Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 41
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 89 tengsl milli hinnar verðandi móður og þeirra, sem gæta hennar heilsu og heilsu barns hennar eru kannski enn meiri í dag í okkar streitufulla þjóðfélagi. Konurnar mega aldrei fá það á tilfinninguna, að þær séu í höndum tækja. Þær treysta þeim sem stýra tækjunum, ekki tækjunum sjálfum. Fyrir- rennarar ykkar sýndu skjólstæðingum sínum nærgætni og skilning og veittu þeim andlegan stuðning, gerið þið slíkt hið sama og ljóminn yfir ljósmæðrastéttinni mun aldrei minnka. Við skólaslit er það háttur aldraðra lærifeðra að gefa holl ráð og kannski er ég búinn að gera það nú þegar. Annað atriði, sem ég tel mikilvægt er að um leið og þið haldið áfram að læra í hinum mikilvæga skóla reynslunnar, að þið verðið alltaf opnar fyrir því sem horfir til framfara. Besta leiðin er að endurmennta sig eins oft og eins mikið og hægt er. Engar breytingar hafa orðið á kennsluliði skólans og vil ég þakka mínum samkennurum fyrir velunnin störf og sam- starf, sem hefur alltaf verið til mestu fyrirmyndar. YFirleitt þykir það nægilegt aðalstarf að vera skólastjóri skóla á Islandi, hjá skólastjóra Ljósmæðraskóla íslands er þetta aukastarf, og það hefur verið hægt að sinna því á viðeigandi hátt einungis með því að aðrir starfskraftar hafa tekið á sig hluta af byrðinni á svo frábæran hátt. Ég vil þakka matráðskonunni og hennar starfsliði fyrir þessar góðu veitingar. Ef ég á að segja eins og er, kvíði ég alltaf fyrir því á hverju ári, að þurfa að standa hér fyrir framan ykkur öll og halda hátíðlega ræðu, en hlakka til að borða þessar fínu brauðsneiðar og kökur, sem að auki eru ókeypis á þessum síðustu og verstu tímum. Kæru fyrrverandi nemendur, nýútskrifaðar ljósmæður, þið hafið valið ykkur ábyrgðarmikið lífsstarf, en ég hefi þá trú, að það að verða öðrum að liði í lífinu veiti meiri lífsuppfyllingu en allt annað. Ég þakka ykkur fyrir samveruna og óska ykkur alls góðs í framtíðinni. Hjartanlega til hamingju, lifið heil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.