Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Page 30
70
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Mytxd IV.
\ry
fyrir og í fæðingu. Töfin (lag time) á fallinu, ásamt dýpt (ampli-
tude) og ristíma (recoverytime) segja nokkuð til um álagsþol (re-
serve) fóstursins, þ.e. ástand, blóðmagn og flæði fylgjubeðs.
(Mynd VII.).
3) Breytileg föll, þrýstingur á naflastreng (Mynd VIc.) (variable
deceleration, variable dipp, cord compression). Hér er útlitið á rit-
inu mismunandi frá samdrætti til samdráttar (þ.e. variable) og
Iíkist í engu samdráttarkúrvu legsins og stundum í engum ákveðn-
um tímatengslum við hana, þó oftast sé það tengt samdrætti. Hið
mismunandi útlit þess og oft næsta vinkilrétt form gerir auðvelt
að þekkja þetta fyrirbrigði frá hinum tveimur áðurnefndu. Þetta
rit fæst þegar þrýstingur verður á naflastreng, eða hann kemst í
klemmu og dýptin (amplitude) á fallinu og lengd þess og ristimi
(recovery time) er í nokkrum tengslum við magn og tímalengd
þess þrýstings sem á strenginn verður. Mynd VII. Þetta er auð-
þekkjanlegt og nokkuð öruggt mynstur.
Upphaf FHR falls (DECELERATION)
Mynd V.
Upphaf legsamdráttar
i