Vera - 01.04.2004, Side 56

Vera - 01.04.2004, Side 56
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Jafnréttisstofa Reynsla og samanburður á fæðingarorlofi á Norðurlöndunum » Á vegum Jafnréttisstofu er í gangi verkefni sem heitir „Reynsla Norðurlandanna af mæðra- og feðraorlofi og áhrif þess á jafnrétti kvenna og karla," sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið er unnið af Fríðu Rós Valdimarsdóttur og umsjónarmaður er Ingólfur V. Gíslason. * Öll lönd hafa einhverjar opinberar reglur varðandi möguleika fólks til að fá leyfi frá vinnu vegna fæðingar barns. Markmið verkefnisins er að gera grein fyrir ólíkum leiðum sem hvert Norðurland hefur farið í foreldraorlofs- málum og reynslunni af því. Leitað verður að svörum við því hvort fæðingaorlof hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á möguleika kvenna á vinnumarkaði, launamun karla og kvenna, skiptingu heimilsstarfa, umhyggju feðra gagnvart börnum sínum, kynskipta vinnumarkaðinn og raunveru- lega möguleika karla og kvenna til að eiga bæði frama á vinnumarkaði og jafnframt lifa auðugu fjölskyldulífi. Mikill munur er á kerfinu innan Norðurlandanna og lög og reglur hafa tekið miklum breytingum hin síðari ár. ( verkefninu verða meðal annars lög og lagabreytingar raktar frá fyrstu lögum um hvíld vegna fæðingar barns, tölfræðilegar upplýsingar verða settar í ýmis samhengi, niðurstöður skoðanakannana reifaðar og almennri umfjöllun um orlofsmál gerð skil. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ, kynnir nið- urstöður rannsóknar. Lok Evrópuverkefnis um fæðingar- og foreldraorlof í fjórum löndum Elín Antonsdóttir, verkefnisstjóri, þiggur blómvönd frá Mar- gréti Maríu Sigurðardóttur, fram- kvæmdastjóra Jafn- réttisstofu, fyrir vel unnin störf. Verkefnið „Culture, custom and caring - men's and women's poss- ibilities to parental leave," eða „Menning, umgjörð og umhyggja - möguleikar karla og kvenna til foreldraorlofs," er Evrópuverkefni sem lauk í byrjun mars 2004. Það stóð yfir í rúmt ár. Heildar- kostnaður verkefnisins var um 25 milljónir króna. Félagsmálaráðu- neytið lagði fram 80% kostnaðar við framkvæmd verkefnisins og lagði Evrópusambandið til það sem vantaði upp á. Verkefnið var hluti af jafnréttisáætlun Evrópusambandsins. Markmið verkefnisins var að skoða ólíkt samspil kynjahlutverka, menningar og siðvenja, laga og reglugerða, og hvernig þessir þættir hindra eða auka möguleika kvenna og karla á að vinna saman að uppeldi barna sinna. Sérstaklega var horft til fæðingar- og for- eldraorlofsreglna og nýtingar mæðra og feðra á þeim réttindum sem í hverju landi þjóðast að þessu leyti. Þann 5. mars 2004 var haldið málþing á Akureyri um verkefnið og niðurstöður þess. Þar gerði Þorgerður Einars- dóttir, lektor í kynjafræðum við Háskóla íslands, grein fyrir rannsóknarhluta verkefnisins og erlendu þátttakendurnir héldu stutt erindi um stöðu þessara mála í sínum heima- löndum. Málþinginu lauk svo með frumsýningu valdra kafla úr heimildamynd sem unnin var samhliða rann- sókninni. Skýrsla verkefnisins er aðgengileg á heimasíðu Jafnréttisstofu, http://www.jafnretti.is/caring/docs/CCC_ FinalReport.pdf, og vonast er til þess að myndin verði sýnd í ríkissjónvarpinu og á evrópskum sjónvarpsstöðvum innan tíðar. Á döfinni hjá Jafnréttisstofu Af nógu er að taka í jafnréttismálum þessa dagana eins og áður. Starfsfólk Jafnréttisstofu mun sækja ráðstefnu um kvennahreyfingar í Reykjavík í júní næstkomandi. Þá er Jafnréttisstofa að hefja undirbúning málþings um jafnrétti í forræðismálum sem stefnt er að því að halda í lok ágúst í Reykjavík. ( nóvember verður svo haldin ráðstefna á Akureyri um vest-norrænt samstarf við norðurskauts- svæðin. Sú ráðstefna verður kynnt nánar í næstu eintökum af VERU. 56/2. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.