Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 12
60
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
standi: Eftirlit með konunni um meðgöngutímann og fæð-
ingarhjálpin.
Á vörum okkar brennur því spurningin: Hvar stöndum
við og hvert stefnir? Erum við ánægðar með þá þróun, að
starfssvið okkar þrengist, á sama tíma og kröfumar um meiri
menntun aukast?
Ljósmæður verða að standa vörð um starfssvið sitt, að það
þynnist ekki stöðugt og dreifist á aðrar heilbrigðisstéttir, sem
hafa næg verkefni fyrir, en ekki sérmenntun í fæðingar-
fræðum.
Ekki aðeins er þetta nauðsynlegt ljósmæðranna vegna,
heldur vegna mæðranna, sem allar eiga þá sameiginlegu ósk,
að sama fólkið annist þær, fyrir, í og eftir fæðingu, að
einhverju marki eða eins og við verður komið. Öllum má
vera ljóst að æskilegt er, að þróunin verði einmitt í þá veru,
vegna þeirra margvíslegu jákvæðu áhrifa sem það hefur og
þess öryggis sem það veitir.
Mitt tillegg í umræðu dagsins er: Kvikum ekki frá
samþykkt alþjóðaþingsins í Washington árið 1972, að starfs-
svið okkar sé; fjölskylduáætlun, foreldrafræðsla, eftirlit um
meðgöngutíma, fæðingarhjálp, sængurlega og eftirlit eftir
fæðingu. Þetta allt á höndum ljósmæðra, en að sjálfsögðu í
mjög nánu samstarfi við fæðingar- og barnalækna og aðrar
heilbrigðisstéttir.
Mættum við einnig hafa í huga, að sú hugsjón sem hefur
einkennt störf ljósmæðra frá upphafi vega, mætti aldrei frá
okkur víkja. Mættum við halda áfram að vera lóð á
vogarskál lífsins,’ foreldrum og börnum þeirra til heilla í
órólegum og óöruggum heimi.
Hulda Jensdóttir.