Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 10
50
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Úrdráttur úr fundargerð
aðalfundar Ljósmæðrafélags
íslands 1981
Aðalfundur LMFÍ var haldinn 9. maí s.l. að Grettisgötu 89.
Fundinn sóttu 60 ljósmæður.
Formaður setti fund kl. 14.00 og tilnefndi Jónínu Ingólfsdóttur
fundarstjóra og Sigurbjörgu Guðmundsdóttur fundarritara. Las
hún síðan heillakveðju til fundarmanna frá Steinunni Finnboga-
dóttur sem ekki gat setið fundinn vegna veikinda. Kveðjunni
fylgdi fagur blómvöndur. Var síðan gengið til dagskrár.
Skýrsla formanns:
Á aðalfundi Ljósmæðrafélags íslands 9. maí 1981.
Starfsemi félagsins gekk með hefðbundnum hætti að venju.
Haldnir voru 8 stjórnarfundir og 3 félagsfundir á starfsárinu.
Haustfundur:
Hinn árlegi haustfundur var haldinn 30. sept. 1980. Fundur
þessi var að venju haldinn í tengslum við útskrift ljósmæðra, sem
útskrifuðust frá Ljósmæðraskóla íslands 27. sept. s.l. Voru þær
14 að tölu.
Á fundinum flutti Rannveig Ólafsdóttir, frásögn af þingi, sem
hún sótti i Osló dagana 24.—25. sept. s.l.
Á því þingi var einkum fjallað um könnun, sem verið er að gera
á Norðurlöndum um það, hver þáttur feðra og systkina er, þegar
von er á nýjum einstaklingi í fjölskyldunni.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir ávarpaði fundinn f.h. 20 ára ljós-
mæðra og afhenti félaginu að gjöf kr. 110 þús. g.kr. með ósk um,
að þeim yrði varið til kaupa á húsbúnaði í húsnæði. Nú þegar
hefur verið keypt fyrir þessa peninga bókaskápur og vinuljós á
skrifborð. Vil ég f.h. félagsins þakka þessa höfðinglegu gjöf.