Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 21

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Side 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 61 var eftir fjárstuðningi við stéttartalið. Brefið var vinsamlegt og þvi fylgdi ávísun á 500.000,00 gkr., sem afhent var gjaldkera rit- nefndar. Einnig kom fram að Anna Sigurðardóttir hefir lokið lestri 3. prófarkar að verki sínu og skilað því til prentsmiðju. Helga Þórarinsdóttir les 2. próförk og vinnur að röðun og merk- ingu mynda. Björg Einarsdóttir hafði samband við ritnefnd, þar sem hún tjáði sig um það, að vegna timaskorts óskaði hún þess að Jónína Margrét Guðnadóttir yrði ráðinn meðritstjóri sinn, og myndi hún þá vinna þau æviágrip sem eftir er að vinna til fulls, og ganga frá þeim inn í stafrófsröð eftir þvð sem efni standa til, ennfremur hafi hún umsjón og framkvæmd viðskipta við prentsmiðju, þ.e.a.s. fari með handrit, sæki þau til prófarkalesturs og fleira. Stýri próf- arkalestri. Þesi störf og önnur er þarf að sinna vegna útgáfu bókarinar Ljósmæður á íslandi, vinni Jónína Margrét í fullu samráði við Björgu, sem er eftir sem áður ritstjóri verksins. Hún mun vinna með Jónínu eftir því sem hennar tími leyfir og verkefni krefjast. Þessi málaleitan var samþykt af hendi ritnefndar. Frágangur máls við ritstjórann var sá, að gögn ritsins verði áfram sem hingað til í umsjón og vörslu ritstjóra að Einarsnesi 4. Ráðning Jóninu er frá og með 1. maí hálft starf um 4 mánaða skeið. Markmið ritnefndar er, að verkið komi út á þessu ári. Þá var staðfest af ritnefnd, að Guðbjörg Magnúsdóttir sem nú er að störfum við stéttartalið, vinni áfram og heimild gefin til að leita til Þóru Guðnadóttur til aðstoðar. Ennfremur til prófarkalesturs, til þeirra Önnu Arnbjarnardóttur og Guðrúnar Sigríðar Vilhjálms- dóttur, svo og Margrétar Valdimarsdóttur til vélritunar, eða ann- arra eftir ástæðum. Þessar konur hafa allar unnið áður við stétt- artalið. Það er von útgáfustjóra og ritnefndar að fundarmönnum sé í aðalatriðum ljós framvinda verksins, og markviss vinna og vilji til þess að senn komi hin langþráða stund, að verkið Ljósmæður á íslandi sjái dagsins ljós. f.h. ritnefndar Steinunn Finnbogadóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.