Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
73
Ennfremur hefir Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður
Kvennasögusafns Islands, lagt ritinu til einstæða og merka
ritsmíð, sem hún nefnir Barnsburð. Er það mikið gleðiefni
að nú skuli hilla undir síðasta áfanga verksins. Stjórnin vill
hér láta í ljósi virðingu sína og einlæga þökk fyrir alúð við
störf þeirra Bjargar, Önnu og Helgu vegna stéttartalsins.
Trú okkar er sú, að svo vel sem samtíðin meti það sem fram
kemur í ritverkinu, þá muni afkomendurnir ekki síður meta
gildi þess. Störf Maríu Þorsteinsdóttur við vélritun og
samræmingu voru svo vel unnin, að sífellt er til þess vitnað
við úrvinnslu þeirra upplýsinga og til Maríu hugsað með
þakklæti.
Þjóðhátíðasjóður
Send var umsókn um styrk úr þjóðhátíðasjóði, dags.
19.04.1978 og í umsókninni nefnd upphæð kr. 3.000.000.00.
Við úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 1978 var L.M.F.f. ekki í
hópi þeirra, er hlutu styrk. En stjórnin endumýjaði umsókn
sína um styrk úr þjóðhátíðasjóði, dagsettri 21.02.1979 og bað
um sömu upphæð, kr. 3.000.000.00 — svar hefur enn ekki
borist.
Formaður ritaði bréf til fjárveitinganefndar Alþingis þann
26.05.1977 og sótti um styrk til útgáfu stéttartalsins „Ljós-
mæður á ísíslandi” f.h. félagsins. Á fjárlögum 1978 voru
félaginu veittar kr. 300.000.00 — þrjúhundruðþúsund. Hinn
27.11.78 skrifaði formaður enn vegna sama málefnis og
leitaði eftir fjárstuðningi Alþingis til útgáfu ritsins og enn
með jákvæðum árangri, því á fjárlögum 1979 eru félaginu
veitt aftur kr. 300.000.00 — þrjúhundruðþúsund. En áður
hafði stéttartalinu borist frá sveitarstjórnarmönnum (sam-
kvæmt bréfi formanns rituðu í maí 1977) kr. 1.675.000.00.
Eins og fram kom á síðasta aðalfundi á að hefja skipulega
áskrifendasöfnun, þar sem áskrifendum er gefinn kostur á
ritinu á útgáfuverði og tekið við greiðslu upp í kaupverð.
Fjöldi áskrifenda mun nú vera 360. Sérstök ástæða er að
nefna og þakka þátt Norðurlandsdeildar í áskrifendasöfnun-
inni. En markið er 5—600 áskrifendur, þar sem þessi