjórnun Aðgerðir til að halda hættuástandi í skefjum með viðveru og starfi lögreglu og herliðs. Eftirlits- og þjálfunarstörf Aðgerðir alþjóðastarfsliðs til að tryggja stöðugleika og starfa með heimamönnum á átakasvæðum í því skyni að koma í veg fyrir að átök. Uppbyggingarstarf Verkefni borgaralegra sérfræðinga sem stuðla að upp- byggingu stjórnmála- og efnahagslífs til að koma á varan- legum friði. Mannúðar- og neyðaraðstoð Alþjóðastofnanir veita flóttafólki og fórnarlömbum átaka margvíslega mannúðar- og neyðaraðstoð. Eins og sjá má er friðargæslu ætlað heilmikið starf í þágu friðar og mannúðar í heiminum og margir fullyrða að við (slendingar eigum fullt erindi í friðargæslu á alþjóðavett- vangi við hlið annarra þjóða. ( framhaldinu vaknaði forvitni Alþingisvaktarinnar um afstöðu þingmanna til Islensku friðargæslunnar og þá sér- staklega þeirra þingkvenna sem hafa látið utanríkismálin til sín taka. Eins og vænta mátti lítur hver sínum augum „silfrið" og ekki þurfti að vafra lengi um Alþingisvefinn til að átta sig á þeim átakalínum sem skarast um íslensku friðargæsluna. Pólitíkin í þróunarsamvinnunni Þórunn Sveinbjarnardóttir (Samf.) hefur lengi látið utanrík- ismál til sín taka og greinilega má merkja tortryggni hjá Þórunni varðandi ýmsa þætti í rökstuðningi fyrir tilvist ís- lensku friðargæslunnar. Hún hefur m.a. spurt Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra hvernig hann rökstyðji það að reikna fjárframlag (slands til borgaralegrar friðargæslu (eins og íslenska friðargæslan er skilgreind), sem framlag íslands til þróunarsamvinnu? Kjarninn í svari utanríkisráð- herra er að friðargæsla sé mikilvægt fyrsta stig þróunarað- stoðar og jafnan forsenda þess að hefðbundnari þróunar- aðstoð geti átt sér stað. Þórunn setur greinilegt spurn- ingamerki við þennan rökstuðning og einnig þann sem gerir ráð fyrir að mannúðar- og neyðaraðstoð sé nátengd friðargæslu og viðlagastjórnun, eins og gert er ráð fyrir í tillögum og greinargerð starfshóps um þátttöku fslend- inga í borgaralegri friðargæslu frá árinu 2000. Þórunn lagði aðra fyrirspurn fyrir utanríkisráðherra þar sem hún fór fram á svör við ýmsum spurningum sem tengjast skilgreiningum alþjóðastofnana á þróunarað- stoð. Þórunn nefndi sérstaklega Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC) og í kjölfarið hvers konar verkefni teljast þró- unarsamvinna samkvæmt skilgreiningu DAC. Síðan vildi Þórunn vita hversu stór hluti þróunarsamvinnu annarra aðildarríkja DAC er borgaraleg friðargæsla. Að lokum spurði Þórunn hvort eitthvert þeirra 48 ríkja sem skil- greind eru sem fátækustu ríki í heimi hafi notið aðstoðar íslands í formi borgaralegrar friðargæslu. Þau sem vilja lesa svör utanríkisráðherra finna þau á www.althingi.is. Eftir að hafa rýnt í umræður og skoðanaskipti Þórunnar og utanríkisráðherra er nokkuð Ijóst að þar er tekist á um innihald og forgangsröðun varðandi þátttöku íslendinga í þróunaraðstoð og samvinnu. 52 / 2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.