Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 53 Kjaramál í stefnu BSRB í síðustu kjarasamningum var lagt til grundvallar jafnlaunastefna. Nokkur árangur náðist fram í því máli, þó alltaf þurfi þetur að gera. Launamálanefnd Ljósmæðrafélags íslands undirritaði sérkjarasamning 6. nóv. 1980 fyrir ljósmæður sem vinna hjá ríkinu og stofnunum þess, svo og skipaðra ljósmæðra í umdæmum. Þar var þröngur stakkur skorinn um nokkrar kjarabætur eða tilfærslur með hækkun launaflokka, þrátt fyrir kröfur nefndar- innar í kröfugerð. Var því nauðugur einn sá kostur að ganga að tilboði ríkisins, að öðrum kosti fari málið fyrir kjaradóm, sem jafnan þykir neyðarúrræði og gefur yfirleitt ekki meira í aðra hönd. Er það ósk okkar og von að betri árangur náist í næstu samningalotu, sem verður i byrjun næsta árs. Á stjórnarfundi 29. jan. 1981 tilnefndi stjórnin nýja kjaramála- nefnd. í henni eru: Gróa M. Jónsdóttir Ingibjörg Pálmadóttir Torfhildur Þorleifsdóttir Varamenn: Svanborg Egi/sdóttir Bergljót Þórðardóttir Á árinu sátu fulltrúar félagsins fundi og ráðstefnur: Stjórnarfund ljósmæðra á Norðurlöndum Magnea Guðnadóttir yfirljósmóðir, Vennesborg, Svíþjóð. Heilbrigðisþing 16.—17. okt. s.l. Svanhvít Magnúsdóttir. Fræðslufund Bandalags kvenna um málefni fatlaðra Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Formannaráðstefnu BSRB 12.—14. nóv. 1980 Svanhvít Magnúsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.