Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 18
58 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Hér er birt skýrsla Steinunnar Finnbogadóttur, útgáfustjora stéttartals Ijósmæðra.f.h. ritnefndar. Steinunn var íforsvari fyrir útgáfu ritsinsf.h. LMFÍ, í formannstíð sinni, en á aðalfundi 1980, er hún lét af for- mennsku, var hún kjörin útgáfustjóri stéttartalsins. í ritnefnd eru: Sólveig Matthíasdóttir, formaður, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, ritari, Guðrún Lilja Magnúsdóttir, gjaldkeri, Halldóra Ásgrímsdóttir, Soffía Valdimarsdóttir. Skýrsla útgáfustjóra Stéttartals Ijósmæðra, f.h. ritnefndar. Bókaðir ritnefndarfundir eru 7 á árinu frá síðasta aðalfundi. Ritverkið „Ljósmæður á íslandi” er stórt verk, umfangsmikið og vandunnið, en eigi að siður hefur verkið dregist umfram það sem fyrirsjáanlegt þótti og að var stefnt. Eru það okkur öllum vonbrigði, en ritnefndin telur sig hvergi hafa slakað á til að hraða vinnslu á lokaþætti verksins. Til þess að slá lítillega birtu á málið þrátt fyrir tafir og ann- marka, er ástæða til að geta þess, að nú þegar komið er að loka- þætti verksins má segja að það hafi enn staðið fyrir sér sem eins- konar sjálfseignarstofnun hvað fjarreiður snertir og ekki íþyngt félaginu sem slíku, fjárhagslega. „Geymd en ekki gleymd”, eru þó framlög deildanna, gjafir og vinnuframlag fjölda Ijósmæðra við fjáröflun. Á fundi nefndarinnar 28. júlí 1980 voru meðal dagskrármála, fjármálastaða og fjáröflun, og gerði Guðrún Magnúsdóttir glögga grein fyrir stöðunni, taldi hún þörf fyrir hugmyndir um fjáröflun.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.