Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 20

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 20
60 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ og fundarmönnum í hverju þessi tímafreka samantekt lægi. Lét hún i ljós áhyggjur yfir því, að hún hefði lítið getað sinnt verkinu í september vegna annarrar vinnu. Ákveðið var að ritnefnd mætti ásamt Steinunni og Guðbjörgu heima hjá ritstjóra þann 27. þ.m. og yrði þar litið sameiginlega yfir starfið. Af ritnefndarfundi 19. mars er það helst til frétta, að Steinunn sagði frá viðræðum sem hún hefði átt við Ingvar Gíslason menntamálaráðherra og jákvæðum undirtektum ráðherra við beiðni hennar um styrk til Stéttartals ljósmæðra, staðfest með bréfi 12. mars 1981, svohljóðandi: „Fjárveitinganefnd Alþingis hefir undanfarin ár átt hlut að því að menntamálaráðuneytið hefir afhent stjórn Ljósmæðrafélags fslands fjárupphæð til þess að styrkja útgáfu ritsins Ljósmæður á íslandi. Útgáfa verksins hefir dregist hryggilega lengi. En nú liður að lokaþættinum og því leyfi ég mér enn einu sinni fyrir hönd félags- ins og útgáfustjórnar að fara þess á leit við yður, herra mennta- málaráðherra, að þér sýnið þann skilning og vinsemd að veita okkur nokkurn styrk, t.d. 5—7 þúsund krónur. Virðingarfyllst, Steinunn Finnbogadóttir. ” Þá upplýsti Steinunn að Lúther Jónsson f.h. prentsmiðjunnar Odda, hefði spurst fyrir um hvað LMFÍ hyggðist fyrir um útgáf- una og samning félagsins frá 18. okt. 1978, um að prentsmiðjan sæi um prentunina, og svaraði hún því, að vilji félagsins í því efni væri óbreyttur, en svo sem kunnugt er liggur nú fyrir um 600 áskrifendur, og á grundvelli þeirra byggist samningur féalgsins við prentsmiðjuna. Ritnefnd ræddi alla hugsanlega möguleika sína til þess að flýta verkinu og gerði ráðstafanir þar að lútandi, m.a. þær að óska eftir vinnuframlagi hjá þeim Helgu Þórarinsdóttur og Önnu Sigurðar- dóttur um uppröðun mynda í verk sín og frágang til prentsmiðju. Á ritnefndarfundi 29. apríl ’81, lá fyrir svar frá menntamála- ráðherra varðandi áðurnefnt bréf dags. 12. mars, þar sem leitað

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.