Ljósmæðrablaðið - 01.07.1981, Síða 34
larnaring
74
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Út frá breytingum á grunnlínu (base-line) og orsökum tíma-
bundinna breytinga á fósturhjartslætti (periodic variation) getum
við dregið upp eftirfarandi meginreglur:
IV) Orsakatengsl breytinga á grunnlínu:
1) Tachycardia er iðulega tengd vanþroska fóstri (premat-
ur-dysmatur), hita hjá móður, tachycaardi hjá móður,
vægum súrefnisskorti (hypoxiu) hjá fóstri.
2) Vaxandi tachycardia er oft fyrsta aðvörun um yfirvof-
andi fósturálag (distress).
3) Þegar saman fer tachycardia og síðbúið hjartsláttarfall,
sem jafnvel stendur í nokkrar sekúndur, þýðir það alvar-
legt fósturálag og enn alvarlegra er það ef sveiflur um
grunnlínuna eru litlar (lítið variabilitet).
4) Bradycardia getur orsakast af þrýstingi á höfuð á útvíkk-
unarstigi fæðingar og eins af þrýstingi frá þröngri grind.
Hægur hjartsláttur, svo fremi að sveiflur séu eðlilegar,
hefur ekki þótt benda á neitt alvarlegt, nema honum sé
samfara áberandi hjartsláttarfall (dipp). Brad. cardia er
þó oft merki um meðfædda hjartasjúkdóma.
5) Litlar eða engar sveiflur á grunnlínu fósturhjartsláttar
þýða:
heildarnæring
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
75
T
1
30
40
Mynd X.
Meðganga í vikum
S^uflanir á þeim hluta miðtaugakerfisins sem stjórnar fóstur-
hjartslætti t.d. vanþroska eða vanskapað fóstur.
b) Lyfjagjafir, verkjalyf, svefnlyf, róandi lyf.
c) Sofandi fóstur. Svefn varir í 20—30 mín. og eftir það
fer rit í eðlilegan gang.
d) Acidosis eða asphyxia samfara fleiri alvarlegum ein-
kennum í riti.
Eftirfarandi þrennt telst viðvörunarmerki:
1) Breytileg hjartsláttarföll af meðalgráðu.
2) Tachycardia.
3) Jöfn, sveiflulítil grunnlína.
Eftirfarandi tvö einkenni eru ákveðin hættumerki:
1) Breytileg hjartsláttarföll (variable dipp) sem standa leng-
ur en 1 mín. og fara undir 60 slög á mín.
2) Síðbúin hjartsláttarföll (late dipp) af öllum stærðargráð-
um með eða án tachycardy. Sé jafnframt um sveiflulitla
grunnlínu að ræða telst það mjög alvarlegt.
Rit sem við fyrstu sýn virðist eðlilegt, þ.e. innan markanna
120—160 slög á min. þarf alls ekki að vera það. Síðbúin hjartslátt-