Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 47
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
95
nýrnastarfsemi fósturs. Of lítið legvatn skerðir hreyfingargetu fósturs og veldur oft
vanskapnaði hjá fóstri.
Léleg starfsemi fylgju getur orsakast af mikið hækkuðum blóðþrýstingi hjá
móður, eða einhverjum æðasjúkdómum hjá henni.
A ðurfœtt andvana barn.
Athuga þarf hver var orsök dauða barnsins í móðurkviði, ef hún hefur fundist.
Margt getur valdið dauða fósturs, svo sem rhesus-ósamræmi, fylgjuþurrð, fylgjulos,
grindarþrengsli, sem leitt hafa af sér súrefnisskort, svo eitthvað sé nefnt.
Barn dáið á fyrstu viku.
Athuga þarf hver var dánarorsök barnsins. Til dæmis: sýkingar á meðgöngu,
sköpunargallar, litningagallar, fyrirburðarfæðingar —hyalin membrane syndrome,
misræmi milli fósturs og grindar— heilablæðingar, og margt fleira.
Kona með sykursýki.
Þær þurfa sérstakt eftirlit á meðgöngu. Meiri hætta er á fyrirburðarfæðingum
hjá þessum konum, einnig of stórum börnum — heilablæðingum i fæðingu,
vansköpuðum börnum og andvana fasddum börnum. Einnig er aukin hætta á
fylgjuþurrð og dauða barna rétt eftir fæðingu.
Pre-eclampsia og eclampsia.
Aukin hætta er á fylgjuþurrð við pre-eclampsiu og eclampsiu, en eclampsia er
mjög sjaldgæft nú. Einnig er aukin hætta á fyrirburðarfæðingum.
Aukin tíðni er á pre-eclampsiu, ef hún hefur komið upp áður.
Þvagfœra- og nýrnasjúkdómar á meðgöngu.
Aukin hætta er á fylgjuþurrð, fyrirburðarfæðingum og foetus mortuus, en aukin
tíðni er þegar þessar sýkingar hafa komið upp áður.
Hœkkaður blóðþrýstingur.
Sömu áhrif og við þvagfæra- og nýrnasjúkdóma á meðgöngu. Sjá ofar.
Afbrigðilegar stöður.
Var ákveðin orsök fyrir afbrigðilegri stöðu, svo sem Absolute grindarþrengsli,
myoma í legi, tumorar í pelvis, fyrirsæt fylgja, vanskapað leg, oligohedramnion,
hydramnion, sköpunargallar hjá bami, tumorará barni eða eitthvað annað.
Sectio caesarea.
Athuga þarf hvers vegna var gerður keisaraskurður. Orsökin getur bent á að gera
þurfi aftur keisaraskurð, þar eð konan geti ekki fætt eðlilega.
Hætta er á legbresti, sérstaklega ef gerður hefur verið klassískur keisaraskurðurá
henni, en það er algjör undantekning ef það er gert nú til dags.