Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 28

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 28
68 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ tion) í átt að „tachycardy”, en niður á við hjartsláttarfall (de- celeration, dipp) í átt að „bradycardy”. Síðan er forskeyti skeytt framan við m.t.t. tímatengsla við hríðir og fáum við þannig fram snemmkomin, siðbúin og breytileg hjartsláttarföll (early, late og variable decc). Það hefur sýnt sig að ákveðið samband er á milli samdrátta legsins og ákveðinna einkenna í mynstri rita. Flokkun hjartsláttarfalla (Deceleration, Dippa) I. Hjartsláttarföll skiptast í tvennt eftir útliti (mynd IV): a) Þau sem eru lík samdráttakúrvunni og kallast einslaga (uniform). b) Þau sem eru ólík samdrátarkúrvunni, geta verið breyti- leg og kallast því breytileg hjartsláttarföll (variable de- celeration). Einslaga (uniform) hjartsláttarföll eru yfir- leitt mjög svipuð frá einu til annars, en breytileg hjart- sláttarföll (variable deceleration) oftast frábrugðin að gerð. II. Hjartsláttarföll skiptast í þrennt eftir þvi hvenær hjartslátt- arfallið (deceleration), byrjar i tengslum við upphaf samdráttar (mynd V): a) Snemmkomin (early) hjartsláttarföll. b) Síðbúin (late) hjartsláttarföll. c) Breytileg (variable) hjartsláttarföll. Timatengslin segja mikið til um álagsþol fóstursins (reserve). 1) Snemmkomin hjartsláttarföll, þrýstingur á höfuð (Mynd Vla). (Early deceleration, erly dipp, head compression). Fallið (dippið) byrjar snemma jafnhliða samdráttarkúrvu legsins. Er yfirleitt einslaga (uniform) og svipað samdráttarkúrvunni. Þetta er talið stafa af þrýstingi á fósturhöfuð og því álitið saklaust. 2) Síðbúin hjartsláttarföll, fylgjuþurrð (Mynd Vlb). (Late deceleration, late dip, utero-placental insufficiense). Þetta hjart-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.