Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
59
ástæðum. Ljósmæðrafélag íslands hefur ítrekað óskir sínar
um að ljósmæðralögin verði endurskoðuð, en án árangurs.
Allt fram á okkar daga hefur það verið hefð á íslandi, eins
og trúlega annars staðar, að ljósmóðirin í byggðarlaginu
hefur verið stoð og stytta fólksins, ekki aðeins í aðstoð og
eftirliti um meðgöngutímann, í fæðingu, eftir fæðingu og
ungbarnaeftirliti, heldur á fjölmörgum öðrum sviðum.
Nú er þetta að verða liðin tíð. Þær ljósmæður, u.þ.b. 40 að
tölu, sem enn eru í umdæmum, og starfa samkvæmt
lögunum frá 1933, hafa sumar mjög lítið starf með höndum,
nema þá helst að fylgja konum á fæðingarstofnanir, oft um
langan veg. Hinar gegna enn heilsugæslu dreifbýlisins, þar í
falið einnig ungbarnaeftirlit, þótt það sé í raun ekki
viðurkennt, sem þeirra löglega starf. f nýjum lögum um
heilbrigðisþjónustu á íslandi eru ákvæði um, að ljósmóðir
skuli vera starfandi í hverri heilsugæslustöð.
Samkvæmt samþykkt alþjóðaþings ljósmæðra í Washing-
ton, árið 1972, var starfssvið ljósmæðra skilgreint þannig:
Fæðingarhjálp, umönnun um meðgöngutímann, meðferð
ungbarna og mæðra eftir fæðingu, fjölskylduáætlanir og
foreldrafræðsla. Ljósmæðrafélag íslands hefur lagt áherslu á
að tekið sé mið af þessu við væntanlega breytingu á úreltum
ljósmæðralögum, enda eru þetta í raun þær starfsreglur, sem
íslenskar ljósmæður hafa starfað eftir frá upphafi, nema tveir
síðustu þættirnir, foreldrafræðsla og fjölskylduáætlanir, sem
hafa bæst við nú á seinni árum. En óðum færist nú í aukana,
að aðrir hópar úr heilbrigðisstéttum annist konur í sængur-
legum, svo sem hjúkrunarkonur og sjúkraliðar, en sam-
kvæmt íslenskum lögum er þetta lögverndað svið ljósmæðra.
f þessu sambandi vil ég leyfa mér að benda á þær
staðreyndir, að á sængurkvennagangi kvennadeildar ríkis-
spítaans í Reykjavík er ekki heimild fyrir einni einustu
ljósmóður, og heldur ekki á kvenlækningadeild, þ.e. með-
göngudeild.
Ljósmæður eru að vísu í starfi nú sem stendur á báðum
þessum deildum, en þetta hlýtur að teljast alvarlegt mál frá
sjónarmiði ljósmæðra, þ.e.a.s., hvernig að þessum málum er
staðið nú, og allt bendir til að foreldrafræðslan og fjölskyldu-
áætlunin fari brátt af höndum ljósmæðra, þannig að eftir