Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 39
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
87
Rœða próf. Sigurðar S. Magnússonar
við útskrift úr Ljósmœðraskóla
íslands haustið 1979
Kæru verðandi ljósmæður og aðrir góðir gestir,
Mér er það sönn ánægja að ávarpa ykkur, ungu ljós-
mæður, á þessum merku tímamótum í lífi ykkar. Enn einu
sinni útskrifast glæsilegur hópur úr Ljósmæðraskólanum og
bætist við hina virðulegu ljósmæðrastétt okkar lands.
Við kennarar ykkar og aðrir þeir, sem hafa á einhvern
hátt stuðlað að menntun ykkar gleðjumst yfir því að þið
hafið náð þessu takmarki. Undanfarin ár hefur námsefni
skólans verið þyngt að mun vegna þeirrar öru framþróunar,
sem orðið hefur í fæðingafræðinni, bæði hvar snertir skilning
okkar á þeim líffræðilegu og lífeðlisfræðilegu þáttum, sem
meðganga og fæðing byggjast á, og hvað snertir þá tækni-
væðingu, sem við nú ráðum yfir okkur til hjálpar. Það hafa
verið gerðar til ykkar miklar kröfur og það hefur valdið
okkur talsverðum áhyggjum, hvort þið mynduð ráða við þau
verkefni, sem ykkur voru ætluð á þessari of stuttu skóla-
göngu. Enginn vafi er á því, að það þarf að lengja og breyta
skólagöngunni til þess að uppfylla kröfur nútímans. En þið
hafið allar staðið ykkur vel, lagt hart að ykkur, og ég efast
ekki um, að þið verðir allar verðugir fulltrúar ykkar stórkost-
legu stéttar.
Sitjandi frá vinstri: Eva Einarsdóttir, Guömundur Jóhannesson,
Kristin Tómasdóttir og Sigurður I. Magnússon. Neðri röð standandi frá
vinstri: Ingibjörg Huld Guðmundsdóttir, Drífa Björnsdóttir, Anna
Dóra Sigurhansdóttir, Ólafía Guðmundsdóttir, Unnur Dóra Kristjáns-
dóttir, Hulda Skúladóttir, Kristín Gunnarsdóttir og Björk Tryggvadótt-
ir. Efri röð frá vinstri: Jóhanna Hauksdóttir, Jana Reynisdóttir, Solvej
Diirke Hansen, Hildur Kristjánsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir,
María Jóna Hreinsdóttir, Lára Dóra Oddsdóttir og Lilja Skarphéðins-
dóttir.