Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 83 Suðurnesja um að komið verði á fræðslu og slökunarnám- skeiðum fyrir þungaðar konur á svæðinu. Aðalfundurinn gerði eftirfarandi ályktanir: Fagnar því að Suðurnesjamenn skuli njóta sérfræðiþjónustu, á flestum sviðum heilsugæslu. Fundurinn telur að mæðra- og ung- barnavernd sé mjög til fyrirmyndar, að því undanskyldu, að á vantar ungbarnaeftirlit í heimahúsum. Þá sé nauðsyn á slökunar- og fræðslunámskeiðum fyrir verðandi mæður. Hin ályktunin var á þá lund að fundurinn lýsir furðu sinni á þeirri ráðstöfun að fella niður endurgreiðslu á tannviðgerðum til þungaðra kvenna og telur að þessi ráðstöfun sé byggð á skilnings- og þekkingarleysi. Enn fremur vill fundurinn benda á að aðrar Norðurlandaþjóðir bæta mjög þjónustu við þungaðar konur bæði í barnafræðslu og beinum fæðingjarstyrkjum. Félagsfundur haldinn 2. október 1979 að Hallveigarstöðum Fundurinn var sérstaklega tileinkaður nýútskrifuðum ljósmæðrum. Fundinn sátu 85 ljósmæður. Formaður setti fundinn kl. 20.45, ávarpaði nýju ljósmæð- urnar nokkrum orðum og bauð þær velkomnar í félagið og til starfa. Sagði hún meðal annars: „Menntun ljósmæðra er hin mikilvæga undirstaða til starfsins, en sterk ábyrgðartilfinning og virðing fyrir starfinu þurfa að haldast í hendur ef vel á að fara. Þó tækni aukist og tímar breytist þá verður ábyrgð ljósmóðurinnar alltaf mikil og gildi þess að vera alltaf heill og sterkur mun einnig vara.” Gerði hún að einkunnarorðum sínum — til ungu ljósmæðr- anna — ljóðið „Virtu sjálfan þig hátt”, eftir Gunnar Dal. Að lokum sagði formaður, „Osk mín og von er sú að íslenskar ljósmæður haldi ávallt á lofti því merki er for- mæður okkar í stéttinni hafa gert með manndómi, dugnaði og fórnfýsi.” Afhenti hún síðan hverri fyrir sig lög félagsins, ritið „Ljósmæðrafræðsla og Ljósmæðrastétt á Islandi” eftir Sigur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.